Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 73
Guðrún Ragnarsdóttir Frá fagdeildum Fagdeíld bamahiúkrunar ræðínga í Dublin Síðastliðið vor fæddist sú hugmynd í stjórn fagdeildar barnahjúkrunar- fræðinga að bregða út af vananum varðandi fræðslu fyrir félagsmenn og færa hana út fyrir landsteinana. Upphafið að þessari hugmynd var sú að við fengum boð um að skoða sumarbúðir fyrir langveik börn sem stofnaðar voru af Paul Newman og eru skammt frá Dublin á írlandi. Einnig stóð til boða að heimsækja barnasjúkrahús í Dublin. Því miður kom boð á síðustu stundu um að þeir treystu sér ekki til að taka á móti hópnum, svo ekkert varð úr því. Undirtektir félaga í fagdeildinni voru framar vonum og var lagt upp í mjög skipulagða ferð þann 21. nóvember síðastliðinn með 21 félagsmann inn- anborðs í breiðþotu Atlanda á vit nýrra ævintýra. Ferðin stóð í 4 daga. Gist var á hóteli í hjarta borgarinnar þar sem gleði og samstaða tók völdin. Einkennandi var að hverja lausa stund, hvort sem var yfir málsverði, bjórglasi eða í rútu barst talið fljótlega aö hjúkrun og voru því haldnir fjölmargir óformlegir fagfundir. Þar sem dagskráin var skipulögð með alla möguleika í huga, þá var haldinn fræðsludagur á sunnudegin- um og fórum við suður á bóginn með lest eldsnemma að morgni í dynjandi rigningu og roki. Ákvörðun- arstaður okkar var „The Court Hotel", Killiney Bay, sem er um 1 klst. akstur frá Dublin. Þetta er sér- lega glæsilegt hótel niðri við strönd- ina og ráðstefnusalurinn eftir því góður. Dagskrá var eftirfarandi: Guðrún Ragnars sagði frá ráðstefnu “Pediatric nursing” sem haldin var í Washington DC.Í september síðastliðnum Kristín Vigfúsdóttir talaði um sjúkrahústengda heimahjúkrun. Gillian Holt talaði um stuðning við fjölskyldu veika barnsins. Helga Lára Helgadóttir fjallaði um menntun í barnahjúkrun. Síðan var hópvinna þar sem hópnum var skipt í fernt og fjallað um mál sem við teljum efst á baugi í dag, þ.e.: Menntun í barnahjúkrun Gæðamál og sparnaður á barna- deild Barnadeildir á íslandi, hverju þyrfti að breyta. Þverfagleg samvinna á barnadeild. Niðurstöður voru kynntar í lok dagsins. 1. Menntunarmál Varðandi menntunarmálin taldi hóp- urinn sem um það fjallaði brýnast að stjórnendur sjúkrahúsa legðu metn- að sinn í að bjóða starfsfólki uppá símenntun, þeim að kostnaðarlausu og á vinnutíma þegar það gefst. Einnig var talið mjög brýnt að efla stéttarvitund hjúkrunarfræðinga og gefa þeim jafnræði til náms. Sí- menntun á að vera hluti af starfinu. Mikilvægt er að auka vægi sí- menntunar t.d. í formi reglulegra fræðslufunda. Foreldrar veikra barna gera kröfur til starfsfólks. Þeir treysta frekar þeim sem sýna öryggi við tæknileg atriði. Þörfin fyrir fræðslu og upplýsingar til foreldra og barna gerir þær kröfur til Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 73

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.