Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 4
FORMANNSPISTILL Nýr kjarasairniingur, gjörbreyting fyrir hjukrunarfræðinga Ásta Möller ann 9. júní sl. var undirritaður nýr kjarasamning- ur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og viðsemj- enda Jieirra, þ.e. fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurhorgar, Reykjalundar og St. Franciskus- spítala í Stykkishólmi. Samningurinn, sem er kynntur hér í hlaðinu, markar tímainót í launamálum hjúkrun- arfræðinga. A undanförnum árum hafa hjúkrunarfræðingar ítrekað gagnrýnt launakerfi ríkisins og hent á að það liafi fyrir löngu gengið sér til húðar. Launakerfið liefur verið hyggt á láglaunastefnu og verið lítt sveigjanlegt. Samið hefur verið um launaliækkanir á launatöflu, svipað og samið hefur verið um í kjarasamningum á almennum markaði. Sá munur er hins vegar á að opin- berir starfsmenn hafa að jafnaði tekið laun skv. launa- taxta stéttarfélags síns á meðan laun starfsfólks á almenna markaðinum hafa ekki verið bundin kjara- samningum með sama hætti. Má í því sambandi henda á að skv. athugun VR taka einungis um 3% félags- manna þeirra laun skv. launataxta sem félagið hefur samið um í kjarasamningum. Meðal annars með framangreint í huga tóku samn- inganefnd og stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, að höfðu samráði við fjölda félagsmanna, ákvörð- un um að semja um nýtt launakerfi fyrir hjúkrunar- fræðinga. Nýtt launakerfi felur í sér að stéttarfélag hjúkrunar- fræðinga semur í miðstýrðum kjarasamningi um launa- kerfi, launahækkanir, launatöflu og um grófa ílokkun starfa í launaramma, auk annarra þátta s.s. vinnu- tíma, orlof o.fl. þætti, sem þekktir eru úr eldri kjara- samningi. Ákveðnum þáttum launaákvarðana er hins vegar vísað til fulltrúa stéttarfélagsins og viðkomandi stofnana, þar sem aðilar koma sér saman um forsendur um röðun starfa og einstaklinga innan launakerfisins. Þessir þættir teljast síðan hluti kjarasamnings. Þessar forsendur eru síðan lagðar til grundvallar mati á röðun einstaklinga innan launakerfisins, þar sem tekið er mið af þekkingu, reynslu, ábyrgð og hæfni viðkomandi. Nýtt launakerfi hjúkrunarfræðinga mun hafa í för með sér gjörbreytingu fyrir hjúkrunarfræðinga. Grunnhugmynd eldra launakerfis hyggir á að starfs- heiti hjúkrunarfræðings ráði fyrst og fremst launum hans. Almennur hjúkrunarfræðingur er því jafngildur öðrum alinennum hjúkrunarfræðingi í mati á launum. I nýju launakerfi er hins vegar viðurkennt að hjúkrun- arfræðingar geti haft mismunandi þekkingu, reynslu og hæfni, þrátt fyrir að þeir gegni að fonninu til sams konar ábyrgð. Þessir þættir eru metnir og það verður á ábyrgð hvers hjúkrunarfræðings fyrir sig að rökstyðja kröfu sína um launalegan framgang. Þetta kallar á nýjan liugsunarhátt, og það er staðföst trú mín að hjúkrunarfræðingar séu reiðubúnir að takast á við þetta verkefni. Nýtt launakerfi kallar einnig á breyttar starfshætti lijá félaginu, m.a. með aukinni fræðslu, þjálfun og stuðningi við trúnaðarmenn á stofnunum, auk þess sem félagið verður að leggja áherslu á að afla og miðla upplýsingum um launakjör hjúkrunarfræð- inga og annarra starfsstétta á stofnunum og milli stofnana. Hjúkrunarfræðingar eru á leið inn í nýtt tíinabil í launamálum stéttarinnar með ákvörðun um að taka upp nýtt launakerfi. Þeir eru að taka ákveðna áhættu, 4 en jafnframt að takast á við ögrandi verkefni. Með bjartsýni, áræðni og kjarki þurfa þeir að nýta sér til liins ýtrasta þau tækifæri sem nýtt launakerfi veitir þeim. SKRIFSTOFA FÉLAGSINS Starfsfólk Félags íslenskra hjiikrunarfræóinga: Ásta Möller, formaður, starfar alla duga vikunnar kl. 9-17 Aóalbjörg Finnbogadóttir, hjúkrunurfræðingur, sér in.a. um ráðgjöf og námsmat. Starfar mániul. og |>i*iðjml. kl. 9 - 16 og miðvikud. og fiiiiiiitiul. kl. 9 - 14 Anna Gunnarsdóttir, skrifstofumaður og liókari, starfar ulla daga vikunnar kl. 9-17 Áslaug Guójónsdóttir, gkrifstofumuður, starfar alla daga vikunnar kl. 13 - 17 Soffía Siguróardóttir, skrifstofumaður, sturfar alla ilaga vikunnar kl. 9-17 Vigdís Jónsdóttir, hagfræðingur, starfar alla daga vikunnar kl. 9 - 17, símaviðtalstími ]>i*iðjiul., miðv.d. og limmtd. kl. 9 - 12. Þorgeröur Ragnarsdóttir, ritstjóri, starfar alla ilaga vikunnar frá 9 - 14 Skrifstofa félagsins að Siiðurlandsliraiil 22 er opin virka daga kl. 9-17. Skrifstofa félagsins sér um, auk almennrar skrifstofu|ijón- ustu og ii|>]ilýsingamiðlunar, |>jónustu við sjóði félugsins, s.s. sturfsmenntunarsjóð, vísindasjóð, orlofssjóð og minningar- sjóði, ineð ii]i|dýsingumiðlun, mótloku umsókna, undirluui- ingi fyrir litldutanir og frágangi við úthlutanir. Skrifstofan sér cinnig um sölu á vurningi á vogum félugsins, leigu á ílnið í lleykjavík og sumarhústöðum félagsins utan suinarleyfistíma. Skrifstofan verður lokuð frá 14. júlí til S. ágúst í sumar vegna sumarlcyfa og viðgeröa á húsi. 140 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.