Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Side 21
Tímarit hj úkrunarfræðinga 1. tbl. /u. urg. *
%
. 1 W íi
. 1 iiiiiiiii iiur
■1 1 1 M ■■■Ull inmmim
0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 32
Fjöldi réttra svara
Mynd 1. Dreifing réttra svara við þekkingarspurningum í heild.
Rétt svör við einstökum þekkingarspurningum
voru á bilinu 17,6% til 96,4%. Langflestir svarenda
eða 92,3% vissu að meira en 70% sjúklinga með
krabbamein þjást af verkjum einhvern tíma á
sjúkdómsferlinum, en sú spurning stóð sjálfstæð.
Chronbach's a (þ.e. innri áreiðanleiki) fyrir heild-
arþekkingarskalann var 0,8.
Almenn þekking á verkjum. Meðaltal réttra svara
var 6 (SD 1,3) af 9 eða 66,6% rétt. Af þeim sem
svöruðu voru 8 sem svöruðu öllum spurningum
rétt eða 1,6%. Mynd 2 sýnir dreifingu réttra svara
við almennum spurningum um verki.
Tafla 1.
Svör við almennum spurningum um verki
Rétt svör % (n) Röng Veit svör ekki % (n) % (n) Svör vantar % (n)
Verkir minnka alltaf ef dregið er úr kvíða/þunglyndi* 25,6 (129) 69,9 (353) 3,4 (17) 2,4 (12)
Sjúklingur er verkjalaus kvarti hann ekki* 96,4 (477) 2,6 (13) 1,0 (5)
Sársaukaþröskuldur lækkar við langvarandi verki 47,5 (240) 40,6 (205) 10,9 (55) 1,0 (5)
Sjúklingur, sem hefur hag af verkjum, ýkir þá* 27,7 (140) 63,1 (319) 7,7 (39) 1,4 (7)
Sambærileg áreiti geta valdið mismiklum verkjum 90,7 (455) 3,8 (19) 4,4 (22) 1,2 (6)
Nánast allir verkir hafa líkamlega og andlega þætti 86,9 (439) 10,7 (54) 1,4 ( 7) 1,0 (5)
Gagnsemi þess að gefa sæft vatn til þess að meta verki 62,8 (317) 14,1 (71)21,8 (110) 1,4 (7)
Sá sem best getur metið verki sjúklings er hann sjálfúr 90,1 (455) 6,7 (34) 3,2 (16)
Verkir eru einstaklingsbundnir, því ber að trúa mati sjúklings 75,0 (379) 20,5 (105) 4,2 (21)
* Rangar fullyrðingar
Þekking á sterkum verkjalyjjum. Meðaltal réttra
svara var 6,1 atriði (SD 3,0) af 13 eða 47% rétt.
Einungis einn þátttakenda svaraði öllum spurning-
um rétt í þessum hluta, en 12 svöruðu engri spurn-
ingu rétt. Mynd 3 sýnir dreifingu réttra svara við
spurningum um sterk verkjalyf.
21
%
Fjöldi réttra svara
Mynd 2. Dreifing réttra svara við almennum spurningum um verki.
Rétt svör við einstökum spurningum er vörð-
uðu almenna þekkingu á verkjum voru á bilinu
25,6 til 96,4%. Langflesdr svarenda (96,4%) vissu
að þótt sjúklingur kvarti ekki um verki þýðir það
ekki að hann sé verkjalaus. Einungis um fjórðungur
svarenda vissi hins vegar að verkir minnka ekki
alltaf þó að dregið sé úr þunglyndi eða kvíða. Tafla
1 sýnir svör við almennum spurningum um verki.
%
Fjöldi réttra svara
Mynd 3. Dreifing réttra svara við spurningum um sterk verkjalyf.
Hlutfall réttra svara við einstökum spurningum
var á bilinu 17,6%-77,4%. Rúmlega 3/4 þátttak-
enda vissu að helst er mælt með morfíni um munn
gegn verkjum af völdum krabbameins. Einungis 89
(17,6%) vissu að tíðni ávanabindingar sem afleið-
ing eðlilegrar notkunar sterkra verkjalyfja er minni
en 1%. Tafla 2 sýnir svör við spurningum um sterk
verkjalyf.