Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 65

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1993, Blaðsíða 65
» FRÉTTIR « að þróast. Meðlimir hans hafa tekið þátt í eða stuðlað að ýmsum verkefnum tengdum brjóstagjöf. I byrjun ársins var námskeið um brjóstagjöf haldið fyrir ljósmæður og annað fagfólk hjúkrunar á kvennadeild Landspítalans. Sams konar námskeið var einnig haldið nú í apríl á vegum Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur fyrir hjúkrunarfræð- inga og ljósmæður í ungbama- og mæðravemd. Til að geta kannað hversu lengi íslenskar konur hafa böm sín á brjósti verður sérstök ársskýrsla um brjóstagjöf gerð fyrir árið 1993. Þar með er skrán- ing m.a. um lengd brjóstagjafar samræmd fyrir landið allt. Mörg verkefni eru framundan, s.s. nokkurra daga námskeið næsta haust fyrir allt heil- brigðisfagfólk sem hefur áhuga á málefnum brjóstagjafar. Vonandi verður áframhaldandi vinna hópsins að málefnum brjóstagjafar á íslandi til að bæta þekkingu og fæmi heilbrigðisfagfólks og áhuga- fólks um brjóstagjöf, við að aðstoða og auðvelda mæðmm að hafa böm sín á brjósti. Þeir sem hafa áhuga á málefninu og gætu hugsað sér að taka þátt í þessari vinnu hafi endilega samband við einhverja úr hópnum. ÓlöfÁsta Ólafsdóttir. Vin - hús Rauða Kross íslands Athvarf fyrir geðsjúka í framkvæmdaáætlun Rauða Kross íslands fyrir tímabilið 1990-2001 kemur m.a. fram að hreyfing- in ætli að beita sér fyrir bættum hag þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Geðsjúkir teljast til þessa hóps. Vin, athvarf fyrir geðsjúka, að Hverfis- götu 47 var svo opnað 8. febrúar 1993, en undir- búningurinn hafði þá staðið í rúmt ár. Sá hópur geðsjúkra sem höfðað er til eru þeir sem em að útskrifast af geðdeildum og/eða eru í tengslum við meðferðaraðila sína á einn eða annan hátt, öðrum er þó ekki vísað frá. Markmiðið er að veita þessum einstaklingum stuðning úti í þjóðfélaginu, vinna forvamarstarf og reyna þannig að draga úr veikindatímabilum og endurteknum innlögnum. Athvarfið er ekki meðferðarstofnun, en einstaklingar geta nýtt sér þá starfsemi sem þar er, komið fram með óskir og hugmyndir varðandi hana og þannig tekið þátt í þróun hennar. Athvarfið er opið á daginn kl. 9:30-16:30. í boði er margvísleg virkni sem fólk hefur greiðan aðgang að og má þar nefna myndlist, tónlist, matseld, útivist og fyrirlestra, farið hefur verið í bíó og í leikhús. Gestir hafa aðgang að baði og sauna, einn- ig getur fólk komið með þvott og þvegið. Lagt er upp úr því að þetta sé ekki eingöngu verustaður og er fólk virkjað til þátttöku, allt eftir hæfni og getu hvers og eins. Öll virkni miðar að því að efla sjálfs- bjargargetu einstaklingsins. Flestir gestanna sækj- ast fyrst og fremst eftir félagsskap og spjalli, einnig að geta rætt sín mál og fengið ráðgjöf og stuðning. í hádeginu er seldur heitur matur á kostnað- arverði, sem gestir sjá um að elda með leiðsögn, ef með þarf. Fjöldi matargesta hefur farið vaxandi frá því opnað var og eru þeir nú 12-15 á dag. Gesta- komur á viku eru um 100 og frá upphafi hafa komið um 160 einstaklingar í athvarfið. Rauði Krossinn hefur ákveðið að þetta verði tilraunastarfsemi til eins árs, en þá endurskoðuð með tilliti til áframhaldsins. Það er óhætt að segja að starfsemin hafi farið vel af stað og raunar gengið vonum framar. Gestir hússins eru ánægðir og það skiptir mestu máli. í Svíþjóð þar sem nokkur reynsla er komin á starfsemi sem þessa hefur það sýnt sig að fólk sem nýtir sér hana er almennt í betra jafnvægi. Endurteknum innlögnum á geðdeildir fækkar sem er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið í heild, ekki síður en fyrir einstaklinginn. Það er okkar von að sú verði einnig raunin hér. Fríða Eyjólfsdóttir hjúkrunarfrœðingur og forstöðumaður Vinjar. Phenylketonuria - landsþing í Bretlandi Árlegt landsþing PKU-félagsins í Bretlandi var haldið í Blackpool síðustu helgina í mars sl. HJÚKRUN 1 '2/93 - 69. árgangur 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.