Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 33
Kjaramál Launaflokkshækkanir frá 1. ágúst og 1. októ- ber1985 Eins launaflokks hækkun samsvarar 3% launa- hækkun í október s.l. gerðu Kristján Thorlacius, formaður BSRB og Albert Guðmundsson fjármálaráðherra með sér samkomulag um að allir félagsmenn aðildarfélaga BSRB hækkuðu um einn launaflokk frá 1. október 1985. Eftirfarandi er bréf fjármálaráðherra til formanns BSRB, dagsett 9. október 1985. „Með vísan til bréfs yðar dagsett í dag, hefur verið fallist á að frá 1. október 1985 breytist röðun í launaflokka hjá aðildarfélögum BSRB þannig að starfsmenn hækki um einn launaflokk frá því sem ákveðið var með samningum 27. júní s.l.“ Breytingar gerðar í nóvember 1985: í viðræðum HFÍ við ríki og Reykjavíkurborg um bókun við sérkjarasamning frá 27. júní 1985 voru gerðar eftirfarandi breytingar, og kemur launaflokkshækkun skv. bréfi fjármálaráðherra þar inn í, sem hækkun frá 1. október: „Frá 1. ágúst 1985 gildi eftirfarandi breytingar á röðun starfsheita samkvæmt sérkjarasamningi Hjúkrunarfélags (slands og fjármálaráðherra. Starfsheitið hjúkrunarfræðingur raðist í launa- flokk 63 til loka september en 64 frá og með 1 .október. Starfsheitin aðstoðardeildarstjóri og hjúkrunar- kennari raðist í launaflokk 64 til loka september en launaflokk 65 frá og með 1. október. Grein 1.2 í sérkjarasamningnum taki til starfs- fólks við geðhjúkrun með sama hætti og á öldr- unardeildum. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem ráðnir eru þannig að næturvaktir á sjúkradeildum eru að minnsta kosti 60/100 fullrar vinnu (24 stundir á viku) taki laun sem deildarstjórar ráðningartímann. Slík ráðning skal vera til að minnsta kosti þriggja mánaða og gilda um hana venjulegar reglur að því er uppsagnarfrest varðar.“ Til skýringa: Byrjunarlaunaflokkur hjúkrunarfræðinga: 63. Ifl. frá 1. ágúst 1985 64. Ifl. frá 1. október 1985 Aðstoðardeildarstjóri og hjúkrunarkennari: 64. Ifl. frá 1. ágúst 1985 65. Ifl. frá 1. október 1985 Hjúkrunarfræðingar á geðdeildum fá eins launa- flokks hækkun og raðast eins og hjúkrunarfræð- ingar á öldrunardeildum og elliheimilum. Hjúkrun- arfræðingar, sem ráða sig á næturvaktir í 60% starf eða meira fá greidd deildarstjóralaun. Upplýsingar um lánveitingar úr lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna Hverjir eiga rétt á láni? Greiðandi sjóðfélagar eiga rétt á láni úr lífeyris- sjóðnum, er þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í 2 Vz ár, miðað vi fullt starf eftir að námi lýkur. Þó er met- inn sá. tími er greitt hefur verið í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hver sá sjóðfélagi, sem á að baki tíu ára iðgjalda- greiðslur, á lánsrétt þó hann sé þá eigi lengur greiðandi í sjóðinn. Lífeyrisþegar njóta sama lánsréttar og aðrir sjóð- félagar. Hver sá sjóðfélagi, sem greitt hefur upp eldra líf- eyrissjóðslán sitt, á rétt á fullu láni að nýju, þegar liðin eru fimm ár frá uppgreiðslu, enda hafi hann greitt iðgjöld til sjóðsins sama tíma eða hafi tíu ára iðgjaldagreiðslu að baki. Lánsfjárhæð og lánskjör Hámark lánsfjárhæðar er nú kr. 400.000.00. Lánin eru veitt til 25 ára, með 5% vöxtum (breytilegum eftir ákvörðun sjóðstjórnar) og fullri verðtryggingu skv. lánskjaravísitölu. Verðtrygging Lán er veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði. Leyfð eru önnur lán á undan láni frá lífeyrissjóðnum, en hvorki fjárnám né lögtak. Þó mega önnur lán og lán frá lífeyrissjóðnum samanlagt aldrei fara fram úr 50% af brunabótamatsveði eignarinnar eða 65% af matsverði trúnaðarmanns sjóðsins. Hús í smíðum telst veðhæft sé iagt fram fokheld- isvottorð og brunatryggingavottorð, sem ber með sér hvert sannvirði hússins er, enda sé það stað- fest með sérstakri áritun. Að öðrum kosti má styðj- ast við matsgjörð Veðdeildar Landsbanka íslands eða láta framkvæmda sérstakt mat á eigninni. Sjóðstjórn má hverju sinni láta matsmann sinn meta fasteign, telji hún sérstaka ástæðu til þess, enda skal það ávallt gert ef um ósamþykkt íbúðar- húsnæði er að ræða. Uppgreiðsla Lánþegi má greiða upp lán sitt hvenær sem er á lánstímabilinu, ef hann óskar þess. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna er hjá Trygginga- stofnun ríkisins, Laugavegi 114, sími 19300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.