Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 58

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 58
Fréttir Fréttir—Fréttir - Fréttir Fréttir frá félagsstjórn og framkvæmdast jórn Hjúkrunarfélags Islands Skortur á hjúkrunar- fræðingum til starfa SI. vor boðaði Ingibjörg R. Magn- úsdóttir, deildarstjóri í heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu á sinn fund aðila úr hjúkrunarstétt til að ræða hugsanlegar leiðir til úrbóta á þeim vanda sem nú er vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum til starfa. í samstarfs- hópnum áttu sæti: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deild- arstjóri og formaður Hjúkrunar- ráðs. Sigþrúður Ingimundardóttir, for- maður Hjúkrunarfélags íslands, og fulltrúi í Hjúkrunarráði. Marga Thome, dósent og fulltrúi í Hjúkrunarráði. Vigdís Magnúsdóttir, hjúkrunar- forstjóri, Landspítalanum. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkrun- arforstjóri, Borgarspítalanum. Guðrún Marteinsson, hjúkrunar- forstjóri, Landakotsspítala. Þórunn Pálsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, Kleppsspítalanum. Aðalbjörg Finnbogadóttir, for- maður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Þann 18. apríl sl. voru heilbrigðis- ráðherra sendar tillögur hópsins varðandi skort á hjúkrunarfræð- ingum til starfa. Ráðherra afhenti tillögurnar samstarfsnefnd um rekstur sjúkrahúsa er þá var skipuð. HFÍ fór þess á leit við ráð- herra með bréfi dags. 21. maí sl. að fá fulltrúa inn í nefndina, en var synjað. í stað þess voru fulltrúar úr hjúkrunarstétt boðaðir á fundi nefndarinnar þegar málefni hjúkr- unarfræðinga voru á dagskrá. Samstarfsnefndin sendi síðan heil- brigðisráðherra tillögur til úrbóta. Voru þær í mörgum atriðum sam- hljóma tillögum fyrrgreinds starfs- hóps. Með bókun við sérkjara- samninga HFÍ í júní sl. var einnig tekið á þessu máli. (Sjá Fréttablað 33, ágúst 1985). Innan HFÍ hafa þessi mál, mikið verið rædd, bæði á fundum í svæð- isdeildum, sérgreinadeildum og með stjórnendum hjúkrunarþjón- ustunnar á sjúkrahúsum höfuð- borgarsvæðisins. Félagsstjórn samþykkti á fundi sínum 21. október sl. að gangast fyrir ráð- stefnu í byrjun næsta árs þar sem „skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa“ yrði umræðuefni. Á fundi í Deild hjúkrunarfor- stjóra HFÍ, 2. nóvember sl. var sarhþykkt tillaga frá hjúkrunar- stjórn Borgarspítala unt að beina því til HFÍ og FHH að félögin standi í sameiningu að vinnudegi, ekki seinna en 19. janúar 1986, þar sem skortur á hjúkrunarfræðing- um verði til umræðu. Kjaramál í viðræðum HFÍ við ríki og Reykjavíkurborg um bókun við sérkjarasamning frá 27. júní 1985, hefur eftirfarandi verið samþykkt: „Frá 1. ágúst 1985 gildi eftirfar- andi breytingar á röðun starfsheita samkvæmt sérkjarasamningi Hjúkrunarfélags íslands og fjár- málaráðherra. Starfsheitið hjúkrunarfræðingur raðist í launaflokk 63 til loka sept- ember en 64 frá og með 1. októ- ber. Starfsheitin aðstoðardeildarstjóri og hjúkrunarkennari raðist í launaflokk 64 til loka september en launaflokk 65 frá og með 1. október. Grein 1.2 í sérkjarasamningnum taki til starfsfólks við geðhjúkrun með sama hætti og á öldrunar- deildum. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem ráðnir eru þannig að næturvaktir á sjúkradeildunt eru að minnsta kosti 60/100 fullrar vinnu (24 stundir á viku) taki laun sem deild- arstjórar ráðningartímann. Slík ráðning skal vera til að minnsta kosti þriggja ntánaða og gilda um hana venjulegar reglur að því er uppsagnarfrest varðar.“ Jafnframt var ákveðið að gera könnun á vegum fjármálaráðu- neytisins og Reykjavíkurborgar um yfirvinnu stjórnenda í hjúkr- unarstörfum. Skulu niðurstöður liggja fyrir 15. desember 1985. Menntunarmál Fulltrúafundur HFÍ haldinn 2. og 3. maí sl. samþykkti endurskoðun um menntunarmál hjúkrunar- fræðinga. (Sjá Fréttablað 32, júní 1985). Hefur verið unnið með þau mál, bæði við menntamálaráðuneytið og Háskóla íslands. Fræðslustarf félagsins er með miklum blóma og hin ýmsu námskeið, sem í boði eru, verið vel sótt. Námskeið trúnaðarmanna Haldið var námskeið dagana 27. og 28. febrúar sl. Næsta námskeið verður 25. og 26. nóvember 1985. Félagsstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að trúnaðarmanna- kerfi félagsins sé virkt, og í nánu sambandi við svæðisdeildir. Erlend málefni Fulltrúafundur SSN var haldinn á Hótel Loftleiðum 10.-12. septem- ber 1985. íslenska undirbúnings- nefndin fékk mikið lof fyrir sína vinnu og er það vel, því geysileg vinna liggur að baki slíks fundar. Nánar er sagt frá fundinum í þessu blaði og einnig Alþjóðaþingi ICN 52 HJÚKRUN 3 - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.