Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 69
jtl Mwíkaju mtð ^ok'fcorÍKnl María Guðmundsdóttir lauk doktorsprófi 6. október 2000 frá University of California, San Francisco, Department of Family Health Care Nursing. Aðalleiðbein- andi hennar var dr. Catherine A. Chesla. Aðrir í nefndinni voru: dr. Patricia A. Benner, dr. Catherine L. Gilliss og dr. Carmen Portillo. Ritgerð hennar heitir „When the world of the family is shattered: Narratives of loss and healing practices after the sudden death of a child“. Rannsóknaraðferð var túlkunarleg fyrirbærafræði (interpretive phenomenology) og var tilgangurinn að rann- saka reynslu fjölskyldna af skyndilegum missi barns. Sjö fjölskyldur tóku pátt í rannsókninni og voru tekin djúpviðtöl við tvo eða þrjá úr hverri fjölskyldu. Alls voru tekin 4-5 viðtöl við hverja fjölskyldu. í fyrsta og síðasta viðtalinu var talað við fjölskylduna saman en hin viðtölin voru einkaviðtöl við hvern einstakling fyrir sig. Niðurstöður sýndu meðal annars á hvern hátt fjöl- skyldumeðlimir reyna að útskýra dauða barnsins. Margir reyna að útskýra dauðann á trúarlegan eða heimspeki- legan hátt en aðrir litu svo á að dauði barnsins væri merkingar- og tilgangslaus. Dauðinn hafði djúp áhrif á það hvernig foreldrar litu á sig sem foreldri. Sumum fannst eins og hluti af þeim sjálfum hefði dáið með barninu, aðrir lýstu því sem missi að þeir gætu ekki lengur tekið þátt í daglegum venjum sem fylgja því að vera foreldri og einkum foreldri barnsins sem dó. Missirinn kom einnig fram sem líkamleg reynsla, sorgin kom fram á ýmsan líkamlegan hátt. Hjá sumum var þessi reynsla tímabundin og algengust skömmu eftir andlát barnsins en hjá öðrum reyndist sársauki eða líkamleg skynjun halda áfram eða jafnvel koma fram þegar nokkrir mánuðir eða ár voru liðin frá dauða barnsins. ( rannsókninni var einnig athugað gagnkvæmt samband milli sorgarinnar og sambands hjónanna. Einnig kom í Ijós að sumar venjur fjölskyldunnar reynd- ust draga mjög mikið úr sorginni og missinum. Þessar fjölskylduvenjur sýndu glöggt að samband helst og/eða var ræktað milli fjölskyldunnar og dána barnsins. Þetta áframhaldandi samband reyndist mjög mikilvægt og græðandi fyrir alla fjölskylduna. Flestir þátttakenda eignuðust annað barn stuttu eftir dauða eldra barnsins. Nýja barnið kveikti á ný von og eftirvæntingu hjá foreldrunum. Koma barnsins virtist endurnýja skilning foreldrisins á sjálfu sér sem foreldri og það gaf foreldrinu tækifæri til að taka á ný þátt í þeim daglegu venjum sem felast í því að vera foreldri. HASKOLI ISLANDS Meistaranám í hjúkrunarfræði Hefur þú hug á frekara námi í haust? Nám til meistaraprófs í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands er 60 eininga rannsóknatengt nám sem fram fer að loknu BS-prófi í hjúkrunarfræði. Markmið náms- ins er að dýpka fræðilega þekkingu hjúkrunarfræðinga og auka færni þeirra í rannsókna- og þróunarstörfum. Lögð er áhersla á sveigjanleika og leitast er við að gefa hverjum nemanda tækifæri til að efla þekkingu sína á ákveðnum fræðasviðum. Tvær námsleiðir verða í boði: a) Freyja - Námsleið til meistaragráðu með áherslu á rannsóknaþjálfun (30 eininga rannsóknarverkefni) b) Eir - Námsleið til meistaragráðu með áherslu á fræðilega/klíníska sérhæfingu og rannsóknaþjálfun (15 eininga rannsóknarverkefni) í hjúkrunarfræðideild eru veittar upplýsingar um þá möguleika sem eru í boði og eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að afla sér hennar og ráðgjafar varðandi námið. Ráðgjöfina veitir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Rannsóknarstofnun í hjúkrunar- fræði. Viðtalstímar eru á mánudögum kl. 13-15 en einnig er hægt að hafa samband í síma 863-3988 eða í netfang: roe@hi.is og panta tíma. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2001. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 69

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.