Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 43
Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og formaður Samtaka hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki Að hætta að reykja með aðstoð netsins í þessari umfjöllun um vefsíðu um reykleysi er sagt frá skað- legum áhrifum reykinga, mikil- vægi þess að hafa stuðning þegar hætt er að reykja og hvernig hægt er að veita stuðn- ing í gegnum vefsíður. Einnig er sagt frá fyrir hverju þarf að hugsa áður en vefsíða er unnin. Nauðsynlegt er að fólk hætti að reykja vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem þau 4-5.000 efni í sígarettum og tóbaksreyk hafa á heilsufar. Einn þriðji af sjúkrahúsinnlögnum á íslandi er vegna reykingatengdra sjúkdóma. Reykingafólk þarf oft að leggjast inn á sjúkrahús því það fær oftar bæði bráðaveikindi og langvinn veikindi heldur en þeir sem reykja ekki. Þessi veikindi eru t.d. lungnakrabbamein, lungnaþemba, öndunarfærasýkingar, kransæðasjúkdómar og heilablóðfall. Nikótín og kolmón- oxíð eru þau efni sem helst valda kransæðasjúkdómum. Nikótín veldur t.d. trufiun á efnaskiptum sem eykur hættu á æðasjúkdómum og það getur valdið hröðum hjartslætti. Kolmónoxíð truflar súrefnisflutning og því hefur reykingafólk minna súrefni tiltækt í frumum líkamans. Það að hætta að reykja virðist hafa jákvæð áhrif á þá einstaklinga sem hætta. Þeir sem hafa hætt að reykja virðast verða varir við betri heilsu en þeir sem reykja. Það hefur verið mælt í veikindadögum, Ijarvistardögum frá vinnu, kvörtunum út af heilsufari, innlögnum á sjúkrahús og eftir því sem einstaklingarnir segja sjálfir frá (Stillman, 1995). Veraldarvefurinn er upplýsingamiðill sem margir íslend- ingar nýta sér daglega og hægt er að nota þennan upplýsingamiðil til að fræða fólk, veita ráðgjöf og stuðning. Á veraldarvefnum eru ýmsar upplýsingar á vefsíðum varð- andi reykingar og leiðir til að hætta að reykja. Sumar þessara vefsíðna innihalda leiðbeiningar sem þarf að kaupa eða það þarf að skrá sig sérstaklega til að fá þessar upplýsingar en aðrar vefsíður innihalda upplýsingar sem eru notandanum að kostnaðarlausu. Veraldarvefurinn er stórt, opið og aðgengilegt upplýs- ingarými þar sem upplýsingar um flestalla hluti er hægt að birta eða nálgast. Fólk á þess kost að auka þekkingu sína, treysta á sjálft sig og fá aukið vald. En netinu fylgja ákveðnir ókostir því mikið magn upplýsinga getur valdið firringu og ruglingi hjá fólki (Coiera, 1998). Á netinu er hægt að hafa mjög opna umræðu án nokkurrar ritskoðunar en þessi gagnsemi netsins getur einnig verið óæskileg þegar upplýsingarnar eru ekki réttar eða jafnvel skaðandi. Á veraldarvefnum er mikið af heilsutengdum upplýs- ingum og ef þær eru nýttar geta þær bætt heilsu fólks. Gagnsemi þessara upplýsinga er samt í raun ekki þekkt. Erfitt er að meta gæði þessara upplýsinga en hægt er að nota ákveðna þætti til að meta vefsíður. Högne Sandvik (1999) hefur ráðlagt mönnum að meta eiganda vefsíð- unnar, skoða hvort eiganda sé getið eða ekki, hvort höf- undar sé getið eða ekki, hvaðan upplýsingar eða heimildir koma, hvenær síðan var gerð og hvenær uppfærð, hvort hægt sé að hafa samskipti t.d. með tölvupósti, hvort auðvelt sé að fylgja tenglum og skoða upplýsingar og hvort jafnvægi sé í upplýsingum sem gefnar eru á vefsíðunum. Upplýsingar í tölvupósti eða fréttum geta einnig verið uppspretta góðra upplýsinga þegar verið er að leita að heilbrigðisupplýsingum á veraldarvefnum. Það liggur mikil vinna að baki hverri vefsíðu og því þarf að gera sér ákveðnar hugmyndir áður en hafist er handa. Þegar verið er að vinna hugmyndir að vefsíðu er gott að spyrja sig spurninga, t.d.: Hvers vegna er ég að gera þessa vefsíðu? I vinnslu vefsíðu unn reykleysi voru svörin á þessa leið: Ég er að gera síðu um það að hætta að reykja og stuðningssíðu fyrir fólk þar sem fólk getur tjáð skoðanir sínar á reykingum og reykleysi. Hverju vil ég ná fram með þessari síðu? Ég vil að fólk hafi aðgang að upplýsingum um reykingar, hvernig það geti hætt að reykja og viðhaldið reykleysi. Hverju eiga notendur að ná fram með þessari vefsíðu? Ég vil að fólk viti um leiðir til að hætta að reykja með þeim aðferðum sem reynst hafa vel samkvæmt rannsóknum. Hvað mun valda því að notendur koma aftur? Efni sem er reglulega uppfært og hefur fjölbreyttar upplýsingar. Einnig ætti stuðningurinn að verða til þess að notendur komi aftur. Þrjár grunnspurningar þarf einnig að 43 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.