Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 9
» FAGMÁL « húslegan) því það sýndi sig að hjúkrunarfræðingar heilsugæslu- stöðva sinntu ekki heimahjúkrun barna án þess að fá beiðni frá sjúkrahúsinu sem hefði þó verið ástæða til í a.m.k. tveimur til- fellum. Fjórar mæður sögðu að þær hefðu viljað hafa hjúkrunar- fræðing á göngudeildinni þegar þær fóru með bamið í eftirlit til læknis því sumar „kunnu ekki við“ að spyrja þá um ráðlegg- ingar varðandi umönnun. Lokaorð Það má sjá að það eru margir áhrifaþættir á hvernig þörfum fjölskyldnanna er mætt allt tíma- bilið, frá því að einkenni byrja þar til jafnvægi hefur náðst í fjölskyldunni. Misskilningur og óánægja með þjónustuna skap- aðist oftast vegna mismunandi viðhorfa foreldra og fagfólks á umönnun. Til að geta veitt þjón- ustu sem fullnægir óskum/ | þörfum beggja þurfa hjúkrunar- fræðingar að taka tillit til viðhorfa foreldra og veita fjöl- skyldunni stuðning og ráðgjöf. Því væri vænlegt til árangurs að móðirin væri virkur þátttakandi í skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar eftir hennar getu og vilja. Gagnkvæm virðing þarf að ríkja milli foreldra og starfsfólks og heilbrigðisstarfsfólk þarf að sýna skilning á hlutverki for- eldra og geta sett sig í þeirra spor. Hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa hugfast að sumar mæður upplifa sjúkrahúslegu barnsins sem mikið álag sem leiðir m.a. til streitu, meðan aðrar mæður hafa reynslu af sjúkrahúsþjón- ustu og „kunna því á kerfið“ og geta bjargað sér sjálfar. Reynsla og upplifun mæðranna hefur bein áhrif á hvernig þær geta aðlagast og náð tökum á vanda- málunum. Þannig stuðla vel uppfræddar mæður að bestri mögulegri líðan hjá barni og fyrirbyggja að þær verði sjálfar útbrunnar af þreytu og streitu. Hjúkrunarfræðingar þurfa að meta þá starfshætti sem notaðir eru á deildum og athuga mark- visst hvernig hjúkrunin mætir þörfum fjölskyldna. Ein leiðin til að ná settu marki er að taka í notkun hugmyndafræði fjöl- skylduhjúkrunar því gagnkvæm- ur skilningur milli foreldra og hjúkrunarfræðinga er grunnur til að byggja á góða þjónustu og gefur barninu tækifæri til að njóta hins sterka umhyggjumátt- ar foreldranna. Á þennan hátt getur hjúkrunarmeðferð skapað jákvæð samskipti milli foreldra og stofnunar og stuðlað að markvissari árangri til að mæta þörfum fjölskyldunnar. Höfundur staifar hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Heimildir: Kleinman, A., Eisenberg, L., & Good, B. (1978). Culture, illness, and care: clinical lessons from anthropology and cross-cultural research. Annals of Internal Medicine, 88,251-258. Knafl, K. A., Cavallari, K. A., & Dixon, D. M. (1988). Pediatric hospitalization: family and nurse perspectives, (pp. 272-297). Illinois: Scott, Foresman and Company. María Finnsdóttir. (1984). Fræðsla hjúkrunarfrœðinga til ungra barna og foreldra þeirra á sjúkrahúsum í Reykjavík. Un- published thesis, University of Iceland, Reykjavík. Munhall, P. L. and Oiler, C. J. (1986). Nursing research: a qual- itative perspective. Appleton- Century-Crofts, Norwalk, Connec- ticut. Ogilvie, L. (1990). Hospitali- zation of children for surgery: the parents' view. Children’s Health Care, 19(1), 49-56. Otterman, P.J. (1988). The post day care surgery experience for parents of toddlers and pre- schoolers. Unpublished master’s thesis. University of British Columbia, Vancouver, B.C. Sólfríður Guðmundsdóttir. (1992). Mothers’ experiences of caringfor their child at home foll- owing an acute surgical proce- dure. Unpublished master’s thesis. University of British Columbia, Vancouver, B.C. Statistics Canada. Statistics of hospital cases: Discharged. Pro- vince ofBritish Columbia, Ministry ofHealth. HJÚKRUN !-2/93 - 69. árgangur 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.