Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 46
Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur Ráðningarsamningar og upplýsingaskylda í nýjum lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kveðið á um að skylt sé að upplýsa starfsmann um ráðningarkjör þegar hann er ráðinn til starfa og að gera skuli skriflegan ráðningarsamning milli forstöðumanns stofnunar og starfsmanns. 25. júní sl. var undirritað eftirfarandi samkomulag milli Bandalags háskólamanna, ASÍ og BSRB annars vegar og fjármálaráðuneytisins hins vegar um form ráðningarsamninga og skyldu til að upplýsa starfsmenn um ráðningarkjör: SAMKOMULAG UM FORM RÁÐNINGARSAMNINGA OG SKYLDU TIL AÐ UPPLÝSA STARFSMENN UM RÁÐNINGARKJÖR Með vísan til laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna nkisins, hafa fjármálaráðherra annars vegar og Alþýðusamband íslands, Bandalag háskólamanna og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hins vegar gert með sér eftirfarandi samkomulag til að hrinda í framkvæmd ákvæðum 1. mgr. 8. gr. og 42. gr. laga nr. 70/1996 er kveða á um að fjármálaráðherra setji reglur um form ráðningarsamninga og skyldu til að upplýsa starfsmenn um ráðningarkjör, í samráði við framangreind samtök stéttarfélaga, sbr. 52. gr. sömu laga. 1. gr. Gildissvið Reglur þessar gilda um þá starfsmenn ríkisins sem falla undir skilgreiningu 1. mgr. 1. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og teljast ekki embættismenn skv. 22. gr. sömu laga. 2. gr. Lágmarksákvæði um ráðningarkjör Skriflegur ráðningarsamningur skal gerður við starfsmann við upphaf ráðningar. í honum skal a.m.k. eftirfarandi koma fram: 1. Deili á aðilum. a) Nafn, heimilisfang og kennilala stofnunar. b) Nafn, heimilisfang og kennitala starfsmanns. 2. Vinnustaður. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum og skulu þeir þá tilgreindir sérstaklega. 3. Eðli starfs: Starfsheiti skv. kjarasamningi og tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu. 4. Vinnutímaskipulag, þ.e. dagvinna, vaktavinna eða annað fyrirkomulag og þá hvers konar. Starfshlutfall og dagleg og/eða mánaðarleg vinnuskylda. 5. Ráðning, þ.e. hvort ráðning er ótímabundin eða tímabundin. 6. Upphafsdagur ráðningar. 7. Starfslokadagur ef ráðning er tímabundin. 8. Lífeyrissjóður. 9. Stéttarfélag. 10. Mánaðarlaun, t.d. með tilvísun til launataxta og aðrar greiðslur. 11. Greiðslutímabil launa. 12. Orlofsréttur. 13. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns. 14. Réttur til launa í harnsburðarleyfi. 15. Réttur til launa f veikindum. Upplýsingar skv. 11.- 15. tl. er heimilt veita með tilvísun til laga, stjómvaldsfyrirmæla eða kjarasamninga. 3. gr. Störf erlendis Sé starfsmanni ríkisins, öðmm en starfsmanni utanríkisþjónustu, falið að starfa í öðm landi í einn mánuð eða lengur, skal hann fyrir brottför fá skriflega staðfestingu á eftirfarandi ráðningarkjömm: 1. Áætlaður starfstími erlendis. 2. í hvaða gjaldmiðli laun eru greidd. 3. Uppbætur eða hlunnindi sem tengjast starfi erlendis. 4. Eftir atvikum skilyrði þess að starfsmaður geti snúið aftur til heimalandsins. Upplýsingar skv. 2. og 3. tl. má gefa með tilvísun til laga, stjórnvaldsfyrirmæla eða kjarasamninga. 4. gr. Afmarkaðar breytingar á ráðningarkjörum Verði breytingar á ráðningar- kjörum, skv. 2. og 3. gr., umfram það sem leiðir af lögum, stjóm- valdsfyrirmælum eða kjarasamn- ingum, skal stofnun staðfesta breytingamar með skriflegum hætti. 5. gr. Sérákvæði varðandi fyrri ráðningar Óski starfsmaður, sem ekki hefur ráðningarsamning sem uppfyllir skilyrði 2. gr. og ráðinn var fyrir gildistöku laga nr. 70/ 1996, skriflegrar staðfestingar ráðningar í samræmi við reglur þessar, skal stofnun láta honum í té slíka staðfestingu innan tveggja mánaða frá því beiðnin er fram komin. 6. gr. Fjármálaráðherra mun birta reglur, skv. 1. mgr. 8. gr. og 42. gr. laga nr. 70/1996, í samræmi við samkomulag þetta og öðlast þær gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. • Með þessu samkomulagi var útbúin fyrirmynd af ráðningar- samningi sem samningsaðilar gátu mælt með. Stofnunum er engu síður heimilt að nota |>að form sem hentar best hverju sinni, að lágmarksákvæðum 2. gr. uppfyllt- um, eða bæta inn samnings- ákvæðum: (sjd hér d nœstu bls.) TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.