Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 7
» FAGMÁL « Ferli frá röskun til jafnvægis Fasi 1 Fasi 2 Fasi 3 Aðstæður sem leiða til óöryggis Óöryggistilfinning I Aðferðir sem notaðar eru til að draga úr óöryggi ii Ná tökum á Treysta Leita eftir Taka á Forgangsraða Sinna heilbrigðis- heilbrigðis- stuðningi sig þörfum þörfum vanda- starfs- og ábyrgð veika fjölskyldu- málinn fólki upplvsingum bamsins meðlima i Aukið öryggi Mynd 1: Hugmyndafræðilegur rammi rannsóknarinnar "ffá röskun til jafnvægis" geta gefið faglegt álit (profess- ional), aðrir sækjast eftir áliti fjölskyldu, stuðningskerfis og þjóðfélags (popular), enn aðrir sækja til leikmanna (folk sector) sem felst í að leita hjálpar hjá fólki sem er ekki með faglega viðurkenningu. Þátttakendur voru valdir með tilgang rannsóknarinnar í huga (purposive sample) þar sem for- sendan var að þeir hefðu reynslu af að annast veikt barn heima eftir stutta sjúkrahúslegu (2-10 dagar). Val fjölskyldna miðaðist einnig við að foreldramir hefðu áhuga á að vera þátttakendur í rannsóknini, að barnið hefði lagst inn brátt til skurðaðgerðar og væri á aldrinum 1 mánaða til 17 ára svo nokkuð sé nefnt. Það var deildarstjóri ákveðinnar skurðdeildar á bamasjúkrahúsi í Kanada sem ræddi við þá for- eldra sem komu til greina. Hún útskýrði fyrir þeim tilgang rann- sóknarinnar og afhenti þeim upplýsingablað frá rannsak- andanum. Þeir foreldrar sem áhuga höfðu á þátttöku voru beðnir að velja hvort þeirra myndi aðallega sjá um umönn- unina eftir útskrift og urðu viðmælendur rannsakanda átta mæður á aldrinum 22-45 ára (meðalaldur 35 ár). Þessar átta fjölskyldur höfðu allar bæði móður og föður bú- andi á heimilinu, 2 fjölskyldur vom með 3 böm, 5 með 2 böm og einir foreldrar áttu einungis veika barnið. Yngsta systkinið var nýfætt en það elsta var 28 ára. Allir fjölskyldufeðurnir stunduðu fulla vinnu og sömu- leiðis fimm mæðranna, ein vann hlutavinnu en tvær voru heima- vinnandi. Meðalárstekjur fjöl- skyldnanna voru 2,5 milljónir íslenskra króna. Meðalaldur veiku barnanna var 6,6 ár og lágu þau á deildinni í 3 til 8 daga (meðaltal 4,8 dagar). Þar sem reynsla fjölskyldn- anna var svo sterklega bundin röð atburða, frá því að fyrstu einkenni hófust og þar til ein- kenni voru horfin og jafnvægi komst á fjölskyldulífið, var ekki hægt að aðskilja það sem gerðist eftir útskrift. Hannaði því höf- undur líkan sem fól í sér þetta ferli og skipti þessu tímabili nið- ur í þrjá fasa eins og sjá má á mynd 1. Fyrsti fasinn byrjar við upphaf einkenna sem leiða til þess að fjölskyldan leitar aðstoð- ar og varir frá 2 tímum til eins mánaðar. Annar fasinn er sjúkrahúslegan, þar sem með- ferð og undirbúningur fyrir útskrift á sér stað og varir í 3 - 8 daga. Þriðji fasinn felst í umönn- un eftir útskrift þar til bamið er orðið einkennalaust og fjöl- skyldulífið komið í fyrra horf eða í jafnvægi sem tók 7-90 daga. Rannsóknaráætlunin gerði ráð fyrir að fyrsta viðtalið yrði tekið viku eftir útskrift barnsins þar sem upplýsingar um fyrstu við- HJÚKRUN ‘-2/93 - 69. árgangur 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.