Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 6
» FAGMÁL « munandi mikil milli þessara hópa. Hjá bömum sem voru ein- kennalaus höfðu 82% fjöl- skyldna náð jafnvægi 20 dögum eftir útskrift, 77% af fjölskyld- um slasaðra barna, en aðeins 35% fjölskyldna sem áttu bráð- veik börn hafði tekist að ná jafn- vægi í fjölskyldulífinu á sama tíma. Þegar líðan bráðveikra bama var athuguð aftur 30 dög- um eftir útskrift höfðu rúm 37% af hópnum ennþá einkenni. Ef tímalengd sjúkdómseinkenna er notuð sem ástæða fyrir lengd truflunar á fjölskyldulíf má ætla að fjölskyldur bráðveikra barna verði fyrir mestri röskun á fjöl- skyldujafnvægi. Niðurstöður úr rannsókn Maríu Finnsdóttur (1984) vöktu mig til umhugsunar um hvemig hjúkrunarfræðingar gætu komið þekkingu sinni betur til skila með aukinni undirbúnings- fræðslu fyrir útskrift til þess að mæta þörfum foreldra. Eins og ykkur er eflaust mörgum kunn- ugt kom fram í rannsókninni mikið ósamræmi milli upplif- unar hjúkrunarfræðinga og foreldra á hvernig fræðslu for- eldrar fengju. Flestir hjúkrunar- fræðingar eða 78,6% (bls. 26) töldu sig veita fræðslu, sérstak- lega fyrir útskrift, meðan for- eldrar töldu sig fá litla eða enga fræðslu frá hjúkrunarfræðingum, því aðeins 25% foreldra sögðust hafa fengið upplýsingar fyrir útskrift (bls. 42). Þetta vakti margar spurningar í mínum huga, sérstaklega hvað varðar þekkingu hjúkrunarfræðinga á upplifun foreldra í tengslum við sjúkrahúsvist bamanna. Niðurstaða Ogilvie (1990) sem rannsakaði upplifun for- eldra af að dvelja hjá börnum sínum á sjúkrahúsi leiðir í ljós sterka þörf foreldra fyrir skiln- ingsríkt samband við hjúkrunar- fræðinga og að samið sé um hlutverk foreldra í tengslum við umönnun bamsins. Hún mælir með frekari rannsóknum á líðan foreldra og að þörf sé á að greina hvaða aðferðir hjúkrunar- fræðinga séu vænlegar til árang- urs við að mæta fræðsluþörfum þeirra. Otterman (1988) sem rann- sakaði upplifun foreldra smá- | bama sem fóm í fyrstu skurðað- gerð á dagdeild kemst að þeirri niðurstöðu að þeir upplifa at- burðinn sem mun meiri streitu- vald heldur en heilbrigðisstarfs- fólk gerir sér grein fyrir eða skil- ur. Þó var hér um að ræða atburð sem var áætlaður fyrirfram, þ.e. sjúkdómurinn hafði áður verið greindur og aðgerð fyrirhuguð eftir ákveðinn tíma. Þessir for- eldrar höfðu því tíma til að undirbúa sig og fjölskyldu sína fyrir væntanlega aðgerð. Þegar barn er lagt inn brátt er þessi undirbúningstími ekki til staðar sem stuðlar oftast að meiri kvíða og streitu, auk þess fá foreldrar lítinn tíma til að skipuleggja hver á að sjá um börn sem heima eru og til að fá frí frá vinnu eða útvega annan aðila í sinn stað. Legutími barna á sjúkrahúsi hefur styst undanfarin 30 ár, t.d. hefur meðallegudagafjöldi í Bresku Columbiu í Kanada styst úr 9.2 dögum 1978 í 4.2 daga 1989 hjá 1-14 ára börnum (Statistics Canada). Aðferð, úrtak og gagna- söfnun — Viðfangsefni þessarar fyrir- bærafræðilegu (phenomenologi- cal) rannsóknar var að afla upp- lýsinga um upplifun og áhyggju- efni þess foreldris sem hefur aðalábyrgð á umönnun barns, sem gengið hefur í gegnum bráða aðgerð, eftir útskrift þess af sjúkrahúsi. Hugmyndafræðilegur rammi sem notaður var við rannsóknina er frá Kleinman, Eisenberg, og Good (1978) en þeir leggja á- herslu á að gerður sé greinar- munur á sjúkdómi (disease) sem er lífeðlisfræðileg truflun á starf- semi, veikindum (illness) sem er persónuleg og menningarleg viðbrögð við sjúkdómnum og sjúkleika (sickness) sem er skil- greint sem fyrirbæri er felur í sér bæði sjúkdóm og upplifun per- sónunnar sem veikist. Einnig gera höfundarnir greinarmun á þremur kerfum sem notuð eru við að sækja sér heilbrigðisþjón- ustu og felast í mismunandi að- stöðu þeirra sem leitað er til. Sumir sækja strax til þeirra sem 6 HJÚKRUN 1 'Ú93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.