Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 34
Vinnuvernd í verki Tíðni álagseinkenna Umönnun er oft bæði gefandi og krefjandi starf. Starfsmenn eru oft að lyfta þungu við erfiðar aðstæður. Því kemur ekki á óvart að bakverkir og óþægindi frá hálsi og herðum eru algengar kvartanir meðal þeirra sem starfa við hjúkrunar- og umönnunarstörf. Opinber könnun í Svíþjóð 1989 sýndi að sjöundi hver starfsmaður við umönnun hafði óþægindi frá mjóbaki daglega eða annan hvern dag (1). Sænsk rannsókn frá 1992 leiddi í ljós að sjúkraliðar og ófaglærðar starfsstúlkur eru í sex sinnum meiri hættu en aðrar konur á vinnu- markaðnum að verða fyrir vinnuslysi vegna ofálags á bak (2). I 84% tilvika urðu slysin þegar starfsmenn voru að lyfta. Hæsta slysatíðnin var meðal yngstu starfsmannanna. Fjarvera frá vinnu vegna slysanna var að meðaltali 59 dagar og lengdist með hækkandi aldri. Ekki eru til neinar tölur um stöðu mála hérlendis en engin ástæða er til að ætla að ástandið sé betra hjá okkur en í grannlöndunum. Fræðsla og þjálfun Rannsóknir síðari ára hafa fært okkur heim sanninn um að góð vinnutækni dregur úr álagi og hættu á álagsmeinum frá hreyfi- og stoðkerfi (3, 4). 1 ljós hefur komið að með kennslu í vinnutækni má draga verulega úr hættu á óþægindum frá baki og herðum (1, 4). Fyrirkomulag kennslunnar reynist þó skipta miklu máli. Rannsókn meðal starfsmanna við umönnun sýndi að því umfangsmeiri sem fræðsla og þjálfun starfsmanna var þeim mun minna bar á óþægindum (1). Hérlendis er kennsla í vinnutækni/ lfkamsbeitingu orðinn æ algengari þáttur í námi og starfi þeirra sem vinna við umönnunar- og hjúkrunarstörf. Vert er því að spyrja hvernig þeirri kennslu sé háttað? Til að árangur af kennslunni verði sem bestur tel ég mikilvægt að kennsla hefjist snemma á námstíma eða strax í upphafi starfs. Niðurstöður ofangreindrar rannsóknar styðja mikilvægi þess að nægur tími gefist til verklegrar þjálfunar Vinnutækni við umönnun við sem raunverulegastar aðstæður. Tryggja þarf að starfsmenn fái góða þjálfun í undirstöðuatriðum vinnutækni svo þeir verði færir um að nýta sér þekkingu sína við nýjar aðstæður. Mikilvægt er að fylgja kennslunni eftir með reglulegu millibili en það verkar sem hvatning til að bæta og þróa eigin vinnuaðferðir. Vinnutækni í daglegu starfi Að huga að vinnutækni og líkams- beitingu þarf að vera eðlilegur liður í daglegum störfum bæði starfsmanna og stjórnenda. Stjórnandi, sem markvisst reynir að skipuleggja vinnuna og vinnuaðstæður þannig að góð líkams- beiting sé möguleg og hvetur starfsmenn til að beita góðri vinnutækni, nær að skapa lifandi áhuga meðal starfsmanna sinna. Gott upplýsingaflæði þarf að vera lil staðar milli vakta um færni sk jól- stæðinga til að auðvelda starfsmönnum að átta sig á hvaða vinnuaðferðir eigi Ijest við svo að álag verði sem minnst. Þess má geta að haustið 1994 komu út á vegum félagsmálaráðuneytis reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar (5). Þessar reglur ná einnig til þess þegar verið er að ílytja eða færa fólk. I reglunum er lögð rík áhersla á að atvinnurekandi skipuleggi vinnuna og aðstæður sem best þannig að sem minnst þurfi að lyfta og öryggi sé sem best. Mikil áhersla er lögð á notkun hjálpar- tækja. í reglunum er jafnframt mjög skýrt kveðið á um skyldu atvinnurek- andans til að veila starfsmönnum fræðslu og þjálfun í líkamsbeitingu. Ný kennslubók Vorið 1995 kom út ný handbók sem ber heitið Vinnutœkni við umönnun (6). Hún er ætluð sem hjálpargagn við kennslu í vinnutækni/líkamsbeitingu fyrir alla þá sem í starfi sínu veita skjólstæðingum aðstoð við að færa sig úr stað. Bókin er einnig ætluð sem upp- sláttarrit á vinnustað við dagleg störf en ætti jafnframt að koma að góðum notum fyrir aðstandendur í heimhúsum. Stóðu Borgarspítalinn og Vinnueftirlit ríkins Þórunn Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari, Vinnueftirliti ríkisins sameiginlega að úlgáfu bókarinnar en höfundar liennar eru Þórunn Sveinsdótlir og Ágústa Guðmarsdóttir, sjúkraþjálfarar. f fyrri hluta bókarinnar er fjallað um hvernig umhverfið, starfsmaður og skjólstæðingur geta á jákvæðan hátt stuðlað að góðri vinnutækni. Gerð er ýtarleg grein fyrir grunnreglum vinnu- tækni og fjallað um áhættuþætti álags- einkenna. I seinni hluta bókarinnar, sem skiptist í þrettán kaíla, eru sýndar ýmsar aðferðir við að flytja skjólstæðinga með ljósinyndum og stuttum texta. I hverjum kaila er tekið fyrir ákveðið verk. Mismunandi aðferðum er beitt eftir aðstæðum og ástandi skjólstæðings. í fyrstu aðferðum hvers kaíla er skjól- stæðingur mjög virkur en þarf síðan á stigvaxandi hjálp að halda. Rík áhersla er lögð á notkun ýmiss konar hjálpar- tækja svo að sem minnst þurfi að lyfta. Lokaorð I upphafi greinarinnar kom fram að tíðni álagseinkenna meðal starfsfólks í umönnunargeiranum er há. Síðasta áratuginn hefur athygli manna um heim allan í æ ríkari mæli beinst að þeim gífurlega kostnaði sem fjarvistir frá vinnu og skert starfsorka hefur í för með sér. Stjórnendur ættu því að leggja áherslu á gott vinnuumhverfi og vinnuaðferðir sem árangursríka leið til varanlegs sparnaðar og meiri gæða í þjónustu með heilbrigðu og ánægðu starfsfólki. Heimildir: 1. Lagerström, M., o.fl. Frisk rygg i sjukvárden, en kunskapsöversikt. Arbetsmiljöinstitutet, Solna 1994. ISBN 91-7045-249-0. 2. Engkvist, I-L., o.fl. Over-exertion back accidents among nurses' aides in Sweden. Safety Science, 15 (1992) 97-108. 3. Kilbom, Á., og Persson, J. Work technique and its consequences for musculoskeletal disorders. Ergonomics, 1987, 30. hefti, nr. 2, bls. 273-279. 4. Parenmark, G., o.íl. Största arbetsskadan i verkstadsindustrien halverad genom ergonomisk inskolning. Lákartidningen. 84. hefti, nr. 25, 1987, bls. 2204-2206. 5. Vinnueftirlit ríkisins. Reglur um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar, nr. 499/1994. Reykjavík 1994. 6. Ágústa Guðmarsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir. Vinnutækni við umönnun. Borarspítalinn og Vinnueftirlit ríkisins, Reykjavík 1995. ISBN 9979-863-00-5. TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.