Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 8
kom sér vel þegar ég kom til Ullev- ál. Á þessum tíma 1927 var ennþá notaður gamli franski spítalinn í Vestmannaeyjum, þá þurfti að bera allt vatn sem notað var í spítalanum úr brunni við eitt horn spítalans. Varð að draga það upp með handafli. Þá var ekki annað neysluvatn en rigningavatn í Eyjum, sem safnað var af hús- þökum og leitt í brunna. Heitt vatn, til að baða sjúklinga, var fengið á þennan hátt. Þvottahúsið var hinumegin við allstórt hlað (port) þangað bárum við vatn úr brunninum og hituðum það í kola- kyntum þvottapotti, því næst bárum við það sjóðheitt í opnum fötum yfir hlaðið inn í spítalann í baðkarið. Sóttum síðan kalt vatn í brunninn og blönduðum hæfi- lega. Þessi sami pottur var einnig notaður sem sótthreinsunarofn. Vírgrind var sett með umbúð- unum í pottinn og passa varð að hafa hæfilegt bil frá vatnsborði að grindinni. Pottinum vandlega lok- að og kynt undir í 1-2 tíma. Þá 6 mánuði sem ég var þarna voru gerðir margir uppskurðir og aldrei kom fyrir að ígerð kœmi í sár. Frá Vestmannaeyjum fór ég til Noregs. 20. desember 1927 byrj- aði eg að vinna á Ullevál sjúkra- húsi í Osló. Bókleg kennsla var jafnhliða verklega náminu. Ég fylgdist með þriðjaárs nemum. Var fyrst 6 mánuði á kirurgi, 6 vikur á fæðingadeild og 6 mánuði á medicin. Á námsárum mínum hafði ég ekki verið á geðveikra- spítala, en þriðjaárs nemar hlust- uðu á allmarga fyrirlestra um geð- veiki, sem mér þóttu mjög áhuga- verðir. Um það bil er ég lauk námi á Ulle- vál var verið að opna Nýja spítal- ann á Kleppi, og sótti ég með hálfum huga um stöðu sem að- stoðarhjúkrunarkona. Vann ég þar frá l.'júlí 1929 til 15. janúar 1930. - Hvert lá svo leiðin? Til Danmerkur. Ég hafði fengið pláss við Statshospitalet i Vord- ingborg, til frekara náms í geð- hjúkrun. Þar vann ég í þrjú ár, tvö þau síðustu sem deildarhjúkrun- arkona. - Hvenær komstu svo til starfa hér heima? í janúar 1933 var auglýst eftir yfir- hjúkrunarkonu við Nýja spítalann á Kleppi. Eftir miklar vangavelt- ur, sótti ég um stöðuna, sem ég gegndi svo í 31 ár, frá 1. febrúar 1933 til 31. desember 1963. Reyndar var ég í námsleyfi í Bandaríkjunum og Kanada 1951- 1952 og í skemmri ferðum til Norðurlandanna, Bretlands og Þýskalands. Aðallega í sumar- leyfum. Einnigfékkég ársleyfi,án launa, og fór til Kanada 1960- 1961. Þegar ég hóf störf við Klepps- spítalann, voru deildirnar aðeins fjórar með rúmlega 100 sjúk- lingum. Gamli spítalinn var rek- inn áfram sem sjálfstæð stofnun, með eigin yfirlækni og yfir- hjúkrunarkonu fram til 1. janúar 1940, að reksturinn var sameinað- ur. Hjúkrunarkonur voru þá að- eins sjö, 4 deildarhjúkrunarkon- ur, 1 á næturvakt og 2 til að leysa af á frídögum. Þá var mikill órói á deildunum, því öll belti og spenni- treyjur höfðu fyrir nokkru verið fjarlægð. hver hefir ekki þörf fyrir að hlaupa um, eftir að hafa verið bundinn niður í rúmið? En smá- saman komst ró á og mikil breyt- ing varð við tilkomu „nýju“ geð- lyfjanna 1945. - Hvernig var vinnutilhögun þegar þú hófst störfá Kléppi? Vinnuvikan var 60 stundir, eins og á öðrum spítölum, unnir 10 tímar á dag, tvískipt vakt og einn frí- dagur í viku. Seinna breytti ég því þannig að tveir samfelldir frídagar færðust fram um 1 dag í hverri viku, og þrír dagar til jöfnunar þegar kom að helgi. Fyrst reyndi ég þetta fyrirkomulag fyrir hjúkr- unarkonurnar og það mæltist vel fyrir. Seinna óskaði annað starfs- fólk eftir sömu tilhögun. En það tókst nú ekki betur til en svo að einn starfsmaðurinn taldi sig ekki fá tilskilinn frítíma og stefndi mér fyrir bæjarþing Reykjavíkur - 48 stunda vinnuvika kom löngu seinna. Þegar röntgenhjúkrunarkonur fengu 10 daga vetrarfrí, fengu hjúkrunarkonur sem höfðu unnið 2 ár á Kleppi það einnig að tilstuðl- an yfirlæknis dr. Helga Tómasson- ar, sem áleit þær hafa allra manna mesta þörf fyrir það vegna mikils andlegs álags. - Hvernig voru aðstœður og laun hjúkrunarkvenna á Kleppi? Eftir nútíma mælikvarða er ekki hægt að segja að þær hafi verið góðar. Við bjuggum á efstu hæð spítalans þar sem heyra mátti háv- aða frá deildunum. Herbergin voru lítil og húsbúnaður fábrot- inn. En það var góð stemning og heimilislegt þegar við sátum á kveldin í sameiginlegri dagstofu. Það var því mikil bragarbót þegar byggð voru á spítalalóðinni (á ,,Skaftinu“) 6 parhús með tveimur tveggja herbergja íbúðum og tvö sambýlishús, sex herbergja, með sameiginlegri dagstofu. Bjuggu hjúkrunarnemar í öðru sambýlis- húsinu, en aðstoðarhjúkrunar- konur í hinu. Þær fyrstu fluttu inn 1947, en þá hafði fjölgað bæði deildum og hjúkrunarkonum. Margar þeirra unnu alla sína starfsæfi á Kleppi, og ein þeirra sem kom heim eftir stríðið, Helga Albertsdóttir, vinnur þar ennþá. Það hlýjar mér um hjartarætur er ég hugsa til þessa ágæta fólks, fag- lærðs og ófaglærðs, sem ég vann með á þessum árum. Launamálin voru þá vandamál, ekki síður en nú á dögum. Ólærðir starfsmenn fengu sömu laun og deildarhjúkrunarkonan, sem þeir 6 HJÚKRUN >--</fa-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.