Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 9
alast upp við reykingar eru í raun óbeinir reykingamenn. Þau anda að sér reykmettuðu lofti, venjast lyktinni og hafa sfgar- etturnar fyrir augunum sem eðlilegan hluta af umhverfinu ( Sveinn Magnússon, 1986). Þessir einstaklingar eru líklegri til að verða sjálfir reykingamenn og þurfa þess vegna markvissari fræðslu og stuðning af hendi heilsugæslunnar. A undanfömum ámm hefur sú jákvæða þróun orðið að reyklausum heimilum í landinu hefur fjölgað um 45% ( Þorvarður Örnólfsson, 1994). Þó er æskilegt að allir foreldrar sjái til þess að börn þeirra andi að sér hreinu, ómenguðu lofti og hætti reykingum. Þeir foreldrar sem reykja ættu að setja sér þær hömlur að reykja ekki í umhverfi barnanna. Á unglingsárum verða oft miklar breytingar á heilbrigðisatferli einstaklingsins. Þá er algengt að dregnar séu í efa þær reglur sem settar hafa verið fyrstu æviárin. Unglingurinn leggur álierslu á að tilheyra hópi jafnaldra sinna og gera það sem aðrir unglingar í hópnum em að gera, þar á meðal að nota tóbak. ( Hillhouse, 1992). Talið er að 75% þeirra unglinga, sem prófa að reykja í fyrsta sinn, séu að því með jafnöldrum sínum og félagsskapurinn á síðan sterkan þátt í að viðhalda reykingunum. Tiltölulega sjaldgjæft er að unglingurinn hefji tóbaksneyslu eftir tvítugt. Meðal annars þess vegna hefur verið lögð áhersla á það í tóbaksvörnum að koma í veg fyrir að unglingar byrji að reykja (Chollat- Traquet,1992). Oft geta þó áhrif jafnaldra á unglinginn verið jákvæð. 1 rannsókn Elder, Wildey, Moore og félaga (1993) vom það eldri unglingar sem sáu um að fræða þá yngri um skaðlegar afleiðingar tóbaksneyslu. Niðurstöður sýndu að 63% þeirra, sem fengu fræðsluna, notuðu síður tóbak en samanburðarhópur sem ekki hafði fengið fræðslu. Umhverfisþættir og áhrif þeirra á tóbaksneyslu Hillhouse (1992) telur að áhrif umhverfisins (wider environment) á einstaklinginn séu ekki minni en áhrif fjöl- skyldu og vina á þróun heilbrigðisatferlis. Hér er átt við þau lög og reglur sem gilda í þjóðfélaginu um tóbaksneylsu, tíðaranda og viðhorf almennings til neyslunnar. Aðrir þættir sem hafa mjög mikil áhrif á neyslu em: aðgengi almennings að tóbaki, verðlag og auglýsingar. Nýlega vom samþykkt á Alþingi Islendinga lög um tóbaksvarnir. I þeim er meðal annars kveðið á um að óheimilt sé að selja tóbak þeim sem yngri em en 18 ára auk þess sem reykingar em bannaðar á opinbemm stöðum. Nauðsynlegt er að hjúkmnarfræðingar og annað heilbrigðis- starfsfólk þekki gildandi lög um tóbaksvarnir og beiti sér fyrir því að þau séu virt. Greiður aðgangur og verðlag hafa áhrif á neyslu efnisins. I Kanada, þar sem verð á tóbaki var hækkað um 158%, varð árangurinn sá að tóbaksneylsa á meðal unglinga dróst saman um 66% (Sweanor,1992). Tóliaksframleiðendur eyða árlega gríðarlegu fjármagni til auglýsinga. Flestar þeirra em framleiddar í kjölfar flókinna sálfræðirannsókna sem lýsa eftirsóknarverðum og óraunvemlegum aðstæðum þar sem öll heilsufarssjónarmið eru víðs fjarri. Á íslandi er óheimilt samkvæmt lögum að auglýsa tóbak. Engu að síður er tóbak auglýst hér með beinum hætti í erlendum tímaritum og kvikmyndum. Auk þess em óbeinar tóbaksauglýsingar algengar í sjónvarpi, í íslenskum leikhúsum, á fatnaði og á leikföngum eða sælgæti sem selt er undir merkjum tóbaksframleiðenda. Einnig hafa tóbaksframleiðendur auglýst vöm sína með því að greiða kostnað við tískusýningar og íþróttaviðburði. Tóbaksvarnir em náskyldar öðmm fíkni- og vímuefna- vörnum. Á síðari misserum hefur aðgengi unglinga að áfengi á íslandi orðið meira og auðveldara, bæði með tilkomu áfengs bjórs og með ólöglegu bruggi (Þorvarður Örnólfsson,1994). Margir unglingar viðurkenna að fyrst hefji þeir neyslu áfengis og í kjölfar þess byrji þeir að reykja. Aukin áfengisneysla unglinga getur verið ein skýring á þeirri auknu tóbaksneyslu sem fram kom í könnun Krabbameinsfélags Reykjavíkur vorið 1994. Lokaorð Til þessa hafa margir litið á tóbaksnotkun sem léttvægan ósið sem engum kæmi við nema þeim sem hann stunduðu. Reykingafólk hefur varist fimlega og öll málefnaleg umræða hefur jafnan fallið í grýttan og viðkvæman jarðveg. Engu að síður hafa fórnir mannkynsins á altari tóbaksins verið mannskæðari en allar styrjaldir mannkynssögunnar samanlagðar (American Cancer Society, 1992). Stöðugt berast niðurstöður úr virtum rannsóknum þar sem tengsl tóbaksneyslu við alvarlega sjúkdóma eru undirstrikuð. Kostnaður vegna aukinnar heilbrigðisþjónustu er að sliga öll heilbrigðiskerfi á Vesturlöndum og hér á landi er kostnaður ríkissjóðs af afleiðingum tóbaksneyslu langt umfram þær tekjur sem ríkið hefur af sölunni. Greinilegt er að til mikils er að vinna fyrir hjúkrunar- fræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn að koma í veg fyrir að tóbaksneysla hefjist eða aðstoða skjólstæðinga við að hætta neyslu. I Bandaríkjunum hafa talnaglöggir menn reiknað út að tóbaksvarnir séu þær heilbrigðisaðgerðir sem skila mestum árangri þar í landi, miðað við kostnaðinn sem í þær eru lagðar (Eddy,1992). Eins og áður er getið hefur það sýnt sig að mjög einfaldar aðgerðir geta haft áhrif á tóbaksneylu viðkomandi einstaklings. Til að gera þær aðgerðir markvissari tel ég æskilegt að stuðst sé við skipulagt mat á því hvar skjólstæð- ingurinn er staddur á ferli sfnu til reykleysis og fimm stiga líkan Prochaska og DiClemente haft til hliðsjónar. Einnig er betri árangurs að vænta ef unnið er skipulega að tóbaksvörnum og í þvf sambandi stuðst við stikkorðin: að spyrja, að ráðleggja, að aðstoða og að fylgja eftir. Þar sem tóbaksvarnir eru oft langt og erfitt ferli er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar tileinki sér niðurstöður nýrra rannsókna um áhrif tóbaks á líkamann og nýrra árangursríkari leiða til að koma í veg fyrir að neysla hefjist eða til að aðstoða fólk við að hætta. Áhrif hjúkrunar- fræðinga á félags- og umhverfislega heilbrigðisþætti gætu verið miklu vfðtækari en hingað til. Hjúkrunarfræðingar auk annarra heilbriðisstétta þurfa að vera vakandi fyrir því að fræða og leiðbeina skjólstæðingum sínum um forvarnir vegna tóbaks- neyslu. Að fræða foreldra um skaðsemi tóbaks og þau áhrif sem þeirra eigin neysla hefur á ungu kynslóðina. Að beita sér að auki fyrir því að lög og reglur um tóbaksvarnir séu virt og „í Kanada, þar sem verð á tóbaki var hækkað um 158%, varð árangurinn sá að tóbaksneysla rneðal unglinga dróst saman um 66%“ TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4 tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.