Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 36
» FAGMÁL « sinna þeim. Það þýðir þó ekki að við getum verið án deildar- stjórans. Auk allrar venjulegrar stjórnunar á deildinni fær deil- darstjórinn nýtt hlutverk. Hann verður að hafa yfirsýn yfir hjúkrunina og störf hjúkrunar- fræðinganna, fylgjast með hvort þeir valdi hinu nýja hlutverki sínu og vera leiðbeinandi og styðjandi þegar þörf er á. Deildarstjórinn getur líka átt sína ákveðnu sjúklinga, tekið þannig beinan þátt í hjúkruninni og verið fyrirmynd hjúkrunar- fræðinganna. Hvernig deildar- stjórinn vinnur ræðst þó af skipulagi og aðstæðum á hverri deild. Dagleg vinnutilhögun Allir sjúklingar sem leggjast inn á deildina fá sinn hjúkrunar- fræðing og sinn sjúkraliða, hvort sem um stutta eða langa legu er að ræða. Hver hjúkrunarfræð- ingur getur haft um 3 til 5 sjúkl- inga eftir aðstæðum og vinnu- hlutfalli. Á 13-G er miðað við að viðkomandi þurfi að vera í minnst 60% vinnu til að geta „átt“ sjúkling. Betra væri að hafa 80% vinnu sem lágmark, en vegna mikils fjölda hlutavinnu- fólks og aðstæðna á deildinni var 60% vinnuhlutfall látið ráða. Þeir sem eru í minni vinnu eiga ekki sína ákveðnu sjúklinga, en vinna þó alltaf með sama sjúkl- ingahópinn. Deildinni er skipt í tvennt með 11 og 12 sjúklinga í hvorum hluta og hver starfs- maður tilheyrir síðan öðrum hvorum hluta deildarinnar. Þannig liggja sjúklingar manns að öllu jöfnu á sama hluta deild- arinnar. Þetta er fyrst og fremst hagræðingaratriði og auðveldar skipulag vinnunnar. Á vaktherberginu er stór tafla uppi á vegg, þar sem skráð eru nöfn allra sjúklinganna, hvar þeir liggja, hver er læknir þeirra, hver er hjúkrunarfræðingur og sjúkraliði og hverjir sjá um hjúkrun þeirra hvem dag (mynd 3). Næst á eftir hjúkmnarferlinu er þessi tafla okkar annað aðal- hjálpartæki við skipulag vinn- unnar. Þar geta allir sem á þurfa að halda séð í einni svipan hvar hver sjúklingur liggur og hvaða hjúkrunarfólk sinnir og ber ábyrgð á hjúkrun hans. Kostir og gallar við ein- staklingshœfða hjúkrun Á þeim þrjátíu ámm sem ein- staklingshæfð hjúkrun hefur verið í þróun hefur hún tekið miklum breytingum. Við hér á Landspítalanum leggjum áherslu á samvinnu og stuðning hópsins við hjúkmnina og höfum þannig reynt að aðlaga hugmyndafræði einstaklingshæfðrar hjúkrunar að því skipulagi og þeim starfs- kröftum sem við höfum. Reynt að draga fram kostina og minnka áhrif ókostanna. Fyrir mér eru kostir einstakl- ingshæfðrar hjúkrunar ótvíræðir. ÞAÐ SEM VIÐ Á 13-G ÆTLUM AÐ NÁ VIÐ EINSTAKLINGSHÆFÐA HJÚKRUN Fyrir sjúklingana: Betri hjúkrun - ánægðari sjúklingar Hjúkrunin verði samfelldari og markvissari. Öryggistilfinning sjúklinga og aðstandenda þeirra aukist. Sjúklingurinn þekki þá sem hjúkra honum og viti hvert hann getur leitað með vandamál sín og taki meiri þátt í hjúkrun sinni. Aðstandendur þekki þá sem hjúkra þeirra nánustu. Betri fræðsla og upplýsingar til sjúklinga og aðstandenda þeirra og aðstandendum gefinn kostur á að taka þátt í hjúkruninni. Útskriftaráætlanir verði nákvæmari og markvissari og í samráði við sjúkling og aðstandendur. Fyrir hjúkrunarfólkið: Aukin starfsánægja Kynnist betur sjúklingum sínum og vandamálum þeirra, getur því betur sinnt hjúkrun þeirra og séð hvort hugmyndir okkar og aðferðir eru til gagns. Meira öryggi í vinnunni, þar sem hjúkrunarfólkið þekkir vel sína sjúklinga, þarfir þeirra og hefur tíma fyrir þá. Tækifæri til að vaxa sem sjálfstæður hjúkrunarfræðingur, nýta betur þekkingu sína og auka hana. Sjúkraliðarnir þekki og noti hjúkrunarferlið við vinnu sína. Bætt samvinna lækna og hjúkrunarfólks til hagsbóta fyrir sjúklingana. Fyrir deildina: Gæði hjúkrunarinnar aukast. Hróður deildarinnar vex út á við. Deildin verður eftirsóttur vinnustaður vegna góðrar hjúkrunar og skemmtilegs starfsanda. Mynd l 36 HJÚKRUN '-2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.