Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 16
frekari athugunar. Þannig eru konur endurkallaðar til frekari röntgen- rayndatöku (klínískrar röntgenmynda- töku), þreifingar og ómskoðunar á brjóstum og síðan töku sýnis með vefjaástungu ef ástæða þykir til. 011- um konum, sem þurfa frekari með- ferð, er vísað til sérfræðinga á stofu, til innlagnar á sjúkrastofnunum og/eða til heimilislækna eftir því sein við á hverju sinni. Ekki er veitt meðferð á leitarstöðinni enda væri það á skjön við starfssvið hennar nema þegar með- höndla þarf sýkingar svo hægt sé að ná fullnægjandi sýni frá leghálsi. liins vegar á leitarstöðin góða samvinnu við heilhrigðis- stofnanir og þá aðila sem veita meðferð við krabba- meinum, og er það ein af meginforsendum leitar- starfsins að til sé meðferð við þeim sjúkdómum sem leitað er að. I ljósi þessa hljóta væntingar til leitarstöðvarinnar fyrst og fremst að vera þær að leitarstarfið sé skil- virkt og árangursríkt og nái að mæta þeim markmið- um sem að framan greinir. Iiins vegar á krafan um góða þjónustu fullan rétt á sér, þó svo að hún sé hóp- leitarmiðuð. Hópleitarferlið sem slíkt byggir á ákveð- inni „rútínu“ en samskipti við einstaklinga eiga og mega ekki vera rútína, þó vissulega sé sxí hætta fyrir hendi þegar slíkur fjöldi sækir þessa þjónustu á hverjum degi. Starfsfólki leitarstöðvarinnar er mjög umhugað um að draga úr áhrifum rútínunnar þó seint verði hjá henni komist þar sem eðli leitarstarfs- ins byggir á hópleitarferli. Ekki síst j»ess vegna hafa verið gerðar tvær Jijónustukannanir á vegum leitar- stöðvarinnar og verður greint frá þeim hér að neðan. Þáttur hjúkriiiiar Það ligghr í hlutarins eðli að starf hjúkrunarfræðinga á leitarstöðinni er á ýmsan hátt frábrugðið starfi á sjúkrastofnunum enda er að mestu um heilbrigða skjólstæðinga að ræða þó allmargar konur leiti einn- ig til stöðvarinnar vegna einkenna, einkum frá brjóstum. Finna má hliðstæðu í störfum hjúkrunar- fræðinga sem starfa við mæðravernd og ungbarnaeft- irlit. Rétt eins og við þær aðstæður eru hópskoðanir einnig vettvangur til að koma á framfæri upplýsing- um, ráðgjöf og öðrum heilsuverndaraðgerðum. Er- lendar rannsóknir hafa leitt í ljós að Jiað eitt að fá boð um að korna í legháls- og brjóstakrabbameinsleit valdi konum streitu. Hjá mörgum konum vaknar ótti, við Jiað eitt að sjá orðið krabbamein. Þá er og ljóst að margar konur eru viðkvæmar fyrir rann- sóknunum sjálfum og finna til óþæginda í tengslum við þær. Starfið krefst Jiví hæfni í mannlegum sam- skiptum og J>að er afar mikilvægt að hjúkrunarfræð- ingurinn hafi tilfinningu fyrir einstaklingnum og Jiörfum hans hverju sinni (Hurley, 1993; Sliaw, 1994; Kipps, 1994). Hjúkrunin á að endur- spegla jákvætt viðhorf til hópleitar og til þeirra einstaklinga sem koma á leit- arstöðina. Markmiðið er að draga úr kvíða og gera konni konunnar eins Jiægilega og traustvekjandi og unnt er. Það er mjög áhugavert að vera þátt- takandi í og fá að fylgjast með svo viðamiklu og árangursríku forvarnar- starfi. Viðhorfsköimim Krahbameinsfélag Islands óskaði eftir Jjví við Félagsvísindastofnun Háskóla íslands að hún kannaði viðhorf reyk- vískra kvenna til leitarstöðvarinnar. Fram fór síma- könnun í febrúar 1994. Tilgangur könnunarinnar var þríþættur: I. Að leita orsaka |>ess að mæting í leitarstöðina minnkaði milli 1992 og 1993 um 12,4%. II. Að kanna hvort sögusagnir um óánægju með í leitarstöðina ættu við rök að styðjast. III. Að kanna hvað veldur slakri mætingu í leit að brjóstakrabhameini með röntgemnyndatöku, samanhorið við nálæg lönd. Tilgátur Eftirfarandi rannsóknartilgátur voru settar fram annars vegar varðandi leghálskrabbameinsleitina og hins vegar varðandi leit að hrjóstakrahhameini. 1. Leghálskrabbameinsleitin • Of hátt gjald dregur úr mætingu. • Óánægja með viðmót og/eða aðstöðu í leitarstöðinni dregur úr mætingu. • Konur, sem telja sig í minni hættu á að fá leghálskrabbamein, mæta síður. 2. Brjóstakrahhaineinsleit með röntgenmyndatöku • Otti við sársauka veldur lítilli mætingu. • Leghálsskoðun samhliða hrjóstamyndatöku dregur úr mætingu. • Konur sem vita ekki um brjóstakrabbamein í ættinni telja sig í lítilli haíttu og mæta Jjví síður. • Otti við geislun veldur lélegri Jjátttöku. Auk |>ess að kanna ofanskráðar tilgátur var ákveðið að reyna að komast að orsökum fyrir lélegri mætingu Jjeirra kvenna sem liafa aldrei mætt í leg- hálskrabbameinsleitina (5% kvenna á aldrinum 25- 69 ára). Rannsóknarhópuriim Urtakið var 1079 konur úr liópi 40.000 kvenna af i höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 25-69 ára, sem höfðu ekki greinst með krabbamein og voru ekki undir eftirliti vegna forstigsbreytinga. Heildarsvörun var 76%. Mest svörun var hjá þeim sem koma reglulega í leitarstöðina, Jj.e. 90% Jjeirra sem koma í Ijósi þessa hljóta væiitingar til leitarstöðvar- itinar fyrst og fremst að vera þær að leitarstarfið sé skilvirkt og árangursríkt og nái að niæta þeim markmidum sem að framan greinir. Hiits vegar á krafan tim góða þjóiiustu fullan rétt á sér, þó svo að hún sé kópleitarmiðuð. 80 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.