Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.1994, Síða 36
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 70. árg. 1994 36 Hjúkrun og femínismi Patricia fylgir þeim femínistum að máli sem vilja ekki taka sér karlmenn til fyrir- myndar en álíta æskilegt að karlmenn taki sér konur til fyrirmyndar. „Eg held að hjúkrunarfræðingar eigi að notfæra sér femínisma. Aður heyrðust raddir sem spurðu hvers vegna við værum hjúkrunarfræðingar þegar við gætum ver- ið læknar. En það er ekki málið, heldur hitt að við viljum ekki vera læknar. Uppbygging sjúkrahúsa í anda feðraveldis kom í veg fyrir að störf kvenna væru metin að verðleikum. Meðal hjúkrunarfræðinga er nú mikið talað um valdaleysi stéttarinnar. I því sambandi skiptir máli hvernig vald er skilgreint. Samkvæmt hefð- inni er vald skilgreint sem það að sigra, leggja undir sig, undiroka. Það er hægt að skilgreina þetta öðruvísi og segja að vald sé að umfaðma, umlykja. Samkvæmt Peggy Chin, sem skrifaði bók um frið og vald, er femínísk skilgreining á valdi það að hjálpa fólki að eflast og þroskast í stað þess að drottna yfir því. Það þvælist ekkert fyrir femínistum að karlmenn skuli skilgreina vald sem það að undiroka. Hins vegar fer það fyrir brjóstið á þeim að karlmenn skuli sjá það sem einu mögulegu skilgreininguna á hugtakinu því að femínisminn skoðar alltaf hlutina frá mörgum hliðum. Ég held að hjúkrun sé femínísk í eðli sínu þó að fólk sjái það ekki. Umhyggja hlýtur að fela í sér femínisma. Patricia er ógift og barnlaus en hefur búið með sama manninum í 12 ár. Hann er leikari og hún kallar hann Bob. Hún segist hafa alist upp við og búa við sterk fjölskyldutengsl. Hún er alveg viss um að hún hefði ekki náð þangað sem hún er í dag ef hún ætti börn. Það að eiga ekki börn og gifta sig ekki var meðvituð og stefnumarkandi ákvörðun Patriciu sjálfrar í anda lífsskoðunar hennar. „Ég er alveg dolfallin yfir konum sem geta sameinað starfsframa og barneignir, það hefði ég aldrei getað. Ég ákvað að gifta mig ekki og eiga ekki börn. Ég lít svo á að konur hafi ekki sömu valkosti og karlar. Ég vildi gjarnan hafa þá, en þar sem ég tel mig ekki hafa þá, tók ég þessa ákvörðun, meðvitað. Það er reyndar eitt af því sem ég legg áherslu á í kennslu, að kenna nemendum að taka meðvitaðar, stefnumarkandi ákvarðanir. Ég sé ekki hvernig ég gæti átt börn í þessu starfi mínu núna. Ég er eilíflega á ferðalagi og ég á nóg með Bob sem stundum stendur fyrir utan dyrnar á skrifstof- unni minni og spyr mig reglulega hvort ég sé nú ekki að verða búin. Samt er hann mjög skilningsríkur. Hann veit hvað það er mikilvægt fyrir hann að hafa frið þegar hann er að æfa hlutverk. Hann kvartar því sjaldan yfir vinnu minni, það er helst ef við höfum ákveðið að slappa af saman og vinnan dregst á langinn hjá mér að hann kvartar.“ American Nurses Association (ANA) er hliðstætt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og á að vera málsvari hjúkrunarfræðinga út á við, berjast fyrir bættum kjörum og menntun hjúkrunarfræðinga. Einungis hjúkrunarfræðingar eiga aðild að því. Að lokum „Ég kom hingað um langan veg til að vera við hátíðahöld vegna þessa afmælis. Ég hef ekki áður haft nein tengsl við Háskóla Islands og vissi ekki annað um hann en það sem ég heyrði og sá hjá Kristínu Björnsdóttur, en hún var nemandi minn. Mér finnst mikilvægt að halda upp á allt ánægjulegt sem gerist í hjúkrun. Mér þykir afskaplega vænt um að hafa verið boðið hingað. Mér finnst þessi hátíðahöld vera heilmikið afrek.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.