Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.1997, Síða 44
Starfsmat Starfsmat og starfsáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræöinga I starfsáætlun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga starfsárin 1995-1997, sem samjjykkt var á fulltrúa- Jjingi félagsins vorið 1995, var ákveðið að unnið skuli að endurskoðun á launakerfi hjúkrunarfræðinga sem hyggir á launajafnrétti kynjanna. A fulltrúajjinginu voru einnig lagðar fram helstu áherslur kjaranefndar á næsta starfstímabili en Jjar segir m.a. eftirfarandi: • Að athugað verði hvort og J)á hvernig liægt er að nýta lögin um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla Jjannig að tryggt verði að konum og körl- um séu greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir jafnverðmæt og samhærileg störf. * Að athugað verði hvort og J)á hvernig unnt sé að nýta starfsinat til að endurmeta hefðbundin kvennastörf. Til að vinna að ofangreindum markmiðum félags- ins í jafnréttismálum hefur undirrituð m.a. setið sem l'ulltrúi félagsins í jafnréttisnefnd Bandalags háskóla- manna og verið fulltrúi samtakanna í starfshópi sem félagsmálaráðherra skipaði til að kanna starfsmat sem leið til að jafna launamun kynjanna. A ráðstefnu norrænna hjúkrunarfræðinga um kjör og vinnu- aðstæður hjúkrunarfræðinga, sem lialdin var hér á landi í septemlier sl., var m.a. eitt meginþemað um- fjöllun um nýtingu starfsmats og jafnréttislaga til að hæta launakjör hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Þar hélt Pat Armstrong, prófessor frá Kanada, er- indi um Hjúkrunarfræðinga og starfsmat og hirtist erindi hennar í heild sinni í Jjessu tímariti. Jafnréttisnefnd Bandalags háskólamanna og umsókn um styrk til Evrópusambandsins vegna starfsmatsverkefnis Jafnréttisnefnd Bandalags háskólamanna tók ákvörðun í byrjun Jiessa árs um að sækja um styrk til Evrópusambandsins til að koma af stað verkefni um starfsmat. Markmiðið með verkefninu er að safna og skiptast á upplýsingum um notkun á starfsmati til að draga úr launamun milli háskólamenntaðra karla og kvenna. Samstarfsaðilar eru m.a. Félag háskóla- kennara í Bretlandi og Félag upplýsinga- og hóka- safnsfræðinga í Svíjtjóð. Með J)ví að leiða marga aðila saman, ineð mismunandi reynslu af notkun á starfs- mati og mismunandi ujiphyggingu vinnumarkaðar, gefst tækifæri til að auka Jiekkingu innan aðildar- félaga handalagsins á notkun á starfsmati og á Jieim möguleikum sem starfsmat kann að hafa upp á að bjóða. Þessi Jiekking er nauðsynleg, ekki síst í umræðunni um hugsanlegar hreytingar á launkerfi í framtíðinni. Yfir 500 umsóknir um styrk til verkefna á sviði jafnréttismála hárust til ES og var framan- greint verkefni valið í hóp 90 umsókna sem fá tæki- færi til að sækja um formlega. 30 umsóknir eru síðan valdar úr sem fá styrk. Algeng styrkupphæð er um 80.000-100.000 ECU eða um 6.500.000-8.150.000 ísl. kr. Starfshópur um starfsmat skipaður af félagsmálaráðherra Starfshópur um starfsmat gaf út ýtarlega skýrslu um starfsmat í fehrúar 1996. I þeirri skýrslu lagði starfs- hópurinn fram J)á tillögu „að farið yrði út í tilrauna- verkefni J)ar sem starfsmati verði beitt í einni eða tveimur stofnunum á vegum ríkisins, einu einkafyr- irtæki og einu fyrirtæki/stofnun á vegum Reykjavík- urhorgar. Tilgangur verkefnisins vajri að nota kyn- hlutlaust starfsmatskerfi til að raða störfum innbyrð- is á hverjum vinnustað. Við val á fyrirtækjum yrði hugað að fjölhreytileika starfa og því að á vinnu- staðnum séu bæði hefðbundin kvenna- og karlastörf. Með verkefninu er ætlunin fyrst og fremst að skoða innbyrðis vægi starfa en ekki að tengja niðurstöður Jiess gildandi kjarasamningum.“ Einnig var lagt til að yfirumsjón verkefnisins verði í höndum starfs- hópsins. Félagsmálaráðherra samjjykkti Jtessa tillögu starfshópsins og nú hefur verið ráðinn verkefnastjóri í fullt starf í félagsmálaráðuneytinu til að stýra J)essu verkefni. Einnig hefur Reykjavíkurhorg ráðið sér- stakan starfsmann í 50% starf til að vinna að verk- efninu og skrifstofa jafnréttisráðs leggur einnig fram starfsmann til verkefnisins. Undanfarna mánuði hef- ur verið unnið að J)ví í starfshópnuin að velja Jiað starfsmatskerfi sem nota á og að skoða J)ær stofnanir og fyrirtæki sem koma til greina í verkefnið. Akveðið hefur verið að nota starfsmatskerfi sem kallað er HAC-kerfið og er verið að Jiróa J)að á sænsku vinnu- málastofnuninni. Kerfishtutdið starfsmat Störf á vinnumarkaði eru alltaf metin til launa. Við launaákvörðun á sér J)ví alltaf stað ákveðið starfs- mat, J).e. mat á verðmæti starfa hvers og eins. Laun hér á landi eru yfirleitt ákveðin í kjarasainningum og 108 TIMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2. TBL. 73. ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.