Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 22

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 22
betur næst, hugsaðu um eitthvað annað, vertu hughraust, hresstu þig Upp “1,3,4 Þessi viðbrögð hjálpa ekki konunni að takast á við tilfinningar sínar. Gullberg segir að: „Þær konur sem fá ekki að tjá til- finningar sínar, eru lengur að jafna sig en þeim sem var frjálst að syrgja.“l,bls'24 Hvort sem fósturlátið verður snemma eða seint á meðgöngu, er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá barnið. Þ.e.a.s. ef kostur er. E.t.v. hefur það verið byrjað að hreyfa sig og móðirin hugsað um það sem lif- andi veru, ekki sem fóstur.1,4 Klaus og Kenall segja að þær mæður sem sjái dáið barn sitt, viðurkenni missinn fyrr. Mikilvægt er að foreldrarnir taki ákvörðun um hvort þau vilji sjá það, og/eða halda á því. Nauðsynlegt er að undirbúa foreldrana fyrir það sem þeir munu sjá. Ef þeir sjá barnið sitt og snerta það, þá vita þeir frekar hvað þeir eru að syrgja.3'4 „Flestar konur minnast stundar- innar er þær sáu látið barn sitt sem góðrar stundar. Þó svo hún hafi verið full af sorg og harmi. Það á líka við um fósturlát snemma í meðgöngu.“4,bls'37 Áhrif hjúkrunarfrœðinga - tillögur til úrbóta „Hjúkrunarfræðingar verða að þekkja eigin tilfinningar áður en þeir geta nálgast syrgjandi foreldra á hlýjan og skilningsríkan hátt.“1 2 3, 4 5 6 bls. 17 Hjúkrunarfræðingar hafa eitt besta tækifærið til að hafa jákvæð áhrif á foreldrana eftir fósturlát. En við- brögð þeirra (sbr. lið 3) sýna að þeir nýta það ekki sem skyldi. Þeir forð- ast oft að tala um dauðann og sýna litla samúð. Móðirin er í nokkurs konar einangrun og róuð niður. Það er „vel meint“ en leiðir til þess að sorgarferílinn verður ekki eðli- legur. Klaus og Kenall gerðu könnun með foreldrum. Kom m.a. í ljós að: „Þeir foreldrar sem gátu tjáð til- finningar sínar, gátu fyrr tekist á við sorgina og hún varð auðleysan- jegrj “3,bis. ís Þessir foreldrar bentu á nokkur atr- iði sem þeim fannst mikilvæg á meðan á sjúkrahúsdvölinni stóð. Snerting var þeim mikilvæg. Orð voru ekki alltaf nauðsynleg ef haldið var í hendi móðurinnar. Þeim fannst óeðlilegt að þeir þyrftu að fá leyfi hjúkrunarfólksins til að syrgja opinberlega. Eins að hjúkr- unarfræðingar ættu að hlusta á þá. „Foreldrarnir vildu að læknar og hjúkrunarfræðingar viðurkenndu tilfinningar þeirra, sektarkennd og sorg. Að þau skildu mikilvægi minninganna, sem við komu fæð- ingunni og barninu. Að þeir hjálp- uðu foreldrunum að horfast í augu við dauðann.“3,bls'17 Á sjúkrahúsinu eiga mæðurnar oft sínar erfiðu stundir. Þá eru þær e.t.v. að reyna að finna skýringu á fósturlátinu. Það rifjast upp að þær hafi t.d. hrasað, dottið eða haft samfarir kvöldið áður. Margar hafa sektartilfinningu. Þær hafa e.t.v. hugsað um fóstureyðingu í byrjun meðgöngu og/eða verið með blendnar tilfinningar til barnsins. Þær halda e.t.v. að þær hafi átt ein- hvern þátt í fósturlátinu. Þarna ér hjúkrunarfræðingurinn í lykilað- stöðu. Hann fræðir konuna og leið- réttir misskilning. Opnar umræður um sektartilfinningu. Segir t.d.: „Sumum mæðrum finnst þær hafi átt þátt í fósturlátinu. Hefur þú ein- hverja þessháttar tilfinningu?"1'3 Crout sagði: „Við getum ekki glatt þá móður sem misst hefur barn sitt. En við getum hjálpað henni að syrgja.“3’bls'19 Sorgartímabilið mælist ekki í dögum eða vikum, heldur í mán- uðum eða árum. 1,3 „Það endar því ekki þegar móðirin er útskrifuð af sjúkrahúsinu.411’bls 18 Eftir útskriftina þurfa foreldrarnir mikinn stuðning frá heilbrigðisstétt- um. Margar spurningar vakna sem þeirra er að svara. Hérna gætu heilsugæsluhjúkrunarfræðingar veitt aðstoð og stuðning. Foreldr- arnir sem áður er getið sögðu það mikla hjálp ef hjúkrunarfræðingur hringdi eða kom einu sinni í viku. í því tilfelli getur hjúkrunarfræðing- ur metið hvernig gengur og gefið þeim tækifæri að tala um sorg sína og reiði.3 Heilsugæsluhjúkrunarfræðingur gæti myndað og leitt hóp foreldra, sem veitti hvort öðru stuðning því flestir foreldrar segja að þeir einir sem misst hafi barn á meðgöngu skilji vanlíðan þeirra og sorg. Lokaorð Það sem háði mér mest við vinnslu þessa efnis var að þurfa að tak- marka mig þetta mikið. Eins fann ég fáar íslenskar heimldir um fóst- urlát nema í Nýja kvennafræðaran- um. Greinilegt er þó að konur í öðrum löndum hafa upplifað þetta áhugaleysi gagnvart tilfinningum þeirra, ervið komufósturlátinu. En er það ekki dæmigert fyrir hin svo- kölluðu „kvennamál“, eru þau ekki þöguð í hel? Verkefni þetta var unnið í Nýja hjúkrunarskólanum í desember 1983. HEIMILDASKRÁ 1. Berenzin N., After a loss in pregnancy, ’82, Simon and schuster, New York. 2. Bjóró K. og Molnek. Propedentisk obstetrikk, 77 Universitetsforlaget, Oslo, Tromsó, Bergen. 3. Estok P. og Lehman A., Perrinatal Death - grief support for families, Birth, vol 10:1, spring ’83. 4. Hogg K.B. og Skoglund L., Missfall - naturens ordning? ’81, Prisma, Stoc- holm. 5. Lanson L., Frá konu til konu, ’82, Skjaldborg, Akureyri. 6. Sigurður S. Magnússon, Fósturlát, Læknadeild Háskóla íslands, sept. 78. 20 HJÚKRUN ^ás - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.