Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 14
» FAGMÁL « þróa þekkingu til viðhalds brjóstagjafar >3 mánuði og mynda hugmyndafræðilega eina heild (Thome, 1986). í greininni er tilgreint ártal könnunar sem vitnað er í hverju sinni, en ekki verður endurtekin tilvitnun í höfund í hvert skipti. Sagt verður frá ýmsum niður- stöðum sem geta skýrt þróunina og aukið skilning á ferli brjósta- gjafar. Þróun á tíðni brjósta- gjafar í Reykjavík Tafla I sýnir tíðni brjóstagjaf- ar á fimm ára tímabilum frá 1970 til 1990. Tíðnin var yfir 90% árið 1970 og lækkaði í 78% árið 1974. Eftir það jókst hún á ný og var hæst árið 1991 eða 97%. Aukning á tíðni er því 10% á tveimur áratugum. Af því má álíta að nær allar konur í Reykjavík hafi byrjað með bam sitt á brjósti síðastliðna tvo áratugi. Það er háð viðhorfum kvenna, hvort byrja eigi með brjósta- eða pelagjöf. Viðhorf nær alla kvenna í Reykjavík hlýtur því að vera það „að rétt sé að gefa nýfæddu barni brjóst“. Skv. könnun höfundar frá 1981 hafa þær konur, sem geta ekki haft bam á brjósti, ástæður sem vega þungt. Dæmi um það eru erfið reynsla við fyrri brjósta- gjafir, skert heilsufar móður eða barns eða inngrip við fæðingu, sem gerir brjóstagjöfina erfiða. Þróun á tímalengd brjóstagjafar í Reykjavík Tafla 2 sýnir þróun á tíma- lengd brjóstagjafar lengur en í 3 mánuði frá árinu 1973. Það ár em í fyrsta sinn tilgreindar tölur um brjóstagjöf í þrjá mánuði í ársskýrslum. Áður voru tölur reiknaðar fyrir tveggja og fjög- urra mánaða tímabil. Fram kem- ur að brjóstagjöf lengur en í 3 mánuði hefur aukist frá tæplega 16% árið 1973 til 78% árið 1991. Á tímabilinu frá 1973- 1985 fjölgaði þeim bömum, sem voru á brjósti lengur en í þrjá mánuði árlega. Hún stóð síðan í stað í þrjú ár, hækkaði aftur í tvö ár, minnkaði um 7% árið 1990 og hélt síðan áfram að hækka á ný. Þrátt fyrir smávægilegar sveiflur í þróun, má álykta að sífellt fleiri börn hafi verið á brjósti lengur en í þrjá mánuði frá 1973. Konur hafa því haft böm sín á brjósti í sífellt lengri tíma sl. tvo áratugi sem er í raun byltingarkennd breyting. Þróun á tímalengd brjóstagjafar skipt eftir hverfum/heilsugœslu- umdœmum Reykjavíkur Tafla 3 sýnir tímalengd bama á brjósti lengur en í þrjá mánuði, skipt eftir hverfum/heilsugæslu- umdæmum Reykjavíkur frá árinu 1986-91. Eingöngu heilsu- gæslustöðvar, sem voru starf- andi á þessu 6 ára tímabili vom athugaðar til að fá samanburð yfir nokkur ár. Athugunin var gerð til að sannprófa reynslu nokkurra heilsugæsluhjúkrunar- fræðinga, sem töldu tímalengd brjóstagjafar háða því í hvaða hverfi fólk byggi. Á töflunum sést að reynsla hjúkrunarfræð- inga hefur við rök að styðjast. Til ársins 1986 var talsvert mis- jafnt eftir hverfum/heilsugæslu- umdæmum Reykjavíkur hve lengi börn voru höfð á brjósti. Árið 1986 voru minnst 38% og mest 93% bama á brjósti lengur en í 3 mánuði í sex hverfum. Bilið milli hverfa, sem áttu stysta og lengsta tímabil brjósta- gjafar var því 55% það ár. Athygli vekur að í öllum hverf- um verður tíðnibreyting á sex árum, bæði til aukningar og styttingar tímans sem börn eru höfð á brjósti. Breytingin er Tafla HI Tíðni barna á brjósti >3 mánuði eftir hverfum/heilsugæsluumdæmum Reykjavíkur frá 1986-1991 i i i ii r i. n. in. iv. v. vi. vn. Hverfi/Heilsugæsluumdæmi Reykjavíkur 14 HJÚKRUN 1 '2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.