Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 40

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 40
Ólafía Sigurjónsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingar Kvíði sjúklinga sem fara í aðgerð og fræðsla til þeirra Inngangur Flestir sjúklingar fyllast kvíða við tilhugsunina um að leggjast inn á sjúkrahús og ekki síst þeir sem þurfa að gang- ast undir aðgerð. Það er því mikilvœgt fyrir okkur hjúkrunarfræðinga að hafa þekkingu og skiln- ing á kvíða, einkennum hans, afleiðingum og hugsanlegum leiðum til að draga úr kvíða. Greinin skiptist í þrjá meginþœtti; kvíða, fræðslu og hjúkrun á skurðstofu. Almennt um kvíða Það eru til margar kenningar um kvíða. Menn geta greint á milli sálræns, félagslegs og lífeðlisfræðilegs kvíða, en engin af þessum hugmyndum getur skýrt kvíða á fullnægjandi hátt, hvorki hvernig hann myndast, né hvaða meðferð er hentugust. Hvað er kvíði? Við kvíða gerast ýmsar breyt- ingar á líkamsstarfseminni. Talið er að flest líffæri verði fyrir á- hrifum. Helstu líkamleg ein- .1 -v^ i K.i' | Jrv;i kenni kvíða eru aukinn púls, hækkaður blóðþrýstingur, þyngri og hraðari hjartsláttur, hröð öndun og sumir eiga erfitt með andardrátt. Önnur algeng ein- kenni eru sviti, svimi, þurr munnur, kökkur í hálsi, doði í handleggjum og fótum, óeðlileg hita- og kuldatilfinning, skjálfti í líkamanum, sérstaklega útlimum og titrandi rödd. Velgja, uppköst og óþægindi í maga eru einnig algeng kvíðaeinkenni (Rosen- berg & Rosenberg, 1989, Atkin- son & Kohn, 1986). Kvíði hefur áhrif á allan líkamann og stundum er líkams- ástandið mest áberandi. Vægur kvíði getur þó verkað örvandi, ef menn hafa vald á aðstæðunum. Kvíði hefur verið skilgreindur í stig sem segir til um hvað ein- staklingurinn gerir. Lág eða mild kvíðastig eru talin auka fram- kvæmdasemi einstaklinga og örva skilning þeirra á umhverf- inu. Sagt er að skynsemi og skil- merkileg hugsun hefjist á þessu stigi. En miðlungsstig kvíða er talið þrengja skilningssvið ein- staklinga og snúast meira um það sem er að gerast á augna- blikinu. Mikill kvíði getur aftur á móti minnkað hæfileika ein- staklinga til að hugsa rökrétt og þrengt sjónarsvið þeirra. Rökrétt hugsun er talin dvína með vax- andi kvíða. Kvíðinn einstakling- ur er upptekinn af sjálfum sér frekar en ytri aðstæðum. Sagt er að einstaklingurinn finni fyrir kvíða þegar hann er ekki fær um að skilja aðstæður og því ekki fær um að stjórna viðburðum. Þetta veldur van- máttartilfinningu og vanmáttur er ein aðalorsök kvíða (Boore, 1977). Eðlilegur kx’íði Þegar kvíði er viðbragð við raunverulegri hættu er talað um eðlilegan kvíða. Eðlilegur kvíði er gagnlegt viðbragð við breyt- ingum á ytra umhverfi manns- ins. Þetta geta verið hættulegar aðstæður eða ný og óþekkt atriði í umhverfinu eins og t.d. skurð- aðgerð. Rannsóknir hafa sýnt að það er samhengi milli örvandi ytri áhrifa og innri virkni líkam- ans (Rosenberg & Rosenberg, 1989). Það eru engin skýr mörk 40 HJÚKRUN '"2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.