Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 6
Gæti vel hugsað mér að verða garðyrkjumaður Rætt við Guðríði Jónsdóttur hjúkrunarkonu Guðríður Jónsdóttir kemur létt stíg og teinrétt á móti mér, klædd ljósri sumardragt, það er glettnis- glampi í augum hennar og brosið er hlýtt. Þessi 82 ára kona virðist ekki deginum eldri núna, en hún var fyrir nærri aldarfjórðungi. Það er forvitnilegt að fregna af starfsferli hennar. - Fyrst er spurt um tildrög þess að hún fór að lœra hjúkrun fyrir 60 árum. Haustið 1923 settist ég í Alþýðu- skólann á Eiðum. Síðari hluta vetrar veiktust margir nemendur af inflúensu, og þrír fengu lungna- bólgu. Okkur var þá falið, tveim piltum og mér, að hjúkra þeim, undir handleiðslu svo nefndrar héraðshjúkrunarkonu. Hún hafði fengið 6 mánaða starfsþjálfun á Akureyrarspítala. Við skiptumst á um að vera yfir þeim sjúku tvö og tvö saman. Fann ég mjög til van- hæfni minnar við þessi störf. Kom mér þá í fyrsta sinn í hug, að læra hjúkrun. Hjúkrunarfélag íslands hafði á þessum tíma byrjað að taka inn stúlkur til hjúkrunarnáms, sem voru sendar á hin ýmsu sjúkrahús landsins í tvö ár (stundum urðu það nokkrir mánuðir í viðbót) og þriðja árið til Danmerkur eða Noregs. Vorið 1925, er ég hafði lokið námi í einkaskóla Blöndalshjónanna í Mjóanesi, S.-Múlasýslu, fór ég til Reykjavíkur. Seint í maí gekk ég á fund frú Sigríðar Eiríksdóttur, sem þá var tekin við formennsku í HFÍ, og sótti um að gerast hjúkr- unarnemi. Var ég þá orðin 22 ára. Taldi frú Sigríður að ég mundi ekki geta komist að fyrr en um næstu áramót. 12. júní hringdi hún svo til mín og sagði að vegna for- falla gæti ég byrjað á Vífilsstaða- hæli 16. júní. Ég mætti á tilsettum tíma. Allt var framandi fyrir mér, enda hafði ég aldrei stigið fæti inn á sjúkrahús fyrr. - Fékkstu engan undirbúning áður en þúfórst að vinna á berkla- hæli meðal smitsjúklinga? Nei, og sveitastúlkan hafði aldrei komist í snertingu við berklaveiki. Ég var ekki berklaprófuð eða neitt slíkt, heldur sett beint í vinnu. Fyrstu tvo dagana vann ég undir stjórn eldri nema, en þá tók við deildinni dönsk hjúkrunarkona, fröken Brugge, sem var að koma frá Danmörku. Ekki var aðeins allt umhverfi framandi fyrir mér, heldur vann ég undir stjórn danskrar hjúkrunarkonu, sem var ströng og ég átti erfitt með að skilja hana í fyrstu. En ég æfðist í dönskunni og hún sagði vel til, en létt var það ekki. Um sumarið veiktist ég, og var mér sagt að það væru „bólgnir kirtlar bak við lungun.“ Strax og hitinn nálgaðist normal var ég kölluð til vinnu. Sjúklingarnir voru nálægt 150 á þessum tíma á4 deildum. Á hverri deild var 1 hjúkrunarkona, 1 nemi og 1 starfsstúlka, tveir nemar voru til að leysa af frídaga, einn ljósa- nemi og einn á næturvakt yfir allt hælið, í 14 daga í senn. Þá var engin hjúkrunarkona á næturvakt. Kæmi eitthvað sérstakt fyrir t.d. að sjúklingur fengi blóðspýting, eða einhver dæi, átti neminn að vekja hjúkrunarkonuna á viðkom- andi deild. Eitt af verkum nemans var að tæma og þvo úr lýsóli allar hrákakönnur og náttpotta. Dag- inn áður en næturvakt byrjaði vann neminn til hádegis. Á eftir var einn frídagur auk svefndags. Einn nemi hafði þann starfa að sjá um ljósböð sjúklinga fram að hádegi. Um eftirmiðdaginn átti hún að svara hringingum á öllum deildum, en þá höfðu bæði hjúkr- unarkonur og nemar frí um miðj- an daginn. Einnig átti hún að baða þá sjúklinga sem ekki hafði unnist tími til að baða um formiðdaginn. Ljósböð voru mikið notuð til lækninga á Vífilsstaðahæli. Ljósa- stofan var á efstu hæð (þriðju hæð) og því þurfti að bera sjúklingana á börum upp og niður stigann, var það starf nemanna. Eitt sinn er við vorum með mann á börunum, sem vóg rúmlega 100 kíló, fann ég að annar börukjálkinn var að brotna, en náði að setja nær niður í stigann áður en þær duttu í sundur. Við vorum svo heppnar að yfirlæknir- inn kom á móti okkur og sá hvað skeði og sagði við yfirhjúkrunar- konunafrk. Magðalenu. „Þetta er of erfitt fyrir stúlkurnar, mið- stöðvarmaðurinn verður að bera þennan mann með þeim.“ Aðrir sjúklingar voru okkar meðfæri. Einnig bárum við sjúklingana út í leguskála niður í kjallara og svo eftir löngum gangi. - Datt engri ykkar í hug að mót- mœla þessu? Yfirleitt datt okkur ekki í hug að mótmæla neinu í þá daga, nema 4 HJÚKRUN 3 _4/te-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.