Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 39
Sigþrúður og Puríður Ingimundardælur, ásamt hjúkrunarfrœðingum frá Mexikó og hjúkr- unarfrœðingi frá Kóreu, en 19. þing ICN verður haldið í Seoul í Kóreuárið 1989. Ljósm. Sigríður Gísladóttir. Aðrir þátttakendur frá íslandi voru: Guðrún Marteinsson, Þórunn Pálsdóttir, Sigurhelga Pálsdóttir, Margrét Gústafsdóttir, Sesselja Gunnarsdóttir og Einar Ásgeirsson, Sigríður Gísladóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir og Móses Aðalsteinsson. ið stóð við. Meðan á þinginu stóð var gatan lokuð fyrir allri umferð. Við opnunarhátíð þingsins hélt dr. Hugette Labelle frá Kanada inn- gangsræðuna og fjallaði um „Nurses as a social force“ (Hjúkr- unarfræðingar sem félagslegt afl) en það var yfirskrift þingsins. Dr. Labelle er fyrrverandi forseti kanadíska hjúkrunarfélagsins og var deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti Kanada 1973-1976. Hún á sér einnig langa sögu sem kennari og fyrirlesari um heilbrigðismál. Nú starfar hún í ráðgjafarnefnd á vegum kana- díska ríkisins. Innan ramma aðalumræðuefnis þingsins „Hjúkrunarfræðingar sem félagslegt afl“ voru sjö mála- flokkar teknir til umfjöllunar: - Hjúkrunarfræðingar sem þjóð- félagslegt afl (Nurses as a social force) - Breyttar þarfir þjóðfélagsins (Changing Needs of society) - Hjúkrun, heilsugæsla og hag- fræði (Nursing, health care and econ- omics) - Skipulag hjúkrunarþjónustu og veitt hjúkrunarþjónusta (Organization and delivery of nursing services) - Hjúkrunarfræðingar sem félagslegt afl í sögulegu ljósi (Historical trends of nurses as a social force) - Hjúkrunarrannsóknir (Nursing research) - Hjúkrunarstarf (Nursing practice) Samtals 133 fyrirlestrar voru haldnir á fjórum dögum og gátu þátttakendur valið úr þá mála- flokka sem tengdust starfi þeirra eða voru á þeirra áhugasviði, hlýtt á fyrirlestra og tekið þátt í umræðum. Einnig voru átta umræðuhópar skipulagðir til þess að hjúkrunarfræðingum í eftir- töldum stöðum: deildarstj. í heil- brigðisráðuneytum, skólastjórar, hjúkrunarkennarar, hjúkrunar- forstjórar, hjúkrunarframkvæmda- stjórar, hjúkrunarfræðingar starf- andi við rannsóknir, gæfist kostur á að koma saman og skiptast á skoð- unum. Var þar rætt um stefnur og þróun á hinum ýmsu sviðum hjúkr- unar. 35 skoðunarferðir voru skipulagðar fyrir þátttakendur á sjúkrahús og stofnanir í Tel Aviv og nágrenni, -svo úr nógu var að velja. Af þeim stöðum sem heimsóttir voru má nefna heilsugæslustöðvar, slysa- varðstofur, elliheimili, geðsjúkra- hús, Háskólann í Tel Aviv o.fl. Pess má geta til gamans að aðal- gatan í Tel Aviv, þar sem ráðstefnu- húsið (Convention center) stendur, var skírð upp á nýtt og heitir nú „Hjúkrunarfræðingastræti. “ ísraelska hjúkrunarfélagið á skilið mikið hrós fyrir sérstaklega vel skipulagða ráðstefnu. Hvert land fékk við komu sérstakan ísraelskan tengilið, sem var ætlað að sjá til þess að engan vanhagaði um eitt eða neitt og hægt væri að greiða strax úr vandamálum sem upp kynnu að koma. í landinu helga vakti þingið mikla athygli enda eru hjúkrunarfræð- ingar mikils virt stétt þar í landi. Hjúkrunarfélagið í ísrael var stofnað 1948, en í dag eru félags- menn orðnir um 20.000, en fyrsti hjúkrunarskólinn tók til starfa 1952. Fram að þeim tíma var eina hjúkrunarmenntunin sem boðið var upp á, stutt námskeið fyrir sjúkraliða til þess að mæta þeirri miklu þörf, sem skapaðist vegna þess hve ör fólksfjölgunin var í landinu. Mikill skortur er á hjúkr- unarfræðingum með viðurkennd réttindi til hjúkrunarstarfa þar í landi. Ýmsar skammtímalausnir hafa verið reyndar en gefist mis- jafnlega vel. í dag hafa 16 skólar í ísrael framhaldskennslu í hjúkrun- HJÚKRUN 3-4As - 61. árgangur 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.