Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 45
Hjúkrunarfræðingarnir lögðu mikla áherslu á og eru ábyrgir fyrir leiðbeiningum og fræðslu til sjúk- linga sinna og fjölskyldna þeirra um hvernig hægt er að lifa við og vinna á móti sjúkdómnum ög heilsubresti. 12 hjúkrunarfræðingar vinna við stöðina og fara í 450-500 vitjanir í mánuði. Til gamans má geta þess að hjúkrunarforstjórinn sagði okkur frá því að á s.l. ári hefðu læknarnir farið í nokkurra vikna verkfall en starfsemi stöðvarinnar hefði samt sem áður gengið vel. Sjúklingarnir hefðu þá leitað beint til hjúkrunarfræðings og margir hefðu haldið því áfram eftir að læknarnir komu aftur til starfa. Priðja heimsóknin var á dag- spítala deild til endurhæfingar aldraðra við stærsta spítala ísrael, Sheba Medical Center í Tel-Has- homer. Á deildinni er pláss fyrir 30 sjúklinga. Þar var ágæt endur- hæfingaraðstáða bæði húspláss og tækjabúnaður. T.d. æfingaeidhús, aðstaða til ADL æfinga og afþrey- ingarstarfa. Þjálfarar og hjúkrun- arfræðingar vinna mjög mikið saman og var tekið fram að sú samvinna gengi vel, enginn stétta- rígur. Starfslið deildarinnar skipt- ist þannig að um 20% eru sjúkra- þjálfarar20% hjúkrunarfræðingar 20% iðjuþjálfar og 40% eru læknar talþjálfarar og félagsráð- gjafar. Flestir sjúklinganna koma á dagspítalann eftir legu á bráða- deildum spítalans, um helmingur þeirra koma vegna CVA en aðrir eru með ýmsa sjúkdóma og koma til lyfjameðferðar og endurhæf- ingar eftir skurðaðgerðir og slys. Þegar nýr sjúklingur kemur á deildina eru 2 fyrstu dagarnir not- aðir til að kynna hann fyrir öllu starfsfólkinu. Fyrir útskrift eru gerðar framtíðaráætlanir í sam- ráði við sjúklinga, fjölskyldu og heilsugæslustarfsfólk. Eftir að okkur hafði verið kynnt starfsemi dagspítalans af lækni og hjúkrunarfræðingi var okkur boðin rausnarlegur miðdagsverð- ur í sameiginlegum matsal ásamt nokkrum hjúkrunarfræðingum úr hjúkrunarstjórn spítalans. Eftir máltíðina ræddu þær við okkur og kom fram meðal annars í máli einnar þeirra að hún taldi hjúkr- unarfræðinga í ísrael almennt ekki vera spennta fyrir að vinna við öldrunarhjúkrun. Það vantaði í hjúkrunarnám þeirra meiri áherslu á öldrunarhjúkrun. Heim- sókninni í Sheba Medical Center lauk síðan með að okkur var sýnd kynningarkvikmynd um starfsemi og uppbyggingu spítalans sem er eins og áður sagði stærsti spítali í ísrael og hefur verið í uppbygg- ingu frá 1948. Þriðjudaginn 25. júní voru flutt flest erindi ráðstefnunnar. Hófst dagskráin með erindi og umræðu um geðhjúkrun aldraðra. Fram- söguerindi flutti Barbara A. Davis prófessor frá Bandaríkjunum. Hún ræddi um núverandi ástand í geðheilsu aldraðra, viðhorf hjúkr- unarfræðinga til þessa sviðs hjúkr- unar, um menntun þeirra á þessu sviði og að geðhjúkrun aldraðra stendur jafnhliða annarri geð- hjúkrun. Fram kom í máli hennar að ýmis geðræn vandamál hafa aukist á síðari árum í Bandaríkj- unum. Nefndi hún þar meðal ann- ars þunglyndi, alkóhólisma, of- notkun lyfja og Alzheimers hjá fólki yfir 80 ára. Hún kom einnig inn á félagsleg vandamál sem oft eru tengd þeim geðrænu bæði sem orsakir og afleiðing. Taldi hún að hjúkrunarfræðingar þyrftu að eyða meiri tíma í að sinna þessum málum og veita fólki andlegan stuðning þegar komið er að æfi- lokum. Eftir framsöguerindið voru um- ræður og kom þar fram fólk frá ýmsum löndum og virtust vanda- málin ekki svo ólík. Var minnst á að þörf væri á sérdeildum fyrir aldraða með geðræn vandamál erfitt væri að fá hæft starfsfólk til að vinna að þessum málum og að oft væri horft framhjá þessum vandamálum í heilbrigðisþjónust- unni. Flestir sem þarna tóku til máls voru frá Evrópu og Ame- ríku. Síðan voru fluttir fyrirlestrar í fjórum sölum, um 30 talsins. Flestir fyrirlestranna voru frá ísra- el, Evrópu og Ameríku en þó voru þarna fyrirlesarar frá Ástralíu, Nýja Sjálandi, Japan og Nígeríu. Að sjálfsögðu var ekki hægt að hlusta á nema fjórðung þeirra og varð því að velja og hafna. Pó að ekki heyrði ég nein ný sannindi var margt athyglisvert og kannski það skemmtilegasta að heyra frá þeim þjóðum sem ólíkastar eru okkur eins og t.d. Nígeríu þar sem það er talin skylda hverrar fjölskyldu að sjá fyrir þeim öldruðu innan fjöl- skyldunnar. Seinni hluta dagsins var síðan fundur þar sem dr. Cormac frá Skotlandi flutti framsöguerindi um geðhjúkrun aldraðra árið 2005. Athyglisvert erindi um framtíð öldrunarhjúkrunar sem yrði að byggjast á reynslu fortíðar- innar. Á lokafundinum flutti L.M. Gunter prófessor erindi sem hún nefndi „Litið til framtíðarinnar.“ Hún taldi að leggja þyrfti aukna áherslu á hjúkrun aldraðra þar sem þeir verða sífellt stærra hlut- fall mannfjöldans. Framtíðarkröfur til öldrunar- hjúkrunar séu að bæta heilsu og auka vellíðan hinna öldnu auk hefðbundins hlutverks aðhlynn- ingar í veikindum og stuðnings er dauðinn nálgast. Eftir erindi prófessorsins var ráð- stefnunni slitið og þátttakendur drukku kveðjuskál. Það var mjög áhugavert að sitja þessa ráðstefnu og það sem vakti mestan áhuga minn voru hin mis- munandi viðhorf ólíkra þjóða til ellinnar. □ HJÚKRUN 3 _4/45-61. árgangur 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.