Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 4
Formannspistill Að undirbúajarðveginn Ásta Möller Þegar þetta er ritað hefur deila heilsugæslulækna og ríkisins staðið hátt í 4 vikur. Uppsagnir 130 heilsugæslulækna af heilsugæslustöðum á öllu landinu, sem enginn trúði að kæmu til framkvæmda og virðast hafa komið læknunum sjálfum mest á óvart, hafa ekki staðið í tvo daga, ekki viku, heldur nærri 4 vikur og ekki er séð fyrir endann á deilunni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér yfirlýsingu þann 3. ágúst sl. og sagði þar m.a. eftirfarandi: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á heilbrigðis- og fjármálayfirvöld annars vegar og heilsugæslulækna hins vegar að aflétta þessu ófremdarástandi í heilbrigðisþjónustunni og ná samningum nú þegar. Þetta ástand hefur skapað skjólstæðingum heilbrigðisþjónustunnar óöryggi og sett hjúkrunarfræðinga í óþægilega aðstöðu og óviðunandi vinnuaðstæður. Hjúkrunarfræðingar munu hér eftir sem hingað til sinna frumskyldu sinni og veita skjólstæðingum lið, í þeirri von að samningsaðilar misnoti sér ekki ábyrgðartilfinningu hjúkrunarstéttarinnar.“ Uppsagnir heilsugæslulækna hafa raskað öllu daglegu starfi á heilsugæslustöðvum og hjúkrunarfræðingar hafa þurft að forgangsraða verkefnum sínum algjörlega á nýjan hátt. Hjúkrunarfræðingar ráða litlu um framgang mála þegar nánir samstarfsaðilar eiga í kjarabaráttu. Hins vegar geta hjúkrunarfræðingar haft mikið um það að segja hvemig unnið er úr málum að lokinni kjaradeilu. Allt sem veldur röskun á daglegum störfum, eins og t.d. þegar starfsfólk hættir vinnu tímabundið vegna verkfalla eða uppsagna, gefur tækifæri til endurskoðunar á vinnubrögðum. Verkfall sjúkraliða, sem stóð í 7 vikur á árinu 1994, leiddi til þess að dagleg störf, samskipti og skipulag í hjúkrunarþjónustu tóku breytingum til bóta fyrir heilbrigðisþjónustuna. Hið sama mun gerast að lokinni deilu heilsugæslulækna. Heilbrigðisyfirvöld og samstarfsaðilar hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum hafa ítrekað lýst yfir hve frábærlega hjúkmnarfræðingar hafa brugðist við í þessum óeðlilegu aðstæðum, að þeir haíi tekið af ábyrgð á málum með hagsmuni skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar að leiðarljósi. Þessi ummæli styrkja hjúkmnarfræðinga sjálfa sem fagmenn, en einnig hafa aðstæðumar gefið hjúkrunarfræðingum aukinn innri styrk til að takast á við viðfangsefni sín. Því verður að vinna úr þessari deilu með jákvæðum formerkjum. Röskun á starfsemi heilsugæslustöðva vegna heilsugæslulæknadeilunnar hafa gefið mörgum hugmyndum vængi. Ég nefni hér nokkrar: •Þáttur hjúkmnarfræðinga varðandi endurnýjun lyfja í fjarvem heilsugæslulækna hefur leitt hugann að því hvort æskilegt sé af hagkvæmisástæðum að veita hjúkmnarfræðingum takmarkað leyfi til lyfjaávísana. Slíkt leyfi hafa kollegar okkar víða um lönd, t.d. varðandi endurnýjun á „pillunni“, og ýmsum öðrum lyfjum. Hingað til hafa íslenskir hjúkmnarfræðingar ekki sóst sérstaklega eftir þessari ábyrgð, en þekkinguna til að axla hana hafa hjúkrunarfræðingar sannarlega. •Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau telji æskilegt að leita nýrra leiða varðandi rekstrarform innan heilsugæslunnar. Reynslan hefur sýnt að hjúkmnarfræðingar, sem starfa hjá heilsugæslustöð/vaktþjónustu sem rekin er skv. þjónustusamningi við lækna, búa við lítið starfsöryggi og skert völd miðað við hjúkmnarfræðinga sem starfa við sambærilega þjónustustofnun sem rekin er af ríkinu. Niðurstaða hjúkrunarfræðinga, sem hafa starfað við þessar aðstæður, er að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sé æskilegur, en eingöngu með því skilyrði að hjúkrunarfræðingar séu rekstraraðilar til jafns við lækna. •Heimild um skipan héraðshjúkrunarfræðinga hefur verið í lögum um heilbrigðisþjónustu um nokkurra ára skeið en hefur ekki verið framfylgt. Skv. lögunum starfar héraðshjúkrunarfræðingur með héraðslækni og er m.a. ráðgefandi um og fylgist með hjúkrun f héraði. Deila heilsugæslulækna hefur sýnt fram á nauðsyn þess að þessar stöður verði skipaðar. Stöndum því saman um að snúa erfiðum kringumstæðum í jákvæðan farveg. II Örugg fjárfesting • Alltaf innleysanlcg • Hærri ávöxtun Ekkert lágmark • Enginn kostnaður • Geröu samanburð Ráógjafar Skandia vcita allar frekari upplýsingar i sima 540 50 60 FJÁRFESTINGARFÉLAGI0 SKANDIA LAUGAVEGI 170 SlMI 5AD 50 BO W Skandia TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.