Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 9
Árún K. Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri
1Appli{m af hjúkrun
sykursjúkra uið uppkA{ ÍH.súlÍM.w.eð'fe.v'ðAY"*
Lykilhugtök: Að ná tökum á meðferðinni, fræðsla,
blóðsykurstjórnun, skipulag hjúkrunar
Útdráttur
Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa hvernig hjúkrunar-
fræðingar sem starfa við hjúkrun sykursjúkra upplifa hlut-
verk sitt við upphaf insúlínmeðferðar hjá fullorðnum
einstaklingum með insúlínháða sykursýki. Fyrirbærafræði-
leg rannsóknaraðferð var valin. Úrtakið var tilgangsúrtak,
níu hjúkrunarfræðingar sem unnu á tveimur lyflækninga-
deildum á stóru sjúkrahúsi í Reykjavík og á göngudeild
sykursjúkra. Viðtöl voru tekin við þátttakendur og þau
greind eftir aðferð Colaizzis.
Niðurstöðurnar sýndu að hjúkrunarfræðingunum fannst
hlutverk sitt helst einkennast af eftirfarandi sex þemum: a)
að kynna sjúklingum heim sykursýkinnar; b) að hjálpa þeim
að ná tökum á meðferðinni; c) að milda áfallið, d) að kenna
þeim á sykursýkina; e) að meta og tryggja öryggi
sykursjúkra og f) að stuðla að samfellu í meðferð sykur-
sjúkra.
Rannsóknin gefur til kynna hve hjúkrun sykursjúkra við
upphaf insúlínmeðferðar er margslungin. Heildræn sam-
felld hjúkrun er þýðingarmikil svo að hinn sykursjúki nái
tökum á meðferðinni og hjúkrunarfræðingar geti fremur
stutt hann í því ferli sem aðlögun að sykursýkismeðferð og
blóðsykurstjórnun er. Vísbendingar komu fram um að þarft
væri að skipuleggja hjúkrun sykursjúkra öðruvísi en nú er
gert, s.s. að ákveðnir hjúkrunarfræðingar beri meginábyrgð
á hjúkrun sykursjúkra á almennum deildum.
Inngangur
Þeim sem greinast með sykursýki hefur fjölgað hlutfalls-
lega á undanförnum árum. Árið 1995 var tíðni sykursýki í
heiminum 4,0% en árið 2000 4,2%, og samsvarar það því
að 154 milljónir manna þjáist af sykursýki (King, Aubert og
Herman, 1998). Mikilvægt er að þeir sem greinast með
sykursýki nái tökum á aðferðum við að stjórna blóðsykr-
inum, s.s. insúlíngjöf og lifnaðarháttum. Með fræðslu,
stuðningi og ráðgjöf geta hjúkrunarfræðingar aðstoðað
sykursjúka við að koma í veg fyrir afleiðingar sykursýkinnar
og kljást við þær. Draga má úr fylgikvillum sykursýkinnar
með markvissri blóðsykurstjórnun (DCCT, 1996). Hjúkrun-
arfræðingar eiga að hafa mikil áhrif varðandi það að hinn
sykursjúki öðlist þekkingu, vilja og hæfni til að ná tökum á
sykursýkismeðferðinni. í fyrri rannsókn höfundar, sem gerð
var í Bretlandi, kom í Ijós að hjúkrunarfræðingar með sér-
leyfi í hjúkrun sykursjúkra telja mjög mikilvægt að aðstoða
hinn sykursjúka við að ná góðum tökum á sykursýkis-
meðferðinni strax frá greiningu sykursýkinnar. Það er talið
auðvelda hinum sykursjúka að fella meðferðina inn í dag-
legt líf og geta komið í veg fyrir að slæmar venjur komist á
sem síðan getur reynst erfitt að venja sig af (Árún K.
Sigurðardóttir, 1997). Hér á eftir verður fjallað um hjúkrun
sykursjúkra og hvernig hjúkrunarfræðingar upplifa og skilja
starf sitt þegar einstaklingur greinist með sykursýki og þarf
á insúlínmeðferð að halda.
Nýlegar rannsóknir hafa staðfest mikilvægi góðrar
blóðsykurstjórnunar til að draga úr fylgikvillum sykursýki,
s.s. augn- og nýrnaskemmdum (DCCT, 1996). Stjórnun
blóðsykurs til langs tíma er mæld með því hve hátt hlutfall
af blóðrauða er bundið sykri (HbA1). Ef blóðsykur er hár
hækkar HbA1 gildið. Tilly, Belton og MacLachlan (1995)
komust að raun um að HbA1 gildi sykursjúkra sem höfðu
haft sykursýki í minna en eitt ár minnkaði meira við
skipulega fræðslu en þeirra sem höfðu lengri sögu um
sykursýki. Þetta var talið sýna að fræðsla nýtist sykursjúk-
um best ef ekki er liðið mjög langt frá greiningu sykur-
sýkinnar. Sykursýki hefur mikil áhrif á daglegt líf sykur-
Árún Kristín Sigurðardóttir lauk MSc
prófi í hjúkrunarfræði frá háskólanum í
Wales árið 1997. Hún er lektor við
heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri
og verkefnastjóri við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
* Ritrýnd grein
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
73