Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Side 46
hafi jafnvel verið lögð í einelti vegna foreldramissis. Að sama skapi sé engin skipulögð þjónusta hjá heilsugæsl- unni. Þarna sé óplægður akur í fyrirbyggjandi hjúkrun. Bryndís telur mikilvægt að eitthvað sé gert til að fyrirbyggja sjúkleg sorgareinkenni, þetta sé velþekkt fyrirbæri í heilsu- gæslu. Eftirmeðferð Heimahlynningar sé aðeins brot af því sem gera þurfi. Allt á einum stað Það er greinilegt að áhugi Bryndísar á starfinu er brenn- andi. Hún og fleiri hafa gert margt gott, en mikið er enn óunnið. Hvaða breytingar vill hún sjá í þessum málum á næstu árum? „Ég vil að þessi sérþekking sem til er hér og annars staðar nýtist. Að öll meðferð deyjandi sjúklinga verði á einum stað og ég lít því til líknarheimilisins í Kópa- vogi. Það var draumur okkar Snorra og er næsta skref að okkar mati.“ Hjúkrunar- fræðíngar! Hjá Vinnueftirliti ríkisins má fá: • Reglur, m.a.: - Að handleika byrðar - Húsnæði vinnustaða - Skjávinna - Aðbúnaður starfsmanna í afleysingarstarfi eða tímabundnu starfi • Myndbönd á sviði líkamsbeitingar, m.a.: - Að handleika byrgðar - Vinnuhæð - Vinna við tölvu - Rétt líkamsbeyting - betri heilsa • Fræðslurit og leiðbeiningar, m.a.: - Vinnutækni við umönnun - Vellíðan í vinnunni - Inniloft og líðan fólks - Rétt líkamsbeiting - Bakþankar - Hávaði á vinnustað Jip Vínnueftirlit ríkisins (éjjWMj Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík Er þetta líknarheimili í Kópavogi bara draumur, eða hefur eitthvað gerst í málinu? „Oddfellow-reglan varð 100 ára í ár (1997) og allar deildirnar vildu sameinast um stórt verkefni í líknarmálum. Niðurstaðan varð sú að stuðla að stofnun líknarheimilis í Kópavogshælinu." Bryndís upplýsir að Oddfellow hafi þegar lagt töluverða fjárhæð til málstaðarins, og að Heilbrigðisráðuneytið hafi tryggt reksturinn. Málið sé nú á borði Ríkisspítala og undirbúngsvinna sé í þann veginn að hefjast. „Við hjá Heimahlynningu komum til með að taka þátt í undirbún- ingnum. Við sjáum möguleika á að halda áfram okkar uppbyggingarstarfi." „Fólki, sem hefur verið lengi heima hjá sér, finnst erfitt að fara á sjúkrahús", segir Bryndís, „það þarf að fara í öðruvísi umhverfi. Álagið er of mikið inni á sjúkrahúsun- um.“ Bryndís myndi vilja halda áfram með Heimahlynn- ingu, en að hún yrði skipulögð út frá væntanlegri líknar- deild. Það fólk sem geti ekki lengur verið heima leggist þar inn. Eftirmeðferðina yrði að efla og skipuleggja út frá annarri starfsemi deildarinnar í Kópavogi. Krefjandi og gefandi starf Bryndís hefur helgað sig starfi Heimahlynningar í 12 ár. Hvernig hefur geirfuglinum gengið að nota menntun sína? „Námið nýtist vel eins og allt nám. En auðvitað hef ég verið að mennta mig á námskeiðum og með lestri undanfarin 10 ár. 23 ára starfreynsla og lífsins skóli nýtast vel, en auk- in menntun er alltaf til góðs." Hún segir starfið byggjast á teymisvinnu margra stétta: hjúkrunarfræðinga, lækna, presta, sálfræðinga, félagsráðgjafa og geðlækna. Allir leggi sitt af mörkum og samvinnan sé undirstaða góðs árangurs. \ Krónurnar í launaumslaginu eru ef til vill fleiri en ef Bryndís ynni á sjúkrahúsi, en þegar tekið sé tillit til atvinnuréttinda og ýmissa trygginga sem fylgi starfi hjá rík- inu, sé erfitt að segja hvort hún hafi það betra hjá Heimahlynningu. En er starfið þess virði? „Tvímælalaust. Þessi vinna er að vísu mjög erfið bæði andlega og líkam- lega. Okkar gæfa hjá Heimahlynningu hefur verið frábært starfsfólk. Við styðjum hvert annað á erfiðum stundum. Þetta hefur verið krefjandi en jafnframt gefandi." Það er Ijóst að þótt Bryndís sé sjálfstætt starfandi eins og það er kallað, þá er sú hjúkrun sem hún sinnir ekki aðeins nauðsynleg, heldur sjálfsögð. Líknardeild eða heim- ili ætti að vera veruleiki - ekki draumur. Hjúkrunarfræðingar ættu ekki að þurfa að stunda líknarhjúkrun í sjálfboða- vinnu. En meðan svo er skulum við þakka fyrir að hafa fólk eins og Bryndísi. 46 Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.