Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 sem koma fram í næsta aldurshópi fyrir ofan því hlutfallið er reiknað út frá fjölda þeirra sem hafa haft kynmök í hverjum aldurshópi fyrir sig. Adferdir vid kynmök Meirihluti svarenda eða 65% hafa haft munn- mök og tæplega 21% svarenda hafa fengið sæði í munn við munnmök. (Spurning 31: Hefur þú haft munnmök? Ef já, hefur þú fengið sœði í munn? Munnmök voru skilgreind sem: „munngælur við kyn- fieri rekkjunautar). Fleiri konur (35,9%) en karlar (3,4%) hafa fengið sæði í munn við munnmök. Flestir þeirra sem fengið hafa sæði í munn við munnmök eru konur á aldrinum 20-34 ára sem sýna gagnkynhneigða hegðun. Meðal svarenda hafa 16% haft mök í endaþarm, álíka margar konur (16,3%) og karlar (16,2%). (I spurningu 33 var spurt: Hefur þú ein- hvern tímann hafi endaþarmsmök? Ef já, hefur þú einhvern tímann fengið sæði inn í endaþarm? I orða- lista voru endaþarmskynmök skilgreind sem: „kynmök 12 einstaklinga af sama eða gagnstœðu kyni þar sem lim- ur fer inn í endaþarm'). Tæplega 10% kvenna en 2,0% karla hafa fengið sæði í endaþarm við sam- farir í endaþarm. Kynsjúkdómasmit Niðurstöður, sem birtar eru í töflu 3a, sýna að 20% úrtaksins telja sig hafa smitast einu sinni af kynsjúkdómi en 6,8% telja sig hafa smitast tvisvar eða oftar af kynsjúkdómi. Tafla 3a. Hlutfall þeirra sem hafa smitast af kynsjúkdómi Allir % Karlar % Konur % Hafa aldrei smitast 73,1 70,2 75,6 Hafa smitast af einum kynsjúkdómi 20,1 20,4 19,8 Hafa smitast af tveimur kynsjúkdómum 6,8 9,3 4,7 Fjöldi 966 450 516 í töflu 3b kemur fram að meðal þeirra sem hafa smitast einu sinni af kynsjúkdómi er tíðnin mest hjá ungu fólki á aldrinum 25-29 eða 36,5%. Tafla 3b. Hlutfall þeirra sem hafa smitast af kynsjúkdómi eftir aldurshópi 16-19 20-24 25-29 30-34 35-3940-44 45-4950-60 ára, ára, ára, ára, ára, ára, ára, ára, % % % % % % % % Hafa aidrei smitast Hafa smitast af 85,1 78,0 53,8 71,1 71,2 73,3 81,8 81,6 einum kynsjúkdómi Hafa smitast af 14,9 15,9 36,5 18,9 23,0 16,2 13,6 13,2 tveimur kynsjúkdómum 0 6,1 9,6 10,1 5,8 10,5 4,5 5,3 Fjöldi 114 132 156 159 139 105 88 76 í tveimur yngstu aldurshópunum hafa milli 15 og 16% smitast af einum kynsjúkdómi. Fleiri karlar en konur hafa smitast af tveimur eða fleiri kynsjúk- dómum, 9,3% á móti 4,7%. Marktækt samband er milli meðalfjölda rekkjunauta og kynsjúkdóma- smits (p<0,001). Þeir sem hafa smitast af tveim eða fleiri kynsjúkdómum hafa haft mun fleiri rekkju- nauta á ævinni (meðalfjöldi rekkjunauta á ævinni 26,4) en þeir sem hafa aðeins smitast af einum kynsjúkdómi (meðalfjöldi rekkjunauta á ævinni 11,9) eða aldrei smitast af kynsjúkdómi (meðal- fjöldi rekkjunauta á ævinni 6,2). Stungulyf Notkun stungulyfja skiptir einnig máli þegar útbreiðsla alnæmis er rannsökuð því blóðblöndun er ein af smitleiðum HlV-veirunnar. I könnuninni gáfu níu einstaklingar upp að þeir hefðu sprautað sig með fíkniefnum í æð (Spurning 22: Hefur þú sprautað þig í œð með fikniefhum? Ef já, hversu ofi hefur þú sprautað þig sl. tólf mánuði?). Sextán ein- staklingar sögðust vita til þess að þeir hefðu haft kynmök við einstakling sem hefði sprautað sig með fíkniefnum í æð (Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, 1994) (Spurning 34: Veistu til þess að hafa haft kynmök við einstakling sem hefur sprautað sig með fikniefhum í æð? Efjá, gerðist það hér á landi eða erlendis?). Sam- kvæmt tölum frá 31. desember 1993 er hlutfall fíkniefnaneytenda (í æð) 11,0% meðal HlV-smit- aðra (Landlæknisembættið, 1994). Vændi Einstaklingar, sem hafa lifibrauð sitt af vændi, eru í meiri hættu en aðrir á að smitast af alnæmi vegna mikils fjölda rekkjunauta. Hjá sumum ein- staklingum er vændi einnig leið til að fjármagna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.