Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 28
hjúkrunarstarfans mun hafa verið í kringum aldamótin hér á landi. Síðan hefur þróunin öll verið á einn veg - geysilegar framfarir á sviði vísinda og tækni gera kröfur á aukna menntun og sérhæfingu. Og nú síðast hjúkrun sem fræði- grein grundvölluð á vísindalegum rannsóknum. En þetta er klisja sem við höfum öll áður heyrt. Til þess að þetta verði að raunveruleika verðum við öll að taka höndum saman, við erum ein stétt og stefnum að sama marki. Hjúkrunarfræðin er ung sem fræðigrein og sprottin upp úr grýttum jarðvegi. Pví er mikilvægt að öll hjúkrunarstéttin leggi hönd á plóg og sameinist um stefnu- mótun í hjúkrun, bæði hvað varðar almannaþjónustu og val á rannsóknarverkefnum í þágu vís- inda. Þegar talað er um einingu hjúkr- unarfræðinga ber fyrst að líta á forsendur. Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar spruttu ekki út af engu eins og Pallas Aþena sem spratt úr höfði Seifs (full- klædd öllum hertygjum). Þeir spruttu úr þeim jarðvegi hjúkr- unar sem fyrir var. Saga hjúkrun- arstéttanna er saga okkar allra. Þegar litið er á stöðu hjúkrunar í dag verðum við að horfast í augu við að hjúkrun er veikt afl innan heilbrigðiskerfisins. Þar eru margir hagsmunahópar sem krefj- ast sérstöðu í ljósi réttinda sinna, markmiða, sérþekkingar og ábyrgðar. Okkar málflutningur hvað varðar réttindi og ábyrgð hefur átt erfitt uppdráttar og inn- byrðis metnaður gerir það að verkum að rödd okkar verður hjáróma og fölsk. Með tilkomu fyrstu háskóla- menntuðu hjúkrunarfræðinganna gætti mikillar tortryggni á báða bóga. Til skamms tíma var það ágreiningsmál hvort færa skyldi hjúkrun á háskólastig. Og há- skólamenntuðum hjúkrunarfræð- ingum finnst menntun sín ekki metin að verðleikum, hvorki af starfsfélögum né öðrum í þjóðfé- laginu. Stofnun félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga var nauðsyn- leg á sínum tíma til þess að berjast fyrir viðurkenningu, bæði í starfi og launum. Hjúkrunarfræðingar hafa samein- ast um menntunarstefnu og að hjúkrunarfræði verði kennd við Háskóla íslands. Síðastliðinn vetur gaf núverandi menntamála- ráðherra út tilskipun þess efnis að frá og með árinu 1986 skyldi allt hjúkrunarnám fara fram á há- skólastigi. Eins og öllum er kunn- ugt gerðist það í fyrsta skipti í sögu hjúkrunarfræðinga að kjaradóm- ur dæmdi háskólamenntaða hjúkrunarfræðinga sambærilega við aðra háskólamenn, sem segir þó ekki alla söguna því aldrei fyrr hafa háskólamenn verið jafn- óánægðir með kjör sín eða verið jafn vanmetnir af kjaradómi. María Pétursdóttir segir í hjúkr- unarsögu sinni um kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og vil ég taka undir með henni: „Kjarabarátta hefur aldrei verið auðveld viðureignar, en það sem aðallega hefur staðið í vegi hjúkrunarstéttarinnar er: 1) Takmarkaður skilningur almennings á nauðsyn sér- menntunar og hæfni til starfa. 2) Rangar hugmyndir um að hjúkrunarstörf beri að inna af hendi sem nokkurs konar lítt launaða sjálfboðavinnu, þar eð þau væru líknar- og fórnarstörf, og kærleiksverk fyrst og fremst. 3) Hjúkrunarkonur stóðu lítt studdar, ef undan eru skildir nokkrir læknar... 4) Hér var um kvennastétt að ræða og konur hlutu yfirleitt lægri laun en karlmenn, (t.d. fengu ólærð- ir hjúkrunarmenn á Kleppi hærri laun en deildarhjúkrunar- konur þar 1936). 5) Hjúkrunar- konur skildu sjálfar misjafnlega vel nauðsyn og tilgang kjarabar- áttunnar, skorti sjálfar raunsæi og framsýni til að meta þörf þess, að launakjör hjúkrunar- kvenna væru sambærileg við kjör annarra launþega, til að tryggja þjóðinni aukinn vöxt í stéttinni...“ í sambandi við hjúkrun sem kvennastarf langar mig að leggja áherslu á að enn þann dag í dag virðast konur líta á karlmanninn sem aðalfyrirvinnu heimilanna. Þetta þýðir að þarfnist heimilið starfskrafta eru það í flestum til- fellum konurnar sem ganga úr störfum sínum um lengri eða skemmri tíma. Spurning er hvort við sjálfar vanmetum mikilvægi starfs okkar. Við sameiningu verður að huga að þeim ávinningi og þeirri áhættu sem er verið að taka. Hvernig skal unnið að henni á sem farsælastan hátt og síðast en ekki síst hvaða þýðingu það hefur fyrir framtíð hjúkrunar í landinu. Að lokum vil ég leggja áherslu á að við erum ein stétt, sem einungis með sameiginlegu átaki og gagn- kvæmri viðurkenningu erum fær um að móta okkar eigin framtíð. Hver ætti annars að gera það - ef ekki við? Fundarsköp og ræðumennska Félagsmálanámskeið verður haldið dagana 13.-30. janúar nk. á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 20.00-22.30. Þátttaka tilkynnist í síma 12012 á fimmtudögum. Stjóm Reykjavíkurdeildar HFl 26 HJÚKRUN 3 -4/fes — 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.