Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 8
» FAGMÁL « brögð við reynslu kæmi fram, en annað viðtalið yrði tekið u.þ.b. 30 dögum eftir útskrift, þar sem móðirin gæti tjáð sig um reynsl- una í heild og til að athuga hvort efnisinnihald fyrsta viðtals væri rétt túlkað. Hins vegar kom í ljós að mörg bamanna voru enn í meðferð þegar síðara viðtalið átti að fara fram. f>ar af leiðandi var ákveðið að bæta við þriðja viðtalinu (lengst liðu 3 mánuðir frá útskrift þegar það var tekið). Alls var tekið 21 viðtal og not- aður var staðlaður spumingalisti með opnum spumingum (Mun- hall&Oiler, 1986). Niðurstöður Þó reynsla þessara fjölskyldna væri mjög misjöfn eftir eðli þeirra einkenna sem börnin fengu og hversu langur aðdrag- andi sjúkrahúsvistar var áttu þær allar sameiginlegt að tímabilið einkenndist af kvíða tengt óöryggi um afdrif barnsins. Þriðjungur mæðranna vissi ekki hvað amaði að barninu þrátt fyrir að leitað hefði verið til læknis og voru ósáttar við að bíða og sjá hvort baminu hrak- aði eða batnaði. Tvær þeirra létu ekki segja sér að bíða og leituðu til bráðamóttöku sjúkrahúss. Fram kom hjá helmingi mæðr- anna að þær voru fegnar þegar ákveðið var að bamið yrði lagt { inn og kemur það heim og sam- an við niðurstöður Knafl et al. (1988) sem segja að foreldrar vilji ekki vera einir ábyrgir fyrir velferð barns sem er mikið veikt. Hins vegar tjáðu sumar mæðumar sig um að þær hefðu ekki trúað að þetta gæti verið að koma fyrir þær og sögðust hafa átt mjög bágt með að halda jafn- vægi sínu þegar bamið var lagt inn. Allar mæðumar tjáðu sig um mikilvægi góðs stuðnings t.d. frá maka, ættingjum, hjúkrunar- fræðingum, vinum og öðrum foreldrum á deildinni. Greini- lega kom fram að það voru ákveðnir álagspunktar á meðan á sjúkrahúsdvöl stóð sem voru erfiðastir þar sem stuðningur var sérstaklega nauðsynlegur, t.d. við innlögn og þegar mæður biðu eftir fréttum frá aðgerð bamsins. Eins og fram kemur á mynd 1 notuðu mæðumar marg- ar aðferðir við að minnka álagið, kvíðann og streituna. Flestar þeirra einbeittu sér að því að mæta þörfum veika bamsins og véku sér undan venjulegum heimilisskyldum, einnig van- ræktu sumar þeirra eigin þarfir til að geta gefið veika barninu allan sinn tíma. Til dæmis fannst þeim að þær hefðu ekki möguleika á að fara niður í mat- sal spítalans nema t.d. að svæfa bamið fyrst og flýta sér upp áður en bamið vaknaði. Sama var að segja um tíma til að fara í sturtu. Það kom fram hjá flestum mæðrunum að þeim fannst mik- ils virði að geta treyst hjúkxunar- fræðingunum og að fagmenn sýndu ábyrgð á trúverðugan hátt með að eyða tíma með fjöl- skyldunni og láta sig varða um líðan þeirra og áhyggjuefni. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var það afstaða flestra mæðranna að þær upp- lifðu veru sína við rúm bamsins nauðsynlega öllum stundum. Þær voru allar tilbúnar til að taka þátt í umönnun bamsins á sjúkrahúsinu, þó þeim fyndist þær stundum þurfa að vera „leystar af‘. Fjórar mæður tjáðu sig um að þeim fyndist þær vera með ábyrgð (in charge) á um- önnuninni og urðu sér úti um þær upplýsingar sem þeim fannst þær vanta. Hinar fjórar voru ekki vissar um til hvers væri ætlast af þeim á deildinni og olli þetta hlutverkaóöryggi þeim vanlíðan. Fræðsluþörfum var vel mætt að áliti flestra mæðranna, þ.e. a.s. meðan þær voru á sjúkra- húsinu. Sumar þeirra lentu í vandræðum heima og tjáðu sig um að þær hefðu vel geta þegið ýmsar upplýsingar um það sem þær þurftu fyrirsjáanlega að standa frammi fyrir eftir heim- komuna. Því sögðu þær að gott hefði verið að fá ráðgjöf hjúkr- unarfræðings eftir heimkomu. Mörgum mæðrum fannst að þær væru ekki vel undir það búnar hversu mikil truflun þetta væri fyrir fjölskyldulífið þó flestar væru mjög fegnar að komast heim. Ein þeirra sagði t.d.: „Ég hefði ekki getað haldið þetta (að vera á sjúkrahúsinu) út í einn dag í viðbóf‘. Sumar þeirra voru í vafa um hvernig þær áttu að leysa ýmis vandamál varðandi hegðun veika barnsins eða varðandi afbrýðisemi systkina. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má einnig sjá að ung systkini veikra barna á sjúkrahúsi sýna einkenni um aðskilnaðarkvíða vegna þess að móðir þeirra hverfur frá þeim og er staðsett inni á sjúkrahúsinu með veika barninu. Þarfir systkina veika barnsins voru látin sitja á hak- anum og fengu umönnun frá ýmsum aðilum og í sumum til- fellum voru þau send í pössun milli staða, þannig að þau vissu ekki hvar þau yrðu næsta dag. Þessa niðurstöðu sá ég ekki við lestur annarra rannsókna né greina um þessi mál. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar tók ferlið frá röskun fjölskyldu- lífs til þess tíma er jafnvægi var náð frá 10 -150 dögum hjá þessum fjölskyldum, sem er mun lengri tími heldur en ég átti von á. Þar af fengu fjölskyld- urnar þjónustu frá hjúkrunar- fræðingum í 3 - 8 daga (sjúkra- 8 HJÚKRUN 1_2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.