Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 6
Mannabreytingar hjá Félagi íslenskra hjúkrnnarfræðinga Ingibjörg naut sín í kveðjuhójxnu. Undanfarið hafa töluverðar breytingar orðið á starfs- fólki Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og skal hér gerð grein fyrir þeim hjúkrunarfræðingum til upplýsingar. Fyrst er að telja að Ingibjörg Gunnarsdóttir, sem hefur sinnt hjúkrunarfræðingum dyggilega í nærri 30 ár, lét af störfum fyrir aldurs sakir. 011 þessi ár hefur hún verið óþreytandi við að svara fyrirspurnum, greiða úr vandamálum og sinna hvers kyns duttlunguirí hjúkrunarfræðinga sem til hennar hafa leitað. I raun hefur Ingibjörg „hjúkrað“ hjúkrunarfræðingum af kost- gæfni með starfi sínu. Loka- daginn, 28. febrúar 1997, var henni haldið veglegt hóf í hús- næði félagsins að Suðurlands- braut 22. Þangað flykktust hjúkrunarfræðingar, og aðrir sem hafa starfað með Ingibjörgu í gegnum árin, og áttu með henni einkar ánægjulega stund. Anna Gunnarsdóttir, sem hefur starfað á skrifstofu hjúkrunarfræðinga um tveggja ára skeið, hefur tekið við starfi Ingibjargar við reikningshald, sem er fullt starf. Áslaug Sif Guðjóns- dóttir Við störfum Önnu á skrifstof- unni tekur Áslaug Sif Guðjóns- dóttir. Áslaug hefur starfað á skrifstofu borgarverkfræðings, við bókhald á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og sem ritari á félags- og þjónustumiðstöðinni við Vitatorg. Hún er ráðin í hálft starf eftir hádegi frá 1. mars. Þorgerður Ragnarsdóttir, rit- stjóri, sneri aftur úr fæðingar- orlofi í byrjun mars og verður nú í 70% starfi. Bryndís Kristjánsdóttir, sem ritstýrði blaðinu í fjarveru hennar, snéri þá til annarra starfa við kvikmyndagerð Valdimars Leifssonar. Hún hefur þó ekki alveg sagt skilið við hjúkrun, m.a. vinnur hún um þessar mundir að mynd um Klepps- spítala í tilefni af 90 ára afmæh hans. Þar verður m.a. fjallað um þátt hjúkrunar í sögu spítal- ans. Bryndís er einnig varaborg- arfulltrúi fyrir R-listann, for- maður umhverfismálaráðs Reykjavíkur og formaður Sam- bands Alþýðuílokkskvenna. Aðalbjörg J. Finn- bogadóttir Sesselja Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, eignaðist litla stúlku 26. mars sl. og er því í fæðingarorlofi. I hennar stað hóf Aðalbjörg J. Finnbogadóttir störf í byrjun mars. Hún var áð- ur hjúkrunarframkvæmdastjóri fræðslu- og rannsóknasviðs Sjiikrahúss Reykjavíkur. Eins og Sesselja verður Aðalbjörg í 60% starfi. Auk þess er Kristín Björns- dóttir, dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Is- lands, í 30% starfi tímabundið fram á vor við að ganga frá hug- myndafræði og stefnumótun Fél- ags íslenskra bjúkrunarfræðinga. Afram eru Ásta Möller, for- maður, Vigdís Jónsdóttir, bag- fræðingur, og Soffía Sigurðar- dóttir, skrifstofustjóri, í fullu starfi. I heildina eru stöðugildi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga því 6,1 þegar þetta er ritað. ÞR 70 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.