Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 56

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 56
Fréttir—Fréttir—Fréttir—Fréttir Vinnuaðstada bœtt. Lyfjaherbergi Starfsadstaða cteildarritara, séð inn á vaktherbergi. Breytingar í Borgarspítalanum Það hefur lengi verið álit margra, að legudeildir Borgarspítalans væru full stórar - ætlaðar fyrir 32 sjúklinga. Deildargangarnir langir yfirferðar fyrir starfsfólkið, lítil aðstaða fyrir starfsfólk, mikið um bráðainnlagnir, - með öðrum orðum: mikið álag. En nú hefur þetta breyst. Undan- farna mánuði hefur verið unnið að ýmsum breytingum á deildunum sem miða að því að bæta vinnuað- stöðuna og minnka álagið á hjúkr- unarliðið. Breytingarnar eru tví- þættar; annars vegar breyting á skipulagi og stjórn deildanna, hins vegar breytingar á húsnæðinu. Eftir stjórn- og skipulagsbreyting- arnar eru nú tvær sjálfstæðar deildir í stað einnar áður og deild- arstjóri með hverja deild ásamt sínu starfsliði. Á hverri deild eru nú 15-16 sjúklingar í stað 32ja áður. Á deildunum hafa sérsviðin verið færð saman þannig að á hverri deild eru sjúklingar sem til- heyra sama sérsviði. Skiptingin er nú eftirfarandi: A-3 Heila- og taugaskurðlækn- ingadeild A-3 Slysalækningadeild A^l Almenn skurðlækningadeild A-4 Háls-, nef- og eyrnadeild A-5 Þvagfæraskurðlækninga- deild A-5 Almenn skurðlækningadeild A-6 Lyflækningadeild I A-6 Lyflækningadeild II Lyflækningadeild A-7, sem er ein- angrunardeild fyrir smitsjúklinga, Krabbameinslækningadeild og Lyflækningadeild E-6 sem er hjartadeild, eru enn reknar sem ein eining hvor um sig. Vinnuaðstaðan hefur verið bætt með því að stækka vaktherbergi til muna, útbúa rúmgott herbergi fyrir starfsfólk á deildinni. Sér- stakt lyfjaherbergi var tekið í notkun og er þar lyfjaskápurinn öll innrennslislyf og vökvar ásamt sterilum lager. Línherbergi var flutt í rúmgott herbergi,á A-6 voru ennfremur útbúnar góðar geymslur fyrir hjúkrunargögn. Breytingar þessar eru taldar hafa tekist mjög vel og hafa bætt starfs- andann í spítalanum. Það á síðan eftir að skila sér í langan tíma með betri hjúkrun, því það er stað- reynd að ánægður starfsmaður veitir betri þjónustu. í Borgarspítalnum er rúm fyrir 469 sjúklinga, þar af 69 á lyflækninga- deild, 97 á skurðlækningadeild, 20 á gjörgæslu- og gæsludeild, 103 á öldrunardeild, 91 á geðdeild og 89 á hjúkrunar- og endurhæfinga- deild. 50 HJÚKRUN 3-<>fa-61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.