Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 28
eitthvað fyrir hendur, fá eittlivert viðfangsefni. Þá myndi mér lCða betur; ef til vill verða betri manneskja! Sumarið áður liafði ég byrjað að lœra stœrðfrœði ásamt Henry frœnda mínum. Ég hafði alllaf haft dálœti á reikningi, fundist þar vera fast undir fœti og eitthvað öruggt við það að reikna út stœrðir og hlutföll, og ég dtti auðvelt með það. En samstarfið við Henry á þessu sviði lenti á villigötum. Á meðan ég varð stöðugt uppteknari af stœrðfrœðinni varð Henry œ uppteknari af mér. Að lokum bað hann mín og ég varð að hryggbrjóta hann. Þetta varð heldur leiðinlegt fyrir alla fölskylduna. En nú kom okkur til hugar að líklega vœri tilvalið fyrir mig að halda áfram í stœrðfrœðinni. Enda þótt það vœri sennilega þaðfráleitasta sem ung kona gœti fundið upp á ... Mai frænka skrifaði Fanny varfærnislega lil að þreifa fyrir sér: „Við Flo höfum spjallað saman um hvernig best væri að nota tímann. Ég er nokkurn veginn viss, já, eiginlega er ég þess fullviss að Flo er miklum hæfileikum húin og að hún má til að nýta þá. Því skrifa ég til að kanna hvort hún mætti ekki halda áfram með stærðfræðina ef við gætum íundið kennara við hennar hæfi. Auðvitað verður það að vera miðaldra persóna og heiðvirð.“ Síðan er eftirskrift á þessa leið: „Ef um mína dóttur væri að ræða mundi ég svara játandi. Ég held ekki að þú, nei, ekkert okkar hafi raunverulega hugmynd um hversu mikið býr í Florence." I fyrstu sagði Fanny þvert nei. Hvað í veröldinni átti ung stúlka að gera við kunnáttu í stærðfræði? Wen skrifaði: „Væri ekki betra að snúa sér að heimspeki?“ En Mai frænka skrifaði ný og ný bréf þar sem hún reifaði málið frá öllum hliðum og beitti allri sinni lagni og lipurð uns að lokum kom jáyrði, en auðvitað með ýmsum skilyrðum. Ef tækist að fá kennara sem væri giftur, helst prest! Ef Mai frænka gæti verið viðstödd og fylgst með því sem fram færi í tímunum þá kannski ef... Eftir ótal bréf fram og til baka um málefnið, uppfull af viðbárum og vangaveltum, gálum við loksins hafist handa. En Adam er sjaldnast lengi í Paradís og skyndilega vildu mamma og pabbi að ég kœmi tafarlaust heim! Von var á földa gesta um haustið og mamma taldi sig þurfa aðstoð við að gera lista yfir rúmfatnað og handklœði ígestaherbergin ... Égfylltist örvœnt- ingu, ég man að ég skrifaði Hilary: „Ótal margir toga (sífellu og rykkja ( okkur konur. Við verðum stöðugt að aðlaga okkur siðum og venjum og því sem karlmaðurinn vill og vœntir sér. Ég bið aðeins um smátíma til að liugsa mitt ráð og átta mig á því hvar ég stend. ” En lítill tími vannst til að hugsa. Fyrir dyrum stóð nýtt tímabil samkvæma og veisluhalda. * Nú fóru í hönd þeir tímar þegar stundum eytt í samkvæmi var ekki til einskis sóað. Nightingale fjölskyldan þekkti margt málsmetandi fólk, stjórnmálamenn og rithöfunda og loks hafði fólk fundið verðugt utnræðuefni í samkvæmunum: Þjóðfélagsvandann. Umræðurnar urðu heitar tnn undirokun blökkumanna, löggjöf til að hindra þrælkun barna í verksmiðjum, hvort grundvöllur væri fyrir vináttu á milli karls og konu og hvemig ráða mætti bót á þeirri skelfilegu fátækt sem alls staðar blasti við. Florence lagði við hlustir, tók þátt í 196 TlMARIT Mai frœnka, frú Samuel Smilh. samræðum og stofnaði til vináttu við fólk sem síðar á ævinni varð henni ómetanleg. Sum samkvœmi voru lílt bœrileg, gamlar greifaekkjur eru ekki allar jafn skemmtilegar! En stundum er líka spennandi þegar umrœðan snýst um hvað hver eirtstakur geti gert til að ráða bót á neyð annarra. Ég hugsaði um það dag og nótt,fór út í hreysi fátœklinganna og á hug minn leitaði að köllun mín snerti á einhvern hátt fólk sem vœri í nauðum statt. En hvers konar? Enn hafði Guð ekki vísað mér veginn. * Nú gerði ástin fyrir alvöru innrás í líf Florence. í sam- kvæmi var hún kynnt fyrir Richard Monckton Milnes. Hann var glæsilegur, auðugur og vel gefinn, skemmtilegur og dáður af öllum; stjómmálamaður og skáld og þvf til viðbótar, sem skipti Flo mestu: Hann hafði ábyrgðartilfinningu fyrir meðbræðrum sfnum og -systmm. Hann kom fram við alla á sama hált og sína nánustu. Viðmót haris var eins hvort sem hann talaði við tötrum klœtt barn á götum úti eða hertoga í höllu sinni! Richard og Flo vom saman öllum stundum, hann heim- sótti Nightingale fjölskylduna iðulega og allir sem það vildu gátu séð að á milli hans og Florence var meira en venjulegur kunningsskapur. Fanny var yfir sig hrifin; glæsilegri ráðahag gat Florence ekki fengið. En tíminn leið, já, árin liðu og ekki bólaði á trúlofun. Þetta urðu erfiðustu ár lifs míns. Ég þurfti og þráði ást! Bœði að elska og vera elskuð og ég unni Richard. En ég hafði fengið köllun. Ef ég gengi ( hjónaband yrði ég að gefa það allt upp á bátinn. Hversu ástúðlegur og skilningsríkur sem Richard vœri yrði það óhugsandi að ég stundaði vinnu, já, raunverulega vinnu, utan heimilisins. Einmitt um þessar mundir tók ég smátt og smátt að átta mig á þv( að köllun mín vœri eitthvað viðkomandi sjúku fólki. Ég hafði nokkrum sinnum annast veika; fyrst gömlu barnfóstruna m(na, síðan ömmu mína og nokkra aðra. Þegar ég eitt sinn varð vitni að þv( að öldruð kona lést af því að enginn hafði verið til að sinna henni varð mér Ijóst að hjúkrun getur orðiðfólki til lífs. HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.