Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 21

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 21
Er þær ákveða loks að eignast langþráð barn og missa síðan fóstur, verða neikvæðu áhrif fóst- urlátsins meiri fyrir vikið. Um leið og þungunin er staðfest, byrjar móðirin með væntingar gagnvart barninu. F»ó svo að það sé ekki byrjað að hreyfa sig, þá er þungunin, barnið og vonin raun- veruleg. í rannsókn sem Peppers og Knapp gerðu kom í ljós að: „Enginn munur væri á tilfinninga- legum viðbrögðum, þ.e. sorg, svefnleysi og sektarkennd hjá þeim mæðrum sem misst höfðu fóstur og þeim sern eignast höfðu andvana börn.“1,bls',y Eða eins og ein móðirin sagði: „Maður er ekki í sínu besta skapi eftir fósturlát. Máttfarin og þung- lyndi bíður manns við næsta horn.“4, bls'139 Fjölskyldan og þjóðfélagið Fósturlát hefur áhrif á alla fjöl- skyldumeðlimi, en mismunandi og mis mikið. Niðurstöður rann- sóknar Benfield sýndu að: „Feður jafnt sem mæður upplifðu tilfinningalegt ójafnvægi er konan missti fóstur.“1,bls-22 Eiginkonan verður að leyfa eigin- manninum að deila sorginni með sér og viðurkenna hans. í flestum tilfellum tekst það án utanaðkom- andi hjálpar.1,4 í sumum tilfellum kennir eigin- maðurinn sér um hvernig fór og finnst karlmennsku sinni brugðið. Öðrum finnst erfitt að sjá konu sína vansæla og dapra. Finnur sig vanmáttugan gagnvart kringum- stæðunum. Talar ekki um fóstur- látið og byrjar að forðast konuna. Margir eiginmenn auka við sig vinnu. Hann segir henni að „taka sig saman í andlitinu“ og talar um að fara í ferðalag svo „hlutirnir komist í lag“. í örfáum tilfellum gefst þetta vel, en í öðrum finnst konunni að ekki sé tekið tillit til tilfinninga hennar og að henni hafi verið ýtt til hliðar. Jafnvel þó hún sjái að hann sé að reyna að gera gott úr hlutunum. Ef hjón deila ekki með sér þessari reynslu getur það leitt til einangrunar, tilfinn- ingalegs álags og skilnaðar.1,3,4 Af þessu má sjá að meðganga sem fær ófyrirsjáanlegan enda orsakar oftast kreppuástand. Ef hjónin geta unnið úr þessari kreppu á réttan hátt er líklegt að þau verði sterkari sem einstaklingar og sem hjón.1,4 Ekki má gleyma börnunum í fjöl- skyldunni. Þau eru oft kölluð: „Gleymdu syrgjendurnir“1,bls-101 Pau verða óhjákvæmilega vör við afleiðingar fósturlátsins því: „Sársauka dauðans er ekki hægt að fela fyrir börnunum“.1,bls-101 Hjúkrunarfræðingarnir Hard- grove og Warrick segja að það, að leyfa börnunum ekki að vera þátt- takendur geti orsakað 'ævilanga hræðslu sem þau geti ekki ráðið við1. Yngstu börnin geta orðið óörugg og t.d. verið með hugrenn- ingar á þessa leið: „Er þetta mér að kenna, ætli pabbi og mamma elski mig eins og áður, dey ég næst.“1,3 Það er því nauðsynlegt að tala um fósturlátið við þau. Um áhyggjur og álit þeirra á því.' „Það getur aukið sjálfsvirðingu foreldranna að vera „góðir for- eldrar“ eftirlifandi barna sinna.“3,bls,2° Viðurkenndustu áhrifin sem fóst- urlát hafa á þjóðfélagið eru inn- lagnir á sjúkrahús og veikindafrí frá vinnu. í dag er dauðinn ekki eins algengur og eðlilegur og áður fyrr. Vitað er að: „Núlifandi fjölskylda sem á við sorg að stríða er hættara við til- finningalegum og geðrænum sjúk- dómum, en fyrri kynslóðum. “1 ■bls-21 Missir getur því haft langvarandi áhrif. Varnaraðgerðir Samkvæmt rannsóknum Gullbergs þá: „Tekst flestum mæðrum að vinna bug á sorginni og snúa aftur til eðli- legs lífs.“l,bls-23 Þar á eiginmaðurinn, ást hans, umhyggja og samhyggð mikinn þátt í því hve vel tekst. Þeim konum sem eiga við síendur- tekin fósturlát að stríða finnst oft að ekki sé hlustað nóg á þær. Fái litla sem enga fræðslu, hvers megi vænta og hvernig þær eigi að haga lífi sínu. Misjafnt er hvenær læknar ráð- leggja konum að verða aftur þung- aðar og hvernig þeir bregðast við blæðingum á meðgöngu. Hvort þeir leggi konuna inn á sjúkrahús eða ráðleggi henni að lifa eðlilegu lífi og segi t.d.: „Fósturlát er það sem náttúran ætl- ast til.“4,bls-178 Það er ekki þetta sem konan vill heyra. Hjónin vilja vita orsakimar og hvers vegna hún missir fóstur. Samkvæmt viðtölum við konur í bókinni „Missfall“ þá voru svörin oft á þessa leið: „Þú vilt nú frekar fósturlát en að eignast andlega og líkamlega fatlað barn.“4, bls'138 Þau viðbrögð og svör sem konur fá oft eftir fósturlát eru á þessa leið: „Þú ert nú svo ung, það gengur HJÚKRUN J árgangur 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.