Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 37
HvaS hefur verið að gerast til þessa? Fréttir af Norðausturlandsdeild A síðasta aðalfundi, sem haldinn var í janúar sl., var starfsreglum deildar- innar breytt. Helstu breytingarnar fólust í fækkun nefnda, en stjórn er heimilt að skipa í nefndir eftir þörfum. Lagðar voru niður skemmti— og fræðslunefnd. Félagsfundum var einnig fækkað og boðar stjórn fundi þegar hún telur þörf á. Aður áttu félagsfundir að vera a.m.k. 6 yfir árið. Aðalfundartíma var breytt og verður aðalfundur haldinn í október ár hvert, í stað janúar. Aðalástæða þessara breytinga er dræm fundarsókn félagsmanna og þátttaka í starfi félagsins. I deildinni eru u.þ.b. 260 félagsmenn og á fundi mæta að jafnaði 15-20 manns. I vor voru stutt fræðsluerindi á félagsfundi og í tengslum við 12. maí var boðið upp á fyrirlestur Sæunnar Kjartansdóttur á Húsavík, „Er heilbrigð sál í hraustlegum líkama?" Var þetta í samvinnu við Heilsueflingu á Húsavík. Hvernig verður starfinu háttað í vetur? Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldinn í september. Efni hans er óákveðið en líklega verður fjallað um starfið fram undan, hvemig því verði háttað. Aðalfundur verður svo í október samkvæmt starfsreglum deildarinnar. Ákveðið hefur verið að hafa fræðsludag í nóvember í samvinnu við Læknafélag Akureyrar og verður efnið tengt öldmn. Dagskrá og dagsetning er ófrágengin en skýrist væntanlega í september. Margrét Þorsteinsdóttir, formaður Tilkynning: Vegna brottflutnings formanns Norðausturlandsdeildarinnar, Arúnar Sigurðardóttur, tók varaformaður, Margrét Þorsteinsdóttir, við formennsku 1. ágúst sl. Vísindaferð í undirbúningi Frá Norðvesturlandsdeiid sem af er árinu 1996 hafa verið haldnir tveir félagsfundir og fjórir stjómarfundir í Norðvesturlands- deildinni en félagar em 62. Helstu viðfangsefni íundanna liafa verið kjaramál. lífeyrismál og ýmis réttindamál hjúkmnarfræðinga. Fræðslunefnd deildarinnar situr á Siglufirði og hefur hún ákveðið að halda fræðslufund síðar í haust. Vísindanefnd deildarinnar vinnur nú að undirbúningi vísindaferðar. Herdís Klausen formaður Frá Vestmannaeyjadeild Hjúkrunarfrœðingar mœla bœjarbúa ( Vestmannaeyjum. tarfsemi Vestmanneyjadeildar hefur verið lífleg þetta árið. Félagsmenn deildarinnar eru um 23. Haldnir vom félags- og fræðslufundir mánaðarlega fram á vor. Deildin hélt upp á alþjóðlegan dag hjúkmnarfræðinga á eftirminnilegan hátt. Ráðist var í stór verkefni. Forskot var tekið að sæluna með því að bjóða nemendum Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum upp á blóðþrýstings- og kólesterólmælingar þann 23. apríl með það markmið að efla hjúkrun til að stuðla að heilbrigði landsmanna. Slagorð dagsins var; Rannsóknir í hjúkrun - Betri hjúkrun — Betra líf. Deildin bauð nemendum fæddum 1976 og 1979, alls 100 nemendum, upp á áðumefndar mælingar og er ákveðið að fylgja yngri árganginum eftir að þrem ámm liðnum. Tilgangurinn með með þessu forvamarstarfi er að hvetja unga fólkið til að hugsa um heilsuna f tíma og hvetja til heilbrigðra lífshátta. Þann 10. maí var síðan öllum bæjar- búum boðið upp á sams konar mælingar, gegn vægu gjaldi, í íþróttahúsi bæjarins. Komust færri að en vildu. Alls vom mældir 270 einstaklingar og em um 100 Upp á svona terlu býður Vestmanneyjadeildin á hátíðarstundum. einstaklingar á biðlista. Ætlunin er að Ijúka mælingunum strax í haust. Mun Vestmannaeyjadeildin gera grein fyrir niðurstöðum þessara rannsókna síðar í Tímariti hjúkrunarfrœðinga. Hjúkrunarfræðingar Suðurlands- deildar heimsóttu okkur til Eyja í maí, auk þess sem hópur hjúkmnarfræðinga og ljósmæðra komu við okkur til mikillar ánægju.Við teljum slíkar heimsóknir nauðsynlegar og bæði til gagns og gamans. Það er ómetanlegt fyrir okkur hér úti í Eyjum að fá tækifæri til að hitta kollega okkar og skiptast á skoðunum og þekkingu. Markmið stjórnar er að halda áfram á sömu braut, þ.e. að hafa félags- og fræðslufundi mánaðarlega í vetur, ekki síst með það fyrir augum að viðhalda faglegri þekkingu á tímum niðurskurðar og manneklu. Guðrún J. Gunnarsdóttir, formaður (Fleiri fréttir frá deildum eru d bls. 207 og 222.) TtMARlT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4 tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.