Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 53

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 53
tekin var sú stefna að reyna að hækka stjórnunarstöður. Ekki er lokið umfjöllun í samstarfs- nefnd um þau atriði sem þar átti að taka til meðferðar. Þann 20. febrúar 1985 var gerður formlegur sérkjarasamningur milli HFÍ og stjórnar sjúkrahúss Kefla- víkur. Vegna þeirrar stöðu sem upp kom vorið 1982 í uppsögnum hjúkr- unarfræðinga var gerður sérkjara- samningur í Keflavík. Nú vildu hjúkrunarfræðingar fá leiðréttingar á þessum samningi og vísaði stjórn sjúkrahússins kröfugerðinni til launanenfdar sveitarfélaga og fól henni samningsumboð. HFÍ gat ekki fengið því framgengt að þetta væri bara viðbót við ríkissamninginn. Svo hér eftir verður að semja sérstaklega við stjórn sjúkrahúss Keflavíkur eða réttara sagt við launanefnd sveitar- félaga fyrir hennar hönd. Á öðrum stöðum en að framan greinir gildir sérkjarasamningur HFI og ríkisins með viðbótum sem sums staðar hafa náðst. Mars 1985 Ólöf Björg Einarsdóttir Hjúkrun - Tímarit HFÍ Árið 1984 voru að vanda gefin út fag- og fréttablöð. 1. tölublað kom út í mars og fjallaði um: Börn og velferð þeirra. Áhrif áfengis á óborna einstaklinga. Börn á sjúkrahúsum. Farðu varlega þetta er sárt. Fulltrúafund HFÍ. Aðalkjarasamning. Móðurmjólkina, sem bestu fæðu ungbarna.' Sýningu á öryggisútbúnaði barna í bílum. Mitt lífstestament - Yfirlýsing varð- andi líf mitt. Upplýsingar um heimilisdýrin. Nýting hjúkrunarrannsókna. Um menntamál hjúkrunarfræðinga o.fl. 2. tölublað kom út í maí og efni þess var: Kjarasamningar. Hefur skráning hjúkrunar áhrif á hversu góða hjúkrun við veitum? Markmiðssetning í áætlanagerð fyrir sjúklinga. Hugmyndir að skipulagsbreyting- um. Reynsla af einstaklingshæfðri hjúkrun á Landakoti. Aðferðir til að meta árangur hjúkr- unar. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í öldr- unarþjónustu Reykjavíkur. Heilsugæsla aldraðra í dreifbýli. Ver ónæmiskerfi líkamann gegn krabbameini. Um AIDS sjúkdóm o.fl. 3.-4. tölublað kom út í nóvember. ,Nám í gjörgæsluhjúkrun og hjúkrun gjörgæslusjúklinga var aðalefni þessa blaðs, sem vegna verkfalls var mun seinna á ferðinni en ráð var fyrir gert. Deild gjörgæsluhjúkrunar- fræðinga stóð að kynningunni og hafði veg og vanda að öflun þessa ágæta efnis. Skipulagt nám í gjörgæsluhjúkrun, sem er ung sérgrein, er mismunandi eftir löndum. Á íslandi hófst slíkt nám 1978. í kynningu gjörgæslu- hjúkrunarfræðinganna kom fram til- högun námsins í Nýja hjúkrunar- skólanum. Jafnframt er sagt frá hlið- stæðu námi í Bretlandi og í Noregi. Einnig birti blaðið góðar greinar um: Hjúkrunarferlið á gjörgæsludeild. Hjúkrun sjúklinga í öndunarvél. Verki og meðferð þeirra. Hjúkrun sjúklinga með áverka og sjúkdóma í höfði. Blaðið þakkar gjörgæsludeildinni einstakt framtak og skemmtilegt samstarf. í þessu blaði birtist einnig ársskýrsla stjórnar HFÍ 1983 - fulltrúafundar 1984. Fjallað var um fulltrúafund Sam- vinnu norrænna hjúkrunarfræðinga (SSN) 1984. aðalviðfangsefni hans auk aðalfundarstarfa var „Heilbrigði öllum til handa árið 2000.“ SSN hefur 200.000 hjúkrunarfræðinga innan sinna vébanda. Síðast en ekki síst var birt ítarleg grein um „Hjúkrunarfræðingaskort- inn.“ Var her um að ræða niður- stöður úr könnun á högum hjúkrun- arfræðinga. Þar kom í ljós að hjúkr- unarfræðingar töldu ótvírætt að lág laun, mikið vinnuálagogóreglulegur vinnutími séu meginorsakir þess hve illa gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Á árinu voru jafnframt gefin út 5 fréttablöð með marg- breytilegu efni. Ritstjórn blaðsins heldur fundi mán- aðarlega. Hana skipuðu á árinu 1984: Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Ása St. Atladóttir, auk ritstjóra, sem þetta flytur. Varamaður var Sigríður Skúladóttir og hefur hún jafnframt mætt á alla fundi. Sigríður Björnsdóttir á skrifstofu HFÍ, vinnur jafnframt ýmis störf í þágu blaðsins. Við sem að „Hjúkrun“ stöndum þökkum öllum sem hlut eiga að máli gott samstarf. Þess skal að lokum getið að nú eru 2 fagblöð í undirbúningi. Er annað þeirra 60 ára afmœlisrit. Afmælið er í júní, en blaðið kemur trúlega út eitthvað síðar. Við eigum - sem sé - 60 ára gamalt fagblað, sem hóf göngu sína 1925, og skrá yfir efni þess frá 1925-1979. Vegna dugnað- ar og árvekni fjölda fólks hefur aldrei fallið niður árgangur í þessi 60 ár. Mars 1985 Ingibjörg Árnadóttir Frétt frá Droplaugarstöðum Droplaugarstaðir hafa nýlega fengið til starfa Þóru Arnfinnsdóttur, hjúkrun- arkennara, í fullt starf. Hún mun auk reglubundinnar fræðslu, leiðbeina starfsfólki á deild- unum og vinna að gerð hjúkrunaráætl- ana ásamt öðrum hjúkrunarfræðingum. Enn eru lausar stöður hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða. Viljum við því vekja athygli á stöðu- auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Sigrún Óskarsdóttir, hjúkrunarfram- kvœmdastjóri Kristbjörg Stefánsdóttir, deildarstjóri Ríkey Ríkharðsdóttir, deildarstjóri. HJÚKRUN 3~4ás - 61. árgangur 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.