Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 9
Dr. Helga Jónsdóttir, Kristlaug Sigríður Sveinsdóttir, Þóra Geirsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Edda Stein- grímsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir tala við fóik um reykingar Útdráttur Skaðsemi reykinga er alþekkt fyrirbæri. Þekking á úrræðum til að hjálpa fólki að hætta að reykja er dýrmæt og þurfa hjúkrunarfræðingar að tileinka sér hana með markvissum hætti. í öllum samskiptum við skjólstæðinga, sem reykja, eiga hjúkrunarfræðingar að spyrja þá um reykingavenjur þeirra því sýnt hefur verið fram á að það eykur líkur á að þeir hætti að reykja. í þessari grein er lýst því breytingaferli sem einstaklingur gengur í gegnum á leið sinni tii reykleysis. Þekking á breytingaferlinu grundvallast á vandlega rannsökuðum hugtakaramma sem nefndur hefur verið gormlíkanið. í gormlíkaninu eru eftirfarandi fimm stig: fyrirstöðustig, umhugsunarstig, undirbúningsstig, fram- kvæmdastig og viðhaldsstig. í greininni er einnig fjallað um samtalsramma sem þróaður hefur verið til notkunar í samskiptum við fólk sem reykir og byggist á gormlíkaninu. Að lokum eru fjallað um reynslu hjúkrunarfræðinga á Land- spítala-Vífilsstöðum á reykleysismeðferð fyrir lungnasjúkl- inga en í þeirri meðferð er lögð sérstök áhersla á sam- ræður við sjúklingana um reykingavenjur þeirra. Inngangur Skaðsemi reykinga er hjúkrunarfræðingum vel kunnug. Hvarvetna horfa þeir upp á þennan helsta heilsuskaðvald mannkyns hreiðra um sig. Margir leggja sig fram um að hjálpa fólki að losna undan þessum skaðvaidi og enn fleiri að fyrirbyggja að hann taki sér bólfestu í fólki. Lítið er um skipulagðar aðgerðir hérlendis til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Fyrirbygging reykinga, sérstak- lega á meðal barna og unglinga, hefur hins vegar tekið stórstígum frarmförum hin síðustu ár og er það lofsvert. Það er mjög krefjandi og margslungið viðfangsefni að hjálpa þeim sem þegar hafa ánetjast tóbaki og að því þarf að vinna með margvíslegum hætti. Mynd 1 sýnir þær forsendur er lúta að reykingum sem byggt er á í samskipt- um við sjúklinga á Landspítala-Vífilsstöðum og gefa þær til kynna margbreytileika viðfangsefnisins. Umtalsverður hópur fólks hættir að reykja í kjölfar spurninga heilbrigðisstarfsmanna, sérstaklega lækna, um hvort það reykir. Sérstaklega á þetta við ef augljóslega má rekja heilsufarsvandann, sem viðkomandi leitaði til heil- brigðisstarfsmannsins með, til reykinga. Fylgi í kjölfarið ábendingar, veittar á styðjandi og uppbyggilegan hátt um það hvernig reykingar skaða heilsu fólks ásamt stuttum ráðleggingum um að hætta, vex árangurinn. Sýnt hefur verið fram á að þessi árangur er 5% meiri en hjá þeim sem ekki fá slíka aðstoð (Þarrott o.fl., 1998). Þetta er mjög mikilvægt í Ijósi þess að árangur fjölþættrar reykleysismeð- ferðar er um 20%. Því er mikilvægt að líta svo á að spurn- ingar um reykingar séu jafnmikilvægar mælingum lífsmarka þegar gert er heilsufarsmat á fólki (U.S. Department of Health and Human Services, Public Health Service, 2000). Jafnvel þótt slíkar spurningar virðist ekki skila neinu á stundinni og vekji jafnvel pirring hjá skjólstæðingnum má leiða góðar líkur að því að þær leiði til hugarfarsbreytingar hjá honum og hugsanlega til reykbindindis síðar. Þessari grein er ætlað að hvetja hjúkrunarfræðinga til að bæta spurningum um reykingar við þær upplýsingar sem þeir afla um heilsufar skjólstæðinga almennt auk þess að tiieinka sér samræður um reykingar með markvissum hætti í allri ráðgjöf og fræðslu. í þessu skyni verður lýst kenningalíkani Þrochaska og félaga (1992) um það hvernig fólk vinnur bug á fíkn ásamt því að fjalla um spurninga- ramma sem danskur sálfræðingur, Henning Damkjær (1999) hefur samið til að nota í samtölum við fólk um reyk- ingavenjur þeirra. Að lokum verður fjallað um hvernig unnt er að hagnýta sér ráðleggingar Damkjærs, sérstaklega út frá reynslu höfunda af að veita reykleysismeðferð á Land- spítala-Vífilsstöðum. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að íslenskt fræðsluefni um tóbak og reykingar eykst sífellt. Benda má á Heimildasafn um tóbak (Krabba- meinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnarnefnd, 1998 og nokkrar íslenskar heimasíður, http://www2.rsp.is/reyklaus/, http://www.reyklaus.is og http://www.doktor.is) auk efnis fyrir heilbrigðisstarfsmenn (http://www.ahcpr.gov., fylgirit við Thorax, 1998). Að vinna bug á fíkn: Gormlíkanið Hópur vísindamanna hefur um nokkurn tíma gert fjölda rannsókna á því breytingarferli sem talið er að fólk gangi í gegnum þegar það vinnur bug á fíkn. Rannsóknirnar hafa Höfundar eru hjúkrunarfræðingar og starfa allir á Landspítala-Vífilsstöðum. Fyrsti höfundur er dósent í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.