Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 75

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1998, Síða 75
Jónína Sigurgeirsdóttir Frá fagdeildum Málþína lungnahíúkrunarfræðínqa Þpnn 27. nóvember 1997 var haldið málþing á vegum fagdeild- ar lungnahjúkrunarfræðinga í sal Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við Suðurlandsbraut. Málþingið sóttu tæplega 30 hjúkrunarfræðingar. Fyrst á dagskrá var frásögn Stellu Hrafnkelsdóttur af ráðstefnu norr- ænna lungnahjúkrunarfræðinga, sem haldin var í Lundi í júní 1997. Þar komu saman um 90 hjúkrunarfræð- ingar frá öllum Norðurlöndunum og voru 5 héðan frá íslandi. Næst kom kynning Jóhannesar Guðmundssonar á Samtökum lungnasjúklinga, sem stofnuð voru á Reykjalundi 20. maí 1997. Félags- menn eru nú orðnir hátt á fjórða hundrað og má þar finna bæði lungnasjúklinga, aðstandendur þeirra og heilbrigðisstarfsfólk. Markmið félagsins eru að vinna að hagsmun- um lungnasjúklinga, efla samkennd meðal þeirra, byggja upp forvarnir og efla rannsóknir á lungnasjúkdóm- um. Félagið hefur sótt um aðild að SÍBS og hefur fengið aðstöðu í safn- aðarheimili Hallgrimskirkju. Þá kynntu Guðrún Jónsdóttir og Edda Steingrímsdóttir hjúkrunar- fræðingar á Vífilsstaðaspítala rann- sókn þeirra, Helgu Jónsdóttur og Bjarneyjar Tryggvadóttur um áhrif upprifjunar endurminninga á lungna- sjúklinga. Niðurstöður rannsóknar- innar verða birtar á næstunni. Margrét Baldursdóttir og Guð- björg Rétursdóttir kynntu rannsókn sína varðandi aðferðir sem beitt er á Reykjalundi í meðferð sjúklinga sem þurfa að venja sig af reykingum. Samanburðarhópur var fenginn á lungnadeild Vífilsstaðaspítala á sama tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta þær aðferðir sem notaðar eru í reykingavörnum á Reykjalundi og að þróa áframhaldandi meðferð. Við útskrift af Reykjalundi voru 90% sjúklinganna reyklausir en 11 % við útskrift af Vífilsstaðaspítala. Eftir 12 mánuði voru 57% enn reyklausir af Reykjalundarhópnum en 10% af Vífilsstaðahópnum. Guðbjörg og Margrét sögðust vera á þeirri skoðun að Vífilsstaðahópurinn hefði ekki síður verið fáanlegur til að hætta að reykja ef hann hefði fengið fullnægj- andi stuðning og töldu þær rann- sóknina styðja það að Reykjalundur væri á réttri leið í reykingavörnum. Að lokum sagði Helga Jónsdóttir frá verkefni og rannsókn sem hún hefur unnið að frá 1994 á Vífilsstaða- spítala í samstarfi við hjúkrunar- fræðinga þar; en rannsóknin var hugsuð sem stuðningur við hjúkrun- arfræðinga þar í að innleiða einstakl- ingshæfða hjúkrun í stað hóphjúkr- unar. Rannsóknin var unnin jafnhliða því sem þessi breyting var fram- kvæmd og tilgangur hennar sá að meta árangur breytinganna. Hún var unnin upp úr dagbók með viðtölum sem Helga hefur átt við flesta hjúkr- unarfræðingana og sjúkraliðana. Niðurstöður munu verða birtar á næstunni. Nokkrar umræður urðu í lokin og varð niðurstaðan úr þeim í stuttu máli sú að þörf væri á að efla enn getu hjúkrunarfræðinga til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Var settur á fót vinnuhópur til að vinna að þessu máli. Fleira var ekki fyrir tekið á mál- þingi þessu. REGISTERED NURSES (Experienced & Newly Graduated) COME & WORK IN THE UK Hammersmith & Charing Cross Hospitals, London The hospitals are situated in the lively & popular location of West London, close to the West End, Earls Court & the River Thames. Vacancies exist in all areas including General Medicine & Surgery, Medical Elderly, Orthopaedics, Haematology, Oncology, BMT, NICU, ICU, CCU, Neurosciences, Haemodialysis/Renal, Liver & OR. Interviews will be held by Hospital Personnel in Reykjavík on Friday & Saturday 2 May 1998. Our Service is Free and Benefits Include: Full Time Employment Free flight and "Meet & Greet" at Airport Orientation Programme Accommodation Arranged Full Assistance with UKCC Registration Excellent ongoing education facilities Salary Scale that rewards your experience to date 5 Weeks paid annual leave +10 public bolidays If your wish to attend for interview or require further information please contact: Kate Cowhig International Recruitment 41 Dawson Street, Dublin 2, Ireland Tel: + 353 1 671 5557 Fax: + 353 1 671 5965 e-mail: cowhig@iol.ie website: http://www.ker.ie Tímarit Hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 74. árg. 1998 75

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.