Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 15
» FAGMÁL « Tafla IV Flokkun þátta, sem draga úr líkum brjóstagjatar í þrjá mánuði og lengur. Félagslegir Heilsufarslegir Líffræðilegar Reynsla Vinna utan heimilis. Alvarleg veikindi: Ófullnægjandi mjólkur- Fyrri bijóstagjafir fyrir 3. mánuð. móður framleiðsla fyrstu viku. styttri en í 3 mánuð. Próftaka fyrir 3. mánuð. nýburans Ábótargjöf frá fyrstu viku * Erfið reynsla við Þungt heimili. annarra fjölskyldumeðlima. Vandamál við bijóst/ fyrri bijóstagjafu. Erfiður Qárhagur. Ahyggjurmóður vegna geirvörtur í fyrstu viku*. Tíðar ábótagjafir við fyrri Óöryggi í húsnæðismálum. heilsufars annarra nákominna. Fjölburafæðing. bijóstagjafir fyrir 3 mán. Búferlaflutningar. Aðskilnaður móður og bams Bijóstaminnkunaraðgerð. vegna veikinda £4 daga. Grunnskóla/ gagnffæða- próf eingöngu* Einstæð * Frumbyija * Þekking Litla, sem enga þekkingu um bijóstamjólk/gjöf. Sjálfsmat: get U'tið, sem ekkeit gert sjálf til að viðhalda bijóstagjöfmna. Ekki sótt námskeið f foreldrafræðslu eða lesið sér til*. Ákvörðun um bijóstagjöf á seinna misseri meðgöngutímans*. Ófullnægjandi tækni til að bamið nái geirvörtunni*. *p <.05 (chi square) oftast innan við 20%. Mesta breyting í einu hverfi, var hækkun úr 38% í 76% tíðni á aðeins einu ári. Taflan sýnir að í nær öllum hverfum er það orðið að veruleika árið 1991 að u.þ.b. 70% barna séu höfð á brjósti í þrjá mánuði og lengur. Tíðni- sveiflur í tímalengd brjóstagjafar á stöku heilsugæslustöðvum gætu átt sér stað við eftirtaldar breytingar: Stækkun eða minnk- un heilsugæsluumdæmis, breyt- ingar á félagslegum einnkennum hverfisbúa, mannaskipti á heilsugæslustöðvum, svo sem fjölgun eða fækkun stöðugilda og margt fleira. Breytingar á menntun og áhuga starfsfólks á næringu ungbarna, breytingar á starfsaðferðum eða á heil- brigðisfræðslu og ýmislegt fleira getur einnig haft mikil áhrif á þróun brjóstagjafar í hverfum. Mislöng meðaltímalengd brjóstagjafar á milli hverfa Reykjavíkur skýrist að einhverju leyti af misjöfnum félagslegum einkennum hverfisbúa, sem hafa áhrif á allt líf fólks og þar á meðal á brjóstagjöfina. Hverfi Reykjavíkur mynda „félagslegt landslag“ (Bjarni Reynarsson, 1976) sem kemur fram í félagslegum einkennum fólks. Þar má t.d. nefna aldur, mennt- un, tekjur, húsrými og atvinnu. í sumum hverfum búa hlutfalls- lega barnmargar, ungar fjöl- skyldur í litlu húsnæði og með litlar tekjur. Foreldrar í þeim hverfum hafa margir hverjir stutta skólagöngu eða hafa enn ekki lokið henni. Önnur hverfi einkennast hins vegar af rúmu húsnæði fólks, lágu hlutfalli bama, eldri mæðrum, foreldrum með langa skólagöngu, tiltölu- lega háum tekjum o.s.frv. Þætt- irnir eru oftast samtengdir; t.d. eru yngri mæður með fyrsta barn sjaldnar í sambúð og skólagöngu þeirra er oftar ólokið. Sjaldan veldur einn stakur þáttur því að konur hætti snemma með barn á brjósti. Samvirkni þáttanna er oftast að verki. Þar sem félagsleg einken- ni fólks í hverfum Reykjavíkur eru misjafnlega dreifð má gera ráð fyrir að félagsleg einkenni varðandi hverfi Reykjavíkur endurspegli landið í heild, þar sem félagsleg einkenni eru mis- jafnlega dreifð í öllum byggð- um. Ályktað er af þróuninni sem hefur orðið á tímalengd brjósta- gjafar í Reykjavík að flestar mæður, óháð félagslegri stöðu sinni, skilji að kostir brjósta- mjólkur séu m.a. háðir þeirri tímalengd, sem barn er haft á brjósti og að brjóstagjöf í þrjá mánuði og lengur sé æskilegri en styttri tími til að nýta heilsu- farslega kosti brjóstamjólkur fyrir ungbamið. Þróunin bendir til þess að störf sængurkvenna- deildar og heilsugæslustöðvar til eflingar brjóstagjafar skili sér í lengri brjóstagjöf til ungbarna. Enda hafa kannanir sýnt fram á að flestallt sem er gert skynsam- lega til að efla tímalengd brjósta- gjafar ber árangur (Winnicoff & Baer, 1980). Hér á eftir verða ræddir ýmsir þættir sem gætu hugsanlega haft áhrif á það hversu lengi brjóstagjöf varir. SAMFÉLA GSLEGIR ÞÆTTIR Tvær samfélagslegar breyt- ingar, sem áttu sér stað á íslandi á meðan tími brjóstagjafar lengdist, gætu hugsanlega hafa haft einhver áhrif á þróunina: Aukin og bætt heilbrigðis- þjónusta í fyrsta lagi má benda á upp- byggingu heilsugæslustöðva í Reykjavík í kjölfar laga um heil- brigðisþjónustu frá 1974. Fyrsta heilsugæslustöð í Reykjavík var HJÚKRUN 1 *2/93 - 69. árgangur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.