Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 64

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 64
» FRETTIR « Minningargjöf í janúar sl. lést Jóhanna Kjartansdóttir röntgen- hjúkrunarfræðingur. Hún var til margra ára hjúkr- unarstjóri röntgendeildar Landspítala og fyrsti formaður deildar röntgenhjúkrunarfræðinga. I virðingaskyni við minningu Jóhönnu gáfu holl- systur hennar úr Hjúkrunarskóla Islands félaginu mynd sem er eftir listakonuna Jónínu Magnús- dóttur (Ninný). Myndin ber heitið „Bið“. Samstarfshópur um málefni er varða brjóstagjöf Brjóstið er best Eins og allir vita er brjóstamjólkin besta nær- ingin fyrir nýfædda bamið og oftast þarf það ekki aðra næringu fyrstu 4-6 mánuðina. Arið 1990 setti ráðgjafahópur um brjóstagjöf á vegum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar fram tillögur um hvemig vinna mætti að málefnum brjóstagjafar á tíunda áratugnum. Gildir þetta aðallega um fræðslu, kennslu og ráðgjöf varðandi brjóstagjöf fyrir leika og lærða. I skýrslu ráðgjafahópsins segir að brjóstagjöf hafi verið á undanhaldi og þurrmjólkumeysla hafi aukist. Þetta megi m.a. rekja til þess að heil- brigðisstéttir hafi ekki stutt brjóstagjöf nægilega og þær vanti þekkingu og færni til að leiðbeina og gefa konum með bam á brjósti ráð. Þar að auki hafi fagfólk ekki skilning á þörfum mjólkandi mæðra. Á þetta við um íslenskar aðstæður? Full ástæða er til að reyna að svara þeirri spumingu. I tengslum við vikuna L-7. ágúst á síðastliðnu ári sem Al- þjóðasamtökin WABA (World Alliance for Breastfeeding Action) helguðu brjóstagjöf, stofnaði hópur ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á kvenna- deild Landspítalans samstarfshóp um málefni brjóstagjafar. Tilgangurinn með stofnun hópsins er m.a.: - að svara spurningunni að ofan, - að safna upplýs- ingum um brjóstagjöf á einn stað, - auka möguleika á að afla sér fróðleiks t.d. með ákveðinni miðstöð fyrir brjóstagjöf, - vinna almennt að málefnum brjóstagjafar í landinu, þar með talið að stuðla að símenntun varðandi brjóstagjöf, - fylgjast með hvernig fræðslu um brjóstagjöf er háttað í námi heilbrigðisstétta, - hvetja til rannsókna - og vera vakandi fyrir umhverfissjónarmiðum og ákvörð- unum stjómvalda sem gætu haft áhrif á brjóstagjöf. I hópnum em fulltrúar hinna ýmsu stofnana sem láta sjá sig brjóstagjöf varða. Þeir eru: forsvars- maður hópsins Ólöf Ásta Ólafsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri á kvennadeild Landspítalans, Anna Björg Aradótiir yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu, Dagný Zoéga hjúkrunar- fræðingur og hjálparmóðir hjá Bamamál, Elínborg Jónsdóttir, yfirljósmóðir á Fæðingarheimili Reykjavíkur, Hanna Antoníusdóttir aðstoðardeild- arstjóri á sængurkvennadeild 22-B á kvennadeild Landspítalans, Hjördís Guðbjömsdóttir hjúkrunar- deildarstjóri barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og Marga Thome dósent í námsbraut í hjúkrunarfræði Háskóla íslands. Meðlimir hópsins telja einnig nauðsynlegt að koma á ákveðinni skriflegri stefnumörkun varðandi brjóstagjöf í landinu. Mikilvægt er að góð sam- vinna sé fyrir hendi milli faghópa og að fræðsla og ráðgjöf varðandi brjóstagjöf sé samræmd. Bæði milli faghópa og áhugafólks um brjóstagjöf. í vetur hefur þessi hópur hist um það bil einu sinni í mánuði. Hlutverk og starfsemi hefur verið 64 HJÚKRUN 1 "2/93 - 69. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.