Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.07.2001, Blaðsíða 13
S: „Já, fyrir nokkrum árum ákvað ég að létta mig um 5 kg og það tókst." M: „Hvernig fórstu að því?“ S: „Mér tókst það með viljastyrk." M: „Hvað gerðirðu nákvæmlega?" S: „Ég ákvað að um leið og ég næði takmarkinu myndi ég kaupa mér jakkaföt. Síðan útbjó ég matarlista sem ég hélt." M: Geturðu notað svipaða aðferð núna þegar þú aetlar að hætta?“ D. Viðhaldsstig Á þessu stigi hefur reykbindindi staðið í u.þ.b. 6 mánuði. Vinir, fjölskylda og maki hafa því vanist því að viðkomandi sé reyklaus. Erfiðasta vinnan er að mestu afstaðin og gleymist hægt og rólega. Margir hugsa um að nú sé allt í lagi að fá sér eina og eina sígarettu/vindil í samkvæmum. Þeim finnst þeir vera fyrrverandi reykingafólk og telja því litlar líkur á falli. Sannleikurinn er hins vegar sá að þeir sem hafa verið dagreykingafólk geta ekki verið samkvæmis- reykingafólk. Það gengur ekki upp lífefnafræðilega vegna nikótínviðtaka í heilanum. Þörfin vaknar strax aftur. Mikil- væg aðstoð á þessu stigi er að rifja upp: Hvers vegna hættirðu að reykja? Hvers vegna ertu enn reyklaus? Hvað fannst maka, vinum og ættingjum um það þegar þú hættir að reykja? Síðan er mikiivægt að benda á það jákvæða, sérstaklega betri heilsu og það sem gert er rétt. E. Lokastig Flestir hafa farið fram og aftur í gorminum áður en þessu stigi er náð. Hins vegar finnst fólki á þessu stigi ekki lengur að það sé í tilfinningalegri togstreitu. Þess í stað er fólk komið með margar og mismunandi aðferðir til að slá á löngun í tóbak. F. Afturfararstig Á þessu stigi hefur skjólstæðingurinn fallið í reykbindind- inu. Margir eiga að baki allt að 6 misheppnaðar tilraunir til að hætta að reykja. Hver tilraun bætir í reynslubrunninn. Því fer sá sem hefur einu sinni hætt að reykja yfirleitt ekki aftur á upphafspunkt, fyrirstöðustigið. Mörgum líður hins vegar illa á þessu stigi. Því er mikilvægt að hjálpa þeim þannig að þeim finnist þeir ekki ráðalausir og fái þess í stað viljastyrk að hætta aftur. Hér þarf einkum að athuga hvað einstaklingurinn vill. Vill hann reyna aftur? Hvenær ætlar hann að hætta aftur? Eru réttu aðstæðurnar núna? Er hann tilbúinn? Umfjöllun Af framangreindu er Ijóst að mörgu þarf að hyggja að þegar heilbrigðisstarfsmenn reyna að hjálpa fólki til að hætta að reykja. Viðleitni heilbrigðisstarfsmanna er ekki alltaf tekið fagnandi enda koma spurningar um reykingar illa við reykingafólkið. Það getur brugðist við með reiði, neikvæðum athugasemdum og fjandskap sem mikilvægt er að taka ekki persónulega. Það getur líka brugðist við með þakklæti og metið mikils að einhver er tilbúinn að hjálpa því út úr miklum vanda. Eins og Damkjær (1999) leggur áherslu á er það grundvallaratriði samræðna um reykingar og reykinga- venjur að meðferðaraðilinn skapi aðstæður þar sem einstaklingurinn fær tækifæri til að hugsa um og ræða reykingar sínar án þrýstings og fordóma. Meðferðaraðilinn þarf að örva skjólstæðing til að hugsa um og viðurkenna fyrir sjálfum sér skaðsemi reykinga með einföldum spurn- ingum. Allflestir sem reykja vita að reykingar eru skaðlegar. Margir vita hins vegar ekki hversu margt getur batnað, bæði líffræðilega og heilsufarslega, í kjölfar reykbindindis. Heilbrigðisstarfsmenn geta ekki látið neinn hætta reyking- um með sama hætti og þeir geta grætt sár. Það er einstaklingurinn sjálfur sem hættir en hann þarf stuðning og mikla aðstoð til þess. Margir heilbrigðisstarfsmenn hafa fordóma gagnvart reykingum sem hafa neikvæð áhrif á skjólstæðingana. Af ýmsu er þar að taka en eitt af því sem er hvað mikilvægast að átta sig á er að það er siðferðilega rangt að kenna fólki um þau vandræði sem það er komið í vegna eigin reykinga. Það er heldur ekki heilbrigðisstarfs- mannsins að meta verðleika fólks, hvorki þess sem reykir né þess sem ekki gerir það. Á Landspítala-Vífilsstöðum hefur verið í boði skipuleg meðferð til reykleysis í rúmt ár. Meðferðin er sniðin að þörfum stórreykingafólks. Allir sem leggjast inn fá meðferð. Meðferð þessi er umfangsmikil og fjölþætt en mikil áhersla er lögð á samræður við sjúklingana um hvaðeina sem snertir viðleitni þeirra til að hætta að reykja. Margt jákvætt hefur þegar komið fram um þessa meðferð. Hún hefur hjálpað þó nokkrum sjúklingum út úr miklu kófi reykinga, jafnvel fólki með langt genginn lungnasjúkdóm. í sumum tilvikum hafa sjúklingar dregið verulega úr reykingum enda er það viðráðanlegt markmið fyrir vissan hóp sjúklinga. Fyrir lungnasjúklinga er það að sjálfsögðu lífsspursmál að hætta að reykja og aldrei of seint. Mörgum er hins vegar ekki Ijóst að lungnasjúklingur, sem þarfnast súrefnisgjafar, getur þurft að fara fyrr en ella á hjúkurnarheimili eða sjúkrahús út af því að hann reykir. Slíkur sjúklingur þarf að vistast á stofnun þar sem eftirlit er með því að hann reyki aldrei nærri flæðandi súrefni. Það er því afar brýnt verkefni að seinka stofnanavist þessara sjúklinga sem allra mest m.a. með því að aðstoða þá við að hætta að reykja. Stuðningssamræður um möguleika sjúklinganna til að losna undan tóbakshramminum vekja vonir hjá sjúklingum sem barist hafa við hann árum og áratugum saman. Þær gefa sjúklingum til kynna að hjúkrunarfræðingarnir hafi trú á að þeir geti tekist á við þennan vanda og að þeir séu ekki vonlausir og afskrifaðir. Vonin vekur bjartsýni og hrífur sjúklingana til þátttöku í meðferðinni. Samræðurnar hafa 165 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.