Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 30
Formaður Hjúkrunarfélags íslands Sigþrúður Ingimundar- dóttir bauð gesti og þátttakendur velkomna til fundarins og sagði m.a.: „Saga hjúkrunar er jafn gömul manninum, en hjúkrunarfræði sem markviss fræðigrein er ung. Nútíma hjúkrun er rétt hundrað ára gömul, en grundvöll að henni lagði Florencé Nightingale. Miklar breytingar hafa átt sér stað í starfi og starfsháttum hjúkrun- arfræðinga og stöðugt unnið að framþróun. Hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum hafa í 65 ár haldið uppi skipulögðu samstarfi til mikils ávinnings fyrir íslenska hjúkrunarstétt.“ Formaður SSN Ulrica Croné setti fundinn. Kristinn Sigmundsson söng við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar við mikinn fögnuð áheyr- enda. Ríkti óvenjulegur hátíða- blær yfir setningu þessa SSN’s fundar. Framsöguerindi fluttu: Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, fulltrúi hjá landlæknisembættinu. Sinikka Tolvonen hjúkrunarfræð- ingur (hálsovárdsinspektör) Finnlandi. Anne-Karina Nygárd hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri hjá'Norsk Sykepleierforbund. Erindi Vilborgar Ingólfsdóttur vakti sérstaka athygli og verður það birt í heild síðar. í háborðsumræðum, sem fjölluðu um hvernig hjúkrunarmenntunin samræmist breyttu þjóðfélagi, markmiðum WHO og hjúkrunar- stéttarinnar, voru framsögumenn frá hverju landi: Birthe Wernberg-Möller, Dan- mörk. Inger Mattsson, Finnland. Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, ís- land. Aud Blankholm, Noregur. Karin Olsson, Svíþjóð. Framsöguerindi Ingibjargar S. Guðmundsdóttur verður birt í heild síðar. Jafnframt var unnið í hópum og þar leitast við að svara spurning- unni um hvort ástandið væri svipað á Norðurlöndunum öllum, æskilegar breytingar og framþró- un. Markmiðið með þemadögunum Markmiðið með þemadögunum er að gefa norrænum hjúkrunarfræð- ingum færi á að rökræða starfsskil- yrði stéttar sinnar í þjóðfélagi sem tekur mjög örum breytingum, á við mikinn efnahagsvanda að etja, en krefst þess samt ævinlega að ýtrustu kröfum sé fullnægt í heil- brigðismálum. Fyrst ber þess að geta að ástandið er mjög svipað á Norðurlönd- unum öllum hvað varðar þörf á breytingum í heilbrigðis- og fé- lagsmálum - og j afnframt eru svip- aðar líkur á að einhverjar breyt- ingar nái fram að ganga. Sem dæmi má nefna þjóðfélagslegar breytingar, breytingar á fjöl- skyldugerðinni, og í atvinnumál- um. Vart verður tilhneigingar til að draga úr útgjöldum til heilbrigðis- og félagsmála. Til eru ýmsar pólitískar yfirlýs- ingar og ákvarðanir þar sem lýst er stuðningi við markmið Heilbrigð- isstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) „heilbrigði handa öllum árið 2000“. Þetta leiðir til þess að ýmis atriði heilbrigðismála fá forgang, t.d. umönnun aldraðra, geðlækningar og forvarnarstarf. Yfirlýsingar stjórnmálamanna gera heilbrigðisstéttum líka auð- veldara að fá fé til þróunar og rannsókna í forvarnarstarfi, endurhæfingu og hjúkrun. Á öllum Norðurlöndum er lfka reynt að draga úr miðstýringu, en það hefur vitaskuld ýmsar skipu- lagsbreytingar í för með sér. Skortur er á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum í tilteknum grein- um. Mest ber á þessum skorti á hjúkrunarheimilum, geðdeildum og langlegudeildum. Kröfurnar, sem samfélagið gerir í heilbrigðismálum, aukast sífellt og breytast. Kannski lýsir það best þessum kröfum að í umræðum um heilbrigðismál er nú að jafnaði talað um „heilbrigði“ í stað „sjúk- leika“ áður. Þó mikið öryggi sé fólgið í þekk- ingu og sérhæfðri kunnáttu heil- brigðisstétta, þurfa einstaklingar að vera ábyrgir gagnvart eigin heilbrigði. Réttmætar kröfur hjúkrunarfræð- inga um meira sjálfræði í starfi sínu leggja m.a. stéttarfélögum þeirra auknar skyldur á herðar. Hlutverk hjúkrunarfrœðinga í þróun hjúkrunar • Ábyrgð hjúkrunarfrœðinga Við verðum að geta sinnt helstu þörfum skjólstæðinga. Þarfirnar eru mismunandi og hjúkrunin verður því nrismunandi eftir ein- staklingum. Fylgjast verður með líðan og ástandi skjólstæðingsins og hjúkr- unarfræðingurinn verður að leggja sig fram um að sinna þörfum hans. • Hjúkrunarfrœðingar bera ábyrgð á forvarnarstarfi Mikilvægt er að hjúkrunarfræð- ingar taki á sig ábyrgð í forvarnar- starfinu þar sem þeir hafa mikla reynslu og þekkingu í því starfi og bera gott skyn á það. • Hjúkrunarfrœðingar sem stjórnendur Hjúkrunarfræðingar hafa og þurfa að hafa á hendi stjórnun. Ber þeim að gæta þess að starfslið og hjálp- artæki nýtist svo vel að fullnægt sé öllum kröfum, bæði almennum og einstaklingsbundnum. 28 HJÚKRUN J-Mo-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.