Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 20
Sjúkrakonur og aðstoðarkonur sjúklinga hjúkra á sjúkrahúsum á Islandi I lok nítjándu aldar æddu oft drepsóttir yfir íslenska bæi eins og fellibylur. Vert er að draga upp þá mynd sem fyrir augu Christophine Mikkeline Jurgensen bar þegar bún kom til landsins í lok síðustu aldar og athuga hvernig aðhlynningu sjúkra var háttað á þeim fáu sjúkrahúsum sem hér voru starfrækt. A síðari hluta nítjándu aldar, þegar íslendingar voru um 70 þúsund, fóru þeir ekki varhluta af mannskæðum sóttum svo sem barnaveiki, taugaveiki og holdsveiki. Þá stuðlaði óþrifn- aður af ýmsum toga að útbreiðslu sjúkdóma, svo sem sulla- veiki. Þrátt fyrir það voru hér aðeins starfrækt tvö lítil sjúkra- hús og aðhlynning sjúklinga var þar í höndum vinnukvenna þó að víðast hvar erlendis hefði verið unnið brautryðjendastarf í umönnun sjúkra með tilkomu lærðra hjúkrunarkvenna.7 Þá þekktust engin sjúkrasamlög svo fólk þurfti að kosta sig sjálft á þessa spítala og kusu flestir þess vegna að liggja heima.8 Sjúkrahús Reykjavíkur, sem var sett á stofn árið 1866, hafði 20 sjúkrarúmum á að skipa en ekki verður annað sagt en að sjúkrahúsið hafi verið í afar óhentugu húsnæði því að í sama húsi var fjölsóttur danssalur. Árið 1884 flulti sjúkrahúsið í Þingholtsstræti 25. Hjúkrun sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykja- víkur var í upphafi í höndum vinnukvenna að því undanskildu að árið 1876 var Guðrún Tómasdóttir, ljósmóðir, ráðin spítala- ráðskona. Aðeins ein heimild frá árinu 1886 er til um þau störf sem vinnukonur inntu af hendi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Heimildin er bréf sjötugrar vinnukonu, Júlíönu Jónsdóttur að nafni, til þáverandi landlæknis, dr. Schierbeck. f bréfinu titlar Júlíana sig sem aðstoðarkonu sjúklinga og biður hún landlækni að finna úrlausn í launamálum sínum þar sem hún hafi ekki fengið greidd laun fyrir störf sín við spítalann í nokkum tíma. Kemur fram í bréfinu að hún hafi daglega hjúkrað 3-5 sjúkl- ingum á spítalanum og hafi auk þess haft alla þjónustu við læknaskólann.9 Störfum hennar svipar mjög til starfa vinnu- kvennanna á Kommunelwspitalet. Aðhlynning sjúkra á sjúkrahúsi Gudmanns Minde á Akureyri var einnig í höndum vinnukvenna. Sjúkrahúsið var stofnað árið 1874 og nefnt eftir danska kaupmanninum sem gaf Akureyrarbæ íbúðarhús sitt til sjúkrahússhalds. Til er frásögn Ástríðar Torfadóttur, sem hóf hjúkmnarstörf við spítalann árið 1899, um þau störf sem hún innti af hendi við spítalann. f sóknarmannatali fyrir Akureyrarsókn árið 1899 er Ástríður titluð sjúkrakona við spítalann.10 Frásögn Ástríðar er bréf sem hún skrifaði systur sinni, Guðrúnu, sama ár og hún hóf störf við spítalann. í bréfínu segist hún gera allt fyrir sjúklingana og séu þeir aldrei færri en átta en oftast tíu. Sinni hún þeim ein að því undanskildu að stúlka beri oft inn matinn. Þá segist Ástríður fara á fætur hálf- sjö á morgnana. Það fyrsta sem hún þurfi að gera sé að búa um rúm sjúklinganna. Síðan færi hún þeim öllum þvottavatn og hjálpi þeim sem þess þurfa með þvott. í bréfinu segir Ástríður einnig: Auk þess þarf ég að þvo stóla, sem eru jafnmargir og sjúkling- arnir, sjúkraborðin og 2 stúr gólf og vera búin að þessu öllu þegar læknirinn kemur klukkan 9-10 og lílur eflir f hverjum kima, spyr eftir öllu um sjúklingana. Svo þegar blessað fólkið er búið að borða og leirtauið hefur verið borið út, þá byrja þeir sem það geta að klæða sig og verð ég að sækja hverja spjör af þeim öllurn upp á loft, þvf ekki minnsti hlutur má vera á sjúkrastof- unum." TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996 Samkvæmt þessari lýsingu Ástríðar hefur hún haft nóg að starfa á sjúkrahúsinu en hjúkrun sjúklinga hér á landi átti þó eftir að taka miklum breytingum. Það var einkum einn mann- skæður sjúkdómur sem hrjáði marga landsmenn sem átti eftir að vekja sérstaka eftirtekt i' Danmörku. Sú eftirtekt átti síðar eftir að leiða til þáttaskila í hjúkmnarmálum íslendinga. Islenskir holdsveikisjúklingar vekja athygli í Danmörku Árið 1894 kom hingað, á vegum dönsku landstjórnarinnar, húðsjúkdómalæknir, dr. Edvard Ehlers að nafni. Tilgangur með för hans hingað var að rannsaka tíðni holdsveikinnar og á ferð hans um landið hitti hann 141 sjúkling með holdsveiki. Rannsókn hans sannfærði hann um að hér væru mun fleiri holdsveikisjúklingar en mönnum hafði áður verið kunnugt um og að þeir byggju víða við hræðilegan aðbúnað.12 Dr. Ehlers taldi eina af meginástæðum fyrir útbreiðslu sjúkdómsins hér vera þá að íslendingar töldu veikina ekki smitandi heldur arfgenga. Kenninguna um arfgengi sjúkdóms- ins hafði norskur læknir, Armauer Hansen, þegar hrakið árið 1874 þegar hann fann bakteríuna sem olli þessum sjúkdómi sem lýsti sér þannig að hvarvetna á líkama sjúklings mynduð- ust hnútar sem urðu oft að sárum. Hér var um smitsjúkdóm að ræða sem engin lækning var við og dró hann sjúklinginn að lokum til dauða. Meðgöngutími sjúkdómsins gat verið langur þar til fyrstu einkennin fóru að gera vart við sig. Þótti afar háskalegt að hafa holdsveikisjúkling langdvölum innan um ósýkta einstaklinga.13 í Alþingistiðindum frá árinu 1897 má finna hræðilega lýsingu Guðmundar Bjömssonar, héraðslæknis í Reykjavík, á ástandi þessara sjúklinga. Þar segir Guðmundur meðal annars: Holdsveiki er einhver hinn hræðilegasti sjúkdómur; hún afskræmir menn mjög og er kvalafull. Þeir sem eigi hafa séð holdsveika, geta hugsað sér sjúkling; andlitið er alveg torkennilegt, tóm sár og hnútar; oft eru þeir blindir og handleggir og fætur tilfinningarlausir [...] vöðvarnir eyðast, tilfinning hverfur, fingur og tær detta af, sjúklingamir em blindir, en með döpur opin augu, munnvöðvamir em orðnir afllausir og munnurinn er opinn og munnvatnið rennur út úr lionum í sífellu. Enginn sjúkdómur er hryllilegri en holdsveiki. Hún leiðir sjúklingana hægt og hægt, án þess að þvf verði spornað, í dauðans greipar [,..]14 Dr. Ehlers taldi aðbúnað íslensku holdsveikisjúklinganna gersamlega óviðunandi og brýna nauðsyn bæri til að koma upp sérstökum spítala fyrir þá. Eftir dvöl sína hérlendis hélt hann aftur til Danmerkur. í Oddfellowreglu sinni hélt hann fyrir- lestur um íslensku holdsveikisjúklingana og dró þar upp dökka mynd af ástandi þessa fólks svo ekki væri talað um smithættu sem af þeim stafaði.15 Samþykktu Oddfellowarnir þegar að láta reisa sjötfu sjúkrarúma holdsveikraspítala í Laugarnesi og færa íslensku þjóðinni þessa dýrmætu gjöf, þó með ákveðnum skilyrðum. Eitt þessara skilyrða var: [t]il þess að stunda hina holdsveiku menn má aðeins nota fullnuma hjúkrunarkonur, en aldrei mega þær þó vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.