Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 4
TÍ MAMÓT Á fulltrúafundi HFÍ í apríl sl. var samþykkt að félagið hætti útgáfu tímaritsins HJÚKRUN og hæfi útgáfu sameiginlegs fagblaðs um hjúkrunarmál með Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Petta er því síðasta tölublað tímaritsins HJÚKR- UN í núverandi mynd. Blaðið hefur komið út óslitið frá því í júní 1925 og bar þá heitið TÍMARIT Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna. Þriggja manna ritstjórn hjúkrunarkvenna rit- stýrði fyrsta blaðinu en þær voru Guðný Jónsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir og Kristjana Guðmundsdóttir. Hjúkrunarfræðingar hafa ritstýrt tímaritinu allar götur síðan. Útgáfa tímaritsins var samþykkt á fundi Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna 24. apríl 1925. í fyrsta tölublaði segir svo: „Það kom svo greinilega fram á þeim fundi, þörf fyrir fjelagið til að gera eitthvað til þess að halda áhugamálum sínum vakandi, til þess að útbreiða þau og efla skilning á þeim, meðal þeirra sem sakir einangrunar verða að fara varhluta af þeirri örfun, sem þeir eiga kost á, sem geta komið saman, unnið saman og rætt áhugamál sín og nauðsynjamál saman, þessi ósk fjelagsins verður ekki kveðin niður og átgáfa þessa tímarits er það árrœði sem við sáum best. Þetta árrœði okkar hefir þann kost, að það er algjörlega undir okkur sjálfum komið að hverju liði það verður okkur. Tímaritið kemur til ykkar núna fáskrúðugt og fátœklegt frá hendi okkar, sem falið var að sjá um það, það kemur aðeins sem tilkynning til ykkar um það að hjer sje opin leið til þess að koma boðum og hugsunum hver til annarra. Hver einasta manneskja, sem fœst við hjúkrunarstarf verður fyrir margvíslegri reynslu sem er sjereign hennar, reynslu sem hún getur auðgað hinar starfssystur sínar af hugsjónum sem hún getur gefið, vandamálum sem hún getur á sama hátt borið undir þœr. Möguleikann til þessa hefir hingað til vantað. Nú kemur þetta tímarit, það getur bœtt úr þessu. Við eigum að skrifa það allar. Við eigum að leggja það besta af þekkingu okkar og reynslu, aftrú á máls- tað okkar og framsóknarhug. Undir því er líf þess komið. Þegar það kemur til þín fátœklegt, þá áttu að minnastþess fyrst aðþú hefir sjálf brugðistþví.” í sömu grein í þessu fyrsta tölublaði kemur fram sú stefna sem lengi vel var leitast við að fylgja þ.e. að birta ,Jrjettir af helstu merkisatburðum á sviði hjúkrunar, þýddar greinar úr merkum erlendum ritum, sem málefni okkar varða svo og boðberi eigin hugsana og áhugamála”. I þessari grein birtist mikill metnaður fyrir hönd stéttarinnar en þar segir einnig, „En þó því sje fyrst og fremst œtlað að vera okkar rit, þá vitum við, að íþví á eftir að birtast margt sem almenning varðar og ekki er rjett að einskorða við okkur. Þess vegna er það ætlunin að koma öðru hvoru úrvals greinum úr því í almenn blöð”. Ekki er orðum aukið þó sagt sé að HFI hafi sýnt þrautseigju og þolinmæði við að halda útgáfunni gangandi óslit- ið frá árinu 1925 eða í 68 ár. Þegar tímaritinu er flett má sjá hvað efst er á baugi á hverjum tíma. Að vonum eru kjara- og hagsmunamál ofarlega á baugi, t.d. var stofnaður hjálpar- og ellistyrktar- sjóður árið 1925. Á sama tíma er mikil umræða um styttingu vinnutíma og að tryggja lágmarkshvíld milli vakta. Mikil og metnaðarfull umræða um hjúkrunarmenntunina einkennir skrif tímaritsins alla tíð. Við getum tekið undir með Kristjönu Guðmunds- dóttur fyrsta ritstjóra tímaritsins þar sem hún segir í fyrsta tbl. 2. árg. árið 1926: „Þráttfyrirþað að ýms- ar torfærur kunna að verða á vegi okkar, megum við ekki leggja árar í bát, heldur rísa upp, draga fána hugsjóna okkar við hún og halda áfram“. Við viljum gera orð Kristjönu að okkar um leið og við sendum hjúkrunarfræðingum bestu kveðjur og vonumst til að stéttinni megi auðnast að gera tímaritið eins vel úr garði og kostur er. Lilja Óskarsdóttir Stefanía Sigurjónsdóttir 4 HJÚKRUN *‘2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.