Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 26
m.t.t. áhrifa kjara, en kjör eru í sjálfu sér beinhörð viðurkenning á gildi starfanna, sem unnin eru í þjóðfélaginu. Að vísu má ætla að þeir, sem leggi hjúkrunarstörf og önnur skyld störf fyrir sig, séu ekki beint að sækjast eftir vellystingum og pragtugheitum hér í heimi, heldur vaki öllu heldur fyrir þeim sú trú, að lífsfylling sé fólgin í starfi, sem bætir hag þess samferðarfólks, sem eigi við sárt að binda. En það er hætt við, að náungakær- leikurinn fari að missa sín, þegar erfitt er að brauðfæða sig og sína - hafa í sig og á - og lifa mannsæm- andi lífi fyrir fullt dagsverk - þó munaður sé ekki hjartans mál. Og það má spyrja hvert sú þróun stefnir í þjóðfélaginu, sem metur mannúðarstörf svo lágt til launa, að þeir sem slík störf inna af hendi fari að efast um gildi þeirra og eigið ágæti. Reyndar ætla ég ekki að fjölyrða um kjaramál í þessum orðum mínum - heldur tengsl þeirra við viðhorf okkar til hjúkrunarstarfs- ins. Það hefur sem sé mjög vakið furðu mína í öllum þeim umræðum, sem fram hafa farið að undanförnu um hjúkrunarfræð- ingaskort og launamál, hve hljótt hefur verið um, hvers virði störf okkar eru fyrir þá, sem þeirra njóta, og hvaða afleiðingar það hefur fyrir heilbrigði og velferð skjólstæðinga okkar og sjúklinga - þegar hjúkrunarþjónustu er veitt af vanefnum. Kröpp kjör og hjúkrunarþjónusta veitt af vanefnum grafa eflaust undir trú okkar á gildi hjúkrunar- starfsins. En það má líkaspyrja-hver hefur viðleitni okkar verið - hver hefur samstaða okkar verið til þess að veita sem mesta og besta þjónustu fram á þennan dag? Hvað er orsök og hvað er afleiðing? Læknirinn Hal Lear segir í bók- inni Heart Sounds: „Hver skyldi halda, að hjúkrun- arfræðingar skipti svo miklu meira máli fyrir sjúklinginn en læknarn- ir? Alla vega ekki læknarnir. Sem læknir hafði hann alltaf hugsað sér hjúkrunarfræðing sem nokkurs konar fulltrúa - og það kom honum mjög á óvart sem sjúklingi - hvað hann hefði getað verið þröngsýnn. í hans augum hafði hún - hjúkrun- arfræðingurinn (og það var alltaf hún) haldið öllu í röð og reglu - vitað hvað sjúklingunum liði - fylgt eftir fyrirmælum af nákvæmni - gefið réttum sjúklingi rétt lyf og svo frv. og hún var góður hjúkrunarfræðingur, ef hún leysti þessi verk vel af hendi. Sem sjúklingur sá hann nú bet- ur"-“ (Lear, 1979, bls. 40) Sem sjúklingur sá Lear, að hjúkr- unarfræðingurinn var líka sá bjargvættur, sem hélt öllum endum saman, og veitti honum hald og traust allan sólarhringinn, með umhyggju og hjúkrunarmeð- ferð. Það er mér stundum til efs - í þeim barning, - sem staðið er í, við að halda hjúkrunarþjónustu nokkurn veginn gangandi þessa dagana - hvort hjúkrunarfræðingum sé það öllum fullkomlega ljóst, hvað þeir skipta miklu máli fyrir sjúklinginn og aðra skjólstæðinga sína? Mér er spurn - hver er trú okkar „á ábyrgð okkar til þess að vaxa og helga hug, hönd og sál starfi okkar, sem við virðum og fólkinu, sem við þjónum“ (Styles, 1982, bls. 61). Það er trú mín - að hjúkrunar- fræðingar þurfi að taka höndum saman og vaxa fyrir eigin tilverkn- að. Með því móti getum við gert veg hjúkrunarstarfsins sem mestan við að auka velferð fólksins, sem við þjónum - en fyrir það erum við orðin til sem stétt. Ef vel til tekst er von til þess, að störf okkar verði metin að verð- leikum. HEIMILDIR Donaldson, S.K. & Crowley, D.M. The discipline of nursing. Nursing Outlook, 1978,26 (2), 113-120. Fuller, S.S. Holistic man and the science and practice of nursing. Nursing Outlook, 1978, 26 (11), 700-704. Kalisch, P.A. & Kalisch, B.J. Theadvance of American nursing. Boston: Little, Brown, & Co., 1978. Lear, M.W. Heart Sounds. New York: Simon and Shuster, 1979. Mc Murrey, P.H. Toward a uniquc know- ledge base in nursing. Image, 1982,14 (1), 12-15. Stainton, M.C. The birth of nursing sci- ence. The Canadian Nurse, 1982, 77 (11), 24-28. Styles, M.M. On ntirsing Toward a new endowment. St. Louis: The C.V. Mosby Company, 1982. Átt þú Hjúkrunarfræðingatalið? Ef ekki, er ekki seinna vænna að eignast það áður en upplagið þrýtur. Sendum í póstkröfu um land allt. Verð kr. 700, og er póstkröfugjald innifalið. Nafn _____________________________________ Heimilisfang _____________________________ Póstnúmer/Staður__________________________ 24 HJÚKRUN 3 "4/85-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.