Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.09.1996, Blaðsíða 54
Konur í stjórn deildarinnar (f.v.): ÁsdCs Einarsdótlir Frímann, Sigríður Jakobsdóttir, Sigríður Stephensen, Ingibjörg Magnúsdóttir og Guðrún Guðnadóttir. Stofnfundur deildar eftirlaunaþega í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn 8. júní 1994 og framhaldsfundur 26. október sama ár. Þessi deild var framhald Hlífar, deildar lífeyrisþega í Hjúkrunarfélagi íslands. Stofnfélagar voru alls 153. Fyrsti formaður var Sigurlín Þ. Gunnarsdóttir, fyrrum hjúkrunarforstjóri. Núverandi stjórn skipa: Ingibjörg R. Magnúsdóttir, formaður, Gróa Sigfúsdóttir, gjaldkeri, Jóhanna Brynjólfsdóttir, ritari, Sigríður Þ. Stephensen og Guðrún Guðnadóttir, meðstjórnendur, og í varastjórn sitja: Ásdís Einarsdóttir Frímann, Rannveig Þórólfsdóttir og Sigríður Jakobsdóttir. Allir félagar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem náð hafa 60 ára aldri, geta gengið í deildina. Þeir verða þó ekki félagar við að ná þessum aldri lieldur þurfa þeir að óska eftir inngöngu, skriílega eða með því að hringja til einhvers fulltrúa í stjórninni. Árgjald er ekkert en félagar greiða fyrir kaffi á fundum. Fundarsókn hefur verið mjög góð, 50-75 félagar hafa sótt fundi og eru þó margir félagar búsettir úti á landsbyggðinni. Söngur og gleði Deildin heldur fundi tvisvar á ári og er annar fundurinn aðalfundur. Þessir fundir eru í augum okkar margra skemmtifundir þar sem gamlir vinir og samstarfsmenn koma saman og njóta stundarinnar við kaffi- drykkju og Hnallþórutertur. Eitt og annað er haft til fróðleiks og skemmtunar. Nokkrir félagsmenn í Félagi fslenskra hjúkrunar- fræðinga hafa flutt erindi á fundum deildarinnar. Má þar nefna erindi Maríu Pétursdóttur um 75 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, Ingibjargar R. Magnúsdóttur um vinnu lífeyrisþega, einkum tímavinnu, Sigþrúðar Ingimundar- dóttur um 75 ára afmæli S.S.N. og Ástu Möller um lífeyrismál hjúkrunarfræðinga. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, óperusöngkona, og Jón Stefánsson, söngstjóri, skemmtu á fundi með ílutningi á innlendri og erlendri tónlist og Jóna Einarsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og harmoníkuleikari, með harmoníkuleik. Síðast en ekki sfst flutti Ólavía Sveinsdóttir frumort ljóð, „Kindla“, sem hún tileinkaði „hjúkrunarkonum af gamla skólanum“. Sumarferðir deildarinnar hafa verið mjög vinsælar og þátttaka góð. Á sl. ári var farið um Suðumes, skoðuð mannvirki og heilbrigðisstofnanir og í júní sl. var ferðinni heitið til Akraness. Móttökur hjúkrunarforstjóra og annarra stjómenda á þessum stöðum hafa verið með ágætum. Sagt var frá ýmiss konar fróðleik um þá staði er farið var um og komið til m.a. Orkuvers Suðurnesja, Bláa lónsins, Byggðasafns Akraness og Listasetursins í Kirkjuhvoli á Akranesi. Samveran á ferðunum var krydduð með skemmtilegum smásögum, söng og harmoníkuleik. Nokkrir umræður hafa verið á Félagar áfrœðslufundi um lífeyrissjóðsmál. fundum um nafn deildarinnar. Sumir félagar Hlífar vom óánægðir með að eldra nafnið, Deild lífeyrisþega, skyldi ekki vera notað áfram og aðrir vildu nýtt nafn, Deild öldunga ( Félagi (slenskra hjúkrunarfrœðinga. Ingibjörg R. Magnúsdóttir, formaður Skemmtun og fræðsla Frá deild ellilífeyrisþega Ný lög.. . (frh. af bls. 220) með því að skerða verulega greiðslur til fastráðinna kvenna í ríkisþjónustu í fæðingarorlofi. Hjúkmnarfræðingar í starfi hjá hinu opinbera halda nú föstum launum í 6 mánuði fæðingarorlofi og fá auk þess greitt meðaltal af yfirvinnu og álagi síðustu 12 mánaða fyrstu 3 mánuði fæðingarorlofs. Á almennum vinnu- markaði fá konur, sem starfa utan heimilis, greiddar u.þ.b. 60.000 kr. á mánuði í 6 mánuði í fæðingarorlofi. Otímabundin skipun felld niður í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir því að ríkisstarfsmenn fái ótímabundna skipun í stöðu (hefur oft verið nefnt æviráðning). Þröngur hópur embættis- manna verður þó skipaður til 5 ára í senn. Skipting ríkisstarfsmanna í embættismenn og aðra starfsmenn - skert réttarstaða embættismanna í lögunum er ákveðinn liópur ríkisstarfsmanna skilgreindur sem embættismenn. Embættismenn njóta annarra réttinda og bera aðrar skyldur en aðrir rikisstarfsmenn. Embættismenn eru skipaðir til 5 ára í senn, laun þeirra eru ákveðin af Kjaradómi eða kjaranefnd, þeir munu standa utan stéttarfélaga og hvorki hafa samnings- né verkfallsrétt. 1 lögunum er réttarstaða embættismanna verulega skert. Sem dæmi þá er heimilt að flytja embættismann úr einu embætti í annað jafnvel milli landshluta og unnt er að víkja embættismanni úr starfi ef hann sýnir ekki fullnægjandi árangur í starfi, t.d. ef hann fer fram úr fjárlaga- heimildum (á móti er embættismönnum gert auðveldara um vik að lækka laun annarra starfsmanna, sbr. umfjöllun um aukið vald forstöðumanna hér að framan). 222 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 4. tbl. 72. árg. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.