Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 02.06.1993, Blaðsíða 8
HJÁLPADl! ÞÉR SJÁLFIIR I Hjúkrunarkvennabla&inu 4. tölu- blabi 1949 birtist eftirfarandi grein eftir Þorbjörgu Arnadóttur hjúkrunarkonu. Hinn 1. nóvember sl. tók til starfa ný matstofa á Land- spítalanum, og er hún með nokkru öðru sniði en tíðkast hefur á sjúkrahúsum hér á landi, þó að slíkar matstofur séu algengar á sjúkrastofnunum erlendis. Við hina nýju matstofu er notuð nokkurs konar, Hjálpaðu-þér-sjálfur að- ferð. Ungfrú Sigríður Backmann, forstöðukona Hjúkrunarkvennaskóla íslands bauð mér nýlega að snæða með sér hádegis- verð í hinni nýju mat- stofu, og mun ég nú reyna að lýsa því er fyrir augu og eyru bar. Við gengum upp á aðra hæð sjúkrahússins og snérum inn eftir ganginum til vinstri handar. Við enda gangsins lukum við upp dyrum að snyrtistofunni, þar sem við lögðum af okkur yfirhafnirnar og lauguðum hendur okkar. Síðan gengum við í mat- stofuna, og varð þá fyrst fyrir okkur langt borð til vinstri við inngöngudyrnar. Við þann enda borðsins er næst okkur var stóðu staflar af diskum og mataráhöldum, og hjálpuðum við okkur sjálfar með áhöld þau er við hugðumst nota þurfa við máltíðina. Þá mjökuðum við okkur innar eftir borðinu, og stóðu tvær ungar og ljósklæddar framreiðslukonur fyrir innan borðið og skömmtuðu á disk- ana hinum holla og góða þjóðarrétt okkar þorskinn, nýsoðinn, heitan og ljúffengan, afurð sjávarútvegsins okkar. Datt mér þá í hug það sem gamla konan sagði við mig forðum: „Það er ekkert eins gott eins og lifruð soðning." Við hliðina á þorskinum lögðum við sjóðheitar kartöflur og helltum yfir nýbráð- inni tólg úr íslenzku afréttarfé, landbúnaðarafurðin okkar. Við liðum hægt innar eftir gólfinu með matardiskana í hönd- unum, báðar margæfðar í því að bera þess konar ílát til sjúklinga, án þess að gusa niður. Innarlega í hinni björtu og vistlegu stofu lcomum við auga á autt borð. Lögðum við þar frá okkur byrði okkar og settumst að snæðingi. Að fiskinum loknum fórum við aftur upp að langborð- inu og sóttum okkur mjólkurvellinginn, land- búnaðarframleiðslu okkar, og stráðum óspart kanel og sylcri yfir, því hvort tveggja var óskammtað. Nú var ég nokkuð farin að seðjast og leit ég því út- undan mér á milli spæn- anna. Sá ég þá að flest hinna fjögurra manna borða voru skipuð lconum og körlum. Gat þar að líta hvítklæddar hjúkrunarkonur með kappa á höfði, hjúkrunarnema og ljósmæðraefni í bláum kjólum með hvítar svuntur, snoturlega klæddar starfsstúlkur og götubúnar ungmeyjar er ég gizkaði á að mundu vera í fríi. Karlar þeir er þarna sátu voru klæddir hvítum starfsfötum eða venjulegum jakka- fötum, og gat ég mér til að hér mundu komnir vera læknanemar og annað karlastarfslið sjúkra- hússins, enda skýrði ungfrú Backmann mér nú frá því að starfslið allra deilda sjúkrahússins neytti fæðu sinnar á hinni nýju matstofu." Síðan segir hún: „Að loknum vellingnum gengum við enn á ný upp að langborðinu og fengum okkur vel úti látið kaffi í stórum bollum. Og nú var ég orðin svo södd að ég gat farið að líta í kring- um mig fyrir alvöru. Ég mjakaði mér ánægjulega til á bleikrauðri bólstraðri stólsetunni og renndi augunum til kaffibollans sem stóð á gljáhállri brúnhvítri platstik- borðplötunni og hin margæfða auga mitt í athugun sjúkraborða- þvotta sá strax hve létt myndi vera að strjúka af slíkum plötum er matargestir væru upp staðnir. Ég renndi augunum áfram í áttina til hinna draumfögru geisla skamm- degissólarinnar, sem smeygðu sér framhjá rósofnum gluggatjöldun- um. Engin ös var í matstofunni, og enginn hávaði. Sjálfshjálpin gekk eins og í sögu, og var ánægjusvipur á öllum matargest- um, enda var mér sagt að starfslið allt væri mjög ánægt með ný- breytni þessa." Að lokum segir Þorbjörg: „Það er því góð ástæða til þess að óska starfsliði Landspítalans til ham- ingju með nýbreytni þá er hér hef- ur verið lýst, og getur þessi,Hjálp- aðu-þér-sjálfur aðferð orðið öðrum sjúkrahúsum til fyrirmyndar bæði hér í bæ og annars staðar á land- inu." L.Ó. og S.S. tóku saman. Hönnun aukablaðs Höskuldur Harri Gylfason 8 Hjúkrun aukablað með sýnishorni af efni blaðsins fyrstu áratugina

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.