Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 7
Ritstjóraspjall Samstaða og Það hefur veitt mér mikla ánægju að vera að störfum á ný fyrir hjúkrunarfræð- inga, þó aðeins hafi verið um skamman tíma að ræða. Heimur hjúkrunar er í raun ekki mjög opinn þeim sem ekki starfa í neinum tengslum við hann. Þess vegna held ég að það hafi verið mjög þarft að hjúkrunarfræðingar sendu frá sér greinar í dagblöðin í tengslum við verkfallið. Þeir þyrftu að gera það mun oftar og veita þannig almenningi innsýn í starfið. Sjálf fékk ég nasasjón af starfi skurðhjúkrun- arfræðinga þegar ég var viðstödd aðgerð einn morgunn í maí og hafði bæði gagn og gaman af. Þegar ég starfaði sem ritstjóri tímarits- ins fyrir nokkrum árum fannst mér hjúkr- unarfræðingar mjög virk stétt og þá á ég við hversu margir virðast starfa að félagsstörfum í hinum ýmsu fag- eða svæðisdeildum félagsins og hversu virkar margar þessar deildir virðast vera. Á þessu sýnist mér ekki hafa orðið nein breyting, frekar að fagfélögunum hafi fjölgað. Sjálf hef ég ekki orðið vör við svona mikil og markviss félagsstörf í þeim stéttarfélögum sem ég þekki til, bæði af eigin reynslu og afspurn. Fyrir utan að auka sífellt þekkingu hjúkrunar- fræðinga þá hlýtur slík virkni í félagsstörf- um að auka samheldni og samhygð innan stéttarinnar og þetta fannst mér endurspeglast í verkfallinu. Samstaðan var mjög mikil og lítið um verkfallsbrot. Fjöldi hjúkrunarfræðinga lagði á sig ómælda vinnu við allt sem viðkom framkvæmd verkfallsins og þó að um alvarlegan atburð væri að ræða ríkti léttleiki við þá vinnu. Sjálf fór ég með verkfallsvörðum í húsvitjanir og alls staðar var þeim Ijúflega tekið. Samstað- an og baráttuandinn er enn til staðar, jafnvel sterkari en fyrr, því lítið virðist miða I samkomulagsátt í samningamálum. En það var ekki aðeins verkfall á dag- skrá hjá félaginu því fulltrúaþingið var einnig í maí. Fulltrúaþingið er haldið annað hvert ár og þar gefst hjúkrunar- fræðingum víða af landinu kærkomið tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri, sem þeir og gerðu. En þegar á heildina er litið komu mjög fáar athuga- semdir varðandi starf félagsins og ekki annað að heyra en flestir væru ánægðir með það. Starfsáætlun næstu tveggja ára var samþykkt og margar ályktanir og tillögur samþykktar nær samhljóða. Mesta ánægju og athygli vakti þó tillaga um að kannaður yrði áhugi hjúkrunar- fræðinga á að kaupa Vífilsstaði. Finna á Vífilsstöðum verðugt framtíðarhlutverk og baráttuandi flutningsmaður tillögunnar taldi að hjúkr- unarfræðingum yrði ekki skotaskuld úr því. Nú er bara að bíða og sjá hverju fram vindur. Sú gagnrýni hefur heyrst að fræðsla fyrir hjúkrunarfræðinga sé aðeins aðgengileg þeim sem starfa á höfuð- borgarsvæðinu. Með fjarfundabúnaði og með því að halda ráðstefnur á fleiri stöð- um á landinu er hægt að bregðast við þessu. Reyndar má segja að það sé þegar gert og má þar nefna að á Akureyri var haldin metnaðarfull ráðstefna í maí, og í haust verður þar ráðstefnan Hjúkrun 2001: rannsóknir í hjúkrun - framtíðarsýn. Síðast en ekki síst er Tímariti hjúkrunar- fræðinga ætlað vera vettvangur fræðslu. Ný ritnefnd, sem kosin var á fulltrúaþing- inu, tekur nú við og mun hún væntanlega marka stefnu fyrir komandi blöð. Sjálf þakka ég fyrir skemmtilegt samstarf þessa tvo mánuði og vona að félagið geti haldið áfram að nýta krafta mína þegar þurfa þykir. HARTMANN Vernd fyrir viðkvæma húð BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 3. tbl. 77. árg. 2001 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.