Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 40
arfræðum á kennsluskrá sinni. Sex þeirra eru í tengslum við hjúkrunar- deild Tel Aviv háskóla en stefnan er allt hjúkrunarnám inn í háskóla. ísrael er land innflytjenda þar sem einstaklingar frá 120 þjóðlöndum tala 85 tungumál og hafa sameinast sem ein þjóð er telur 3.2 milljónir manna í dag. Hjá íbúum ísraels þar sem þrjú aðaltrúarbrögð eru í hávegum höfð', þ.e. gyðingatrú, Muhameðstrú og kristin trú, er fjöl- gun aldraðra stærsta vandamálið. Fyrir 30 árum síðan var talið að 3.8% af þjóðinni væru 65 ára og eldri en í dag er prósentutalan 9.8%. í Tel Aviv eru t.d. 30% af íbúunum 65 ára og eldri og skýrslur sjúkrahúsa sýna að 60 til 70% af sjúklingum þar eru aldraðir. Einnig einkennir það heilbrigðisþjónust- una og skapar erfiðleika, að mjög há prósentutala af innflytjendum, sem eru 50 ára og eldri, eru hvorki læsir né skrifandi. T.d. er talið að um 80% af kvenfólki frá Arabíu séu það. Jafnframt er talið að 400 til 500 þúsund íbúar landsins séu fyrrum fórnarlömb seinni heimstyrjaldar- innar, þ.e.a.s. sem björguðust úr útrýmingarbúðum á tímum nasista og þeir yngstu séu um fimmtugt í dag. Þessi hópur fóiks hefur verið sérstaklega næmur fyrir ýmsum sjúkdómum s.s. magasári, krabba- meini og ýmsum geðsjúkdómum. I erindum ísraelskra hjúkrunar- fræðinga var fjallað um þau vanda- mál sem þjóðin á við að stríða í heil- brigðismálum og framfarir sem orðið hafa á síðustu árum. Sömu sögu er að segja um fulltrúa annarra þjóða, þeir gerðu grein fyrir stöðu þessara mála í sínu heimalandi. Að sjálfsögðu þurfti að velja og hafna á milli hinna mörgu erinda sem flutt voru og ekki er hægt að gera þeim öllum skil. Úrdráttur úr þremur erindum fer hér á eftir en öll voru þ.essi erindi flutt undir kjörorðinu „Hjúkrunarfræðingar sem félagslegt'afl. “ Mary de Chasneay, hjúkrunar- kennari við háskólann í Birming- ham, Alabama, flutti erindi um „Hlutverk hjúkrunarfræðinga sem vinna við rannsóknir á vegum bæjar- og sveitarfélaga. Borgar- stjórinn í heimaborg Mary fékk hana til að hafa yfirumsjón með starfshópð, sem vann að rannsókn á kynferðisafbrotum þar í borg og fjallaði erindi hennar um niður- stöður úr þeirri rannsókn. Niður- stöður starfshópsins voru þessar: a) að vinna þyrfti að því að nauðg- anir, misþyrmingar á maka, mis- þyrmingar á börnum og sifjasp- ell yrðu talin til ofbeldisglæpa; b) að tryggja þyrfti áframhaldandi endurbætur á lögum sem koma í veg fyrir að hægt sé að sakfella þá sem fremja slíka glæpi; c) að bæta þyrfti meðferð og þjón- ustu sem fórnarlömb nauðgana, ofbeldis innan fjölskyldna og kynferðislegra afbrota eiga völ á; d) að berjast þyrfti fyrir bættri lög- gjöf og aukinni fjárveitingu til handa börnum sem þola mis- þyrmingar og fyrir vanrækt börn. í erindinu var fjallað ítarlega um þessar niðurstöður og einnig til- lögur og leiðir sem hjúkrunarfræð- ingar geta valið til að hafa áhrif á opinbera stefnu og aðgerðir gegn kynferðisafbrotum og ofbeldi innan fjölskyldna. Rætt var um þessi mál í ljósi ólíkrar menningar og við- horfa þjóða. Dr. Doris E. Chaves og dr. Diane R. La Rochello, sem báðar starfa við hjúkrunardeild háskólans í Massachusetts, fjölluðu um „Al- þjóðlega hjúkrunarhugtakið; Félagslegt afl til að færa hjúkrun inn í 21. öldina.“ Þessir höfundar halda því báðir fram að fyrir lok þessarar aldar, verði alþjóðlega hjúkrunarhug- takið „Félagslegt afl til að færa hjúkrun inn í 21. öldina“ orðið upp- istaðan í skipulagningu og fram- kvæmd hjúkrunar um gjörvallan heim. Þessa skoðun byggja þær á persónulegri reynslu, athugunum og rannsóknum sem þær hafa haft með höndum. Alþjóðlega hjúkrunarhugtakið er heimspekilegt sjónarmið sem sam- einar þver- og víxlmenningarleg hugtök í nýrri starfsaðferð. Þær sögðu m.a. að tuttugustu aldar hjúkrun sé takmörkuð að því leyti, að hún leggur áherslu á mat á ein- staklingsþörfum, hugmyndum og skoðunum og sem slík er hún van- efnum búin til þess að koma til móts við heilbrigðisþarfir íbúa heimsins á tuttugustu og fyrstu öldinni. Næstu tvo áratugina munu menn- ingarhugmyndir og skoðanir í heiminum verða heilsteyptari, ein- kum á sviði heilbrigðismála, þar sem útbreiðsla á vísindalegum upp- lýsingum og tækni mun minnka bilið á milli allra þjóða. Tæknin mun sýna öllum íbúum jarðar hvaða möguleikar eru fyrir hendi í sambandi við heilsugæslu. Þegar allir eiga þess kost að fá upplýsingar um heilsufar sitt, verður heils- ugæsla eitt af þeim sjálfsögðu þægi- ndum sem allir eiga að geta haft jafnan aðgang að. Samt sem áður mun bilið á milli heilsugæslu fyrir alla og heilsugæslu fyrir fáa fyrst koma í ljós, þegar farið verður að setja aukinn þrýsting á félagsleg, pólitísk kerfi hinna einstöku þjóð- ríkja. Fyrirlesararnir lögðu áherslu á, að hjúkrunarstéttin yrði að vera vel á verði og fylgja þessari þróun eftir. Mary J. Cruiseog Bobbye D. Gor- enberg, hjúkrunarfræðingar frá San Francisco í Kaliforníu fjöll- uðu um „Stjórntæki í hjúkrunar- stjórn; rannsóknir og kenningar. Fólki heldur áfram að fjölga í heiminum og sérstaklega öldruðu fólki. Þeir sem annast heilsugæslu eru hvattir til að veita fullkomna þjónustu á viðráðanlegu verði. Fjárhagsafkoma þjóða hefur áhrif 34 HJÚKRUN 3 -4/&5 — 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.